Fótbolti

Rangnick: Rashford hefur allt

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Ralf Rangnick var ánægður með sigurinn
Ralf Rangnick var ánægður með sigurinn EPA-EFE/PETER POWELL

Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum kampakátur eftir sigur liðsins á West Ham í baráttunni um meistaradeildarsæti.

Rangnick, sem var ráðinn stjóri liðsins eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara, hafði orð á því að ef fólk skoðaði tölfræði leiksins þá hefðu hans menn átt sigurinn skilið.

„Við vorum að spila við mjög vel skipulagt West Ham lið og þó að okkur hafi ekki tekist að gera nógu vel oft á tíðum á síðasta þriðjungi vallarins þá var þetta sennilega okkar besta frammistaða í átta vikur“, sagði Rangnick á blaðamannafundi eftir leikinn.

Rangnick minntist einnig á framlag Marcus Rashford, sem skoraði sigurmarkið.

„Við þekkjum öll hans gæði. Hann er einn af bestu sóknarmönnum Englands og er reglulega í byrjunarliði landsliðsins. Hann hefur allt sem nútíma framherji þarf. Hraða, styrk og tækni en það mikilvægasta sem framherji þarf að hafa er sjálftraust, vonandi eykst það bara“, sagði þýski þjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×