Körfubolti

Sara skoraði 13 í stóru tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir í leik með Haukum
Sara Rún Hinriksdóttir í leik með Haukum VÍSIR/BÁRA

Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur hennar í Phoenix Constanta máttu þola sitt fyrsta tap í rúman mánuð er liðið tók á móti Sepsi í rúmensku deildinni í körfubolta í dag, 83-64.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en gestirnir í Sepsi virtus þó skrefi á undan. Sepsi leiddi með þremur stigum að loknum fyrsta leikhluta, og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn orðin níu stig.

Gestirnir héldu áfram að auka forskot sitt í síðari hálfleik og náði 14 stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann. Sara og liðsfélagar hennar skoruðu svo ekki nema átta stig í fjórða leikhluta og þurftu því að sætta sig við 19 stiga tap, 83-64.

Sara skoraði 13 stig fyrir Phoenix og tók auk þess fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Liðið situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig eftir 15 leiki, þremur stigum á eftir Sepsi sem lyfti sér upp í annað sæti með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×