Tólf smit og allir markmenn liðsins úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 10:01 Ali Ahamada, markvörður Kómoreyja, er einn af þeim sem er smitaður. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images Kómoreyjar eru að taka þátt í Afríkumótinu í fótbolta í fyrsta sinn í sögu landsins. Ekki nóg með það heldur gerði liðið sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. Nú hefur kórónuveiran hins vegar sett strik í reikninginn hjá liðinu þar sem tólf smit greindust í gær. Kómoreyjar eiga að leika sinn stærsta knattspyrnuleik í sögu landsins gegn heimamönnum og fimmföldum Afríkumeisturum Kamerún í 16-liða úrslitum Afríkumótsins á morgun, en eins og áður segir er kórónuveiran að leika þá grátt. Meðal þerra tólf sem greindust smitaðir er þjálfari liðsins, Amir Abdou. Þá eru sjö leikmenn einnig smitaðir, þar á meðal markverðirnir tveir sem eftir voru, þeir Moyadh Ousseini og Ali Ahamada. Aðalmarkvörður liðsins, Salim Ben Boina er frá vegna meiðsla. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að finna lausn,“ sagði framkvæmdarstjóri knattspyrnusambands Kómoreyja, El Hadad Himidi. „Þetta er þjálfarinn og þeir markmenn sem voru heilir þannig að staðan er mjög flókin,“ bætti Himidi við. Comoros could be without a goalkeeper in their Africa Cup of Nations knockout game against Cameroon on Monday.More from @jwhitey98https://t.co/Y1ivTwuFWE— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 22, 2022 Afríska knattspyrnusambandið CAF tilkynnti fyrir mót að þau lið sem verða fyrir barðinu á kórónuveirunni fái ekki frestun. Liðin þurfi að leika sína leiki, jafnvel þó að engir markmenn séu til taks. Finnist engin lausn þurfa Kómoreyjar því að mæta til leiks gegn gestgjöfunum í 16-liða úrslitum með vægast sagt laskað lið. Afríkukeppnin í fótbolta Kómoreyjar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Kómoreyjar eiga að leika sinn stærsta knattspyrnuleik í sögu landsins gegn heimamönnum og fimmföldum Afríkumeisturum Kamerún í 16-liða úrslitum Afríkumótsins á morgun, en eins og áður segir er kórónuveiran að leika þá grátt. Meðal þerra tólf sem greindust smitaðir er þjálfari liðsins, Amir Abdou. Þá eru sjö leikmenn einnig smitaðir, þar á meðal markverðirnir tveir sem eftir voru, þeir Moyadh Ousseini og Ali Ahamada. Aðalmarkvörður liðsins, Salim Ben Boina er frá vegna meiðsla. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að finna lausn,“ sagði framkvæmdarstjóri knattspyrnusambands Kómoreyja, El Hadad Himidi. „Þetta er þjálfarinn og þeir markmenn sem voru heilir þannig að staðan er mjög flókin,“ bætti Himidi við. Comoros could be without a goalkeeper in their Africa Cup of Nations knockout game against Cameroon on Monday.More from @jwhitey98https://t.co/Y1ivTwuFWE— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 22, 2022 Afríska knattspyrnusambandið CAF tilkynnti fyrir mót að þau lið sem verða fyrir barðinu á kórónuveirunni fái ekki frestun. Liðin þurfi að leika sína leiki, jafnvel þó að engir markmenn séu til taks. Finnist engin lausn þurfa Kómoreyjar því að mæta til leiks gegn gestgjöfunum í 16-liða úrslitum með vægast sagt laskað lið.
Afríkukeppnin í fótbolta Kómoreyjar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira