Húsnæðisvandi verkafólks Agnieszka Ewa Ziólkowska skrifar 22. janúar 2022 15:01 Á síðustu árum hefur íbúðaverð á Íslandi hækkað óvenju mikið og langt umfram laun. Aukinn húsnæðiskostnaður hefur því grafið undan kaupmætti sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Á sama tíma hefur ríkið nær alveg þurrkað út vaxtabótakerfið sem áður auðveldaði láglaunafólki að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. Staðan á leigumarkaði hefur einnig verið erfið og einkennst af háu leiguverði, miklu óöryggi og lélegu húsnæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kjarafréttum Eflingar þar sem fjallað er um ófremdarástandið á húsnæðismarkaði. Þessi þróun hefur gert fólki erfiðara fyrir að eignast húsnæði, einkum lágtekjufólki eins og Eflingarfélögum. Áður hafði verkafólk félagslega húsnæðiskerfið og veglegt vaxtabótakerfi sem auðvelduðu húsnæðisöflun. Félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður árið 1999 og vaxtabótakerfið átti að koma í staðinn. En á síðustu átta árum hefur vaxtabótakerfið einnig verið lagt niður að mestu leyti. Á sama tíma hefur íbúðaverð hækkað upp úr öllum hæðum. Lágtekjufjölskyldur hafa tapað rúmlega 40.000 krónum í mánaðarlegar vaxtabætur frá árinu 2010. Það er umtalsverð kjaraskerðing. Þeir sem kaupa íbúð í fyrsta sinn og aðrir sem skipta um húsnæði þurfa því að skuldsetja sig meira en áður hefur tíðkast. Vegna þess hversu erfitt er að eignast húsnæði á Íslandi í dag hafa margir neyðst til að fara út á leigumarkaðinn. Þar er ástandið ekki betra. Skortur hefur verið á ódýru leiguhúsnæði og jafnvel þó bygging almennra leiguíbúða á vegum Bjargs og fleiri félaga hafi komið til frá 2016 þá dugar það hvergi nærri til að laga þann vanda sem fyrir var. Lítið framboð á húsnæði veldur ennfremur því að innflytjendur sem vinna í láglaunastörfum búa margir við ömurlegar aðstæður í ófullnægjandi atvinnuhúsnæði. Ekki batnar staðan þegar ferðamenn taka hluta af betra leiguhúsnæðinu í gegnum AirBnB og fleiri miðlanir. Stjórnvöld hafa ekki staðið við loforð til verkalýðshreyfingarinnar um að setja hömlur á ákvörðun leiguverðs og hækkanir þess frá einum tíma til annars. Almennt er leigumarkaðurinn á Íslandi óreglulegri og sveiflukenndari en leigumarkaðir á hinum Norðurlöndunum. Það þýðir að húsnæðisaðstæður þeirra sem ekki geta keypt sitt eigið eru afleitar. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir verkafólk, ekki síst innflytjendur og ungt fólk, sem neyðast frekar en aðrir til að fara inn á leigumarkaðinn. Þegar verkalýðshreyfingin samdi við stjórnvöld um að auka framlög til byggingar almennra leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum í tengslum við gerð kjarasamninga árið 2015 og svo þegar samið var um hlutdeildarlán í Lífskjarasamningnum 2019 þá var það ekki hluti af samkomulaginu að vaxtabótakerfið yrði aflagt í framhaldinu. Þetta áttu að vera viðbætur við kerfið eins og það var fyrir. Enda getur þetta ekki komið í staðinn fyrir félagslega húsnæðiskerfið og vaxtabótakerfið. Með því að leggja niður vaxtabótakerfið hafa stjórnvöld því komið aftan að verkalýðshreyfingunni. Húsnæðiskostnaður á Íslandi er nú einn sá hæsti í heimi, bæði fyrir þá sem búa í eigin húsnæði og leigjendur. Verðhækkanir á síðustu árum hafa verið óhóflegar og þó að leiga hafi ekki hækkað á meðan Kóvid-faraldurinn gengur yfir (vegna tímabundinnar fækkunar innflytjenda og erlendra ferðamanna) þá er viðbúið að hækkanir taki við á fullum krafti þegar uppsveifla atvinnulífsins eftir kreppuna fer af stað á ný. Staðan í húsnæðismálum er því mjög slæm, bæði fyrir eigendur og leigjendur. Verkalýðshreyfingin þarf að þrýsta á stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga að gerðar verði verulegar umbætur í húsnæðismálum. Það þarf að auka framboð á íbúðarhúsnæði, bæði til eignar og leigu. Einnig þarf að endurheimta vaxtabótakerfið og efla barnabótakerfið til að fólk ráði við að afla húsnæðis fyrir sig og sína. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir verka- og láglaunafólk og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur íbúðaverð á Íslandi hækkað óvenju mikið og langt umfram laun. Aukinn húsnæðiskostnaður hefur því grafið undan kaupmætti sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Á sama tíma hefur ríkið nær alveg þurrkað út vaxtabótakerfið sem áður auðveldaði láglaunafólki að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. Staðan á leigumarkaði hefur einnig verið erfið og einkennst af háu leiguverði, miklu óöryggi og lélegu húsnæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Kjarafréttum Eflingar þar sem fjallað er um ófremdarástandið á húsnæðismarkaði. Þessi þróun hefur gert fólki erfiðara fyrir að eignast húsnæði, einkum lágtekjufólki eins og Eflingarfélögum. Áður hafði verkafólk félagslega húsnæðiskerfið og veglegt vaxtabótakerfi sem auðvelduðu húsnæðisöflun. Félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður árið 1999 og vaxtabótakerfið átti að koma í staðinn. En á síðustu átta árum hefur vaxtabótakerfið einnig verið lagt niður að mestu leyti. Á sama tíma hefur íbúðaverð hækkað upp úr öllum hæðum. Lágtekjufjölskyldur hafa tapað rúmlega 40.000 krónum í mánaðarlegar vaxtabætur frá árinu 2010. Það er umtalsverð kjaraskerðing. Þeir sem kaupa íbúð í fyrsta sinn og aðrir sem skipta um húsnæði þurfa því að skuldsetja sig meira en áður hefur tíðkast. Vegna þess hversu erfitt er að eignast húsnæði á Íslandi í dag hafa margir neyðst til að fara út á leigumarkaðinn. Þar er ástandið ekki betra. Skortur hefur verið á ódýru leiguhúsnæði og jafnvel þó bygging almennra leiguíbúða á vegum Bjargs og fleiri félaga hafi komið til frá 2016 þá dugar það hvergi nærri til að laga þann vanda sem fyrir var. Lítið framboð á húsnæði veldur ennfremur því að innflytjendur sem vinna í láglaunastörfum búa margir við ömurlegar aðstæður í ófullnægjandi atvinnuhúsnæði. Ekki batnar staðan þegar ferðamenn taka hluta af betra leiguhúsnæðinu í gegnum AirBnB og fleiri miðlanir. Stjórnvöld hafa ekki staðið við loforð til verkalýðshreyfingarinnar um að setja hömlur á ákvörðun leiguverðs og hækkanir þess frá einum tíma til annars. Almennt er leigumarkaðurinn á Íslandi óreglulegri og sveiflukenndari en leigumarkaðir á hinum Norðurlöndunum. Það þýðir að húsnæðisaðstæður þeirra sem ekki geta keypt sitt eigið eru afleitar. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir verkafólk, ekki síst innflytjendur og ungt fólk, sem neyðast frekar en aðrir til að fara inn á leigumarkaðinn. Þegar verkalýðshreyfingin samdi við stjórnvöld um að auka framlög til byggingar almennra leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum í tengslum við gerð kjarasamninga árið 2015 og svo þegar samið var um hlutdeildarlán í Lífskjarasamningnum 2019 þá var það ekki hluti af samkomulaginu að vaxtabótakerfið yrði aflagt í framhaldinu. Þetta áttu að vera viðbætur við kerfið eins og það var fyrir. Enda getur þetta ekki komið í staðinn fyrir félagslega húsnæðiskerfið og vaxtabótakerfið. Með því að leggja niður vaxtabótakerfið hafa stjórnvöld því komið aftan að verkalýðshreyfingunni. Húsnæðiskostnaður á Íslandi er nú einn sá hæsti í heimi, bæði fyrir þá sem búa í eigin húsnæði og leigjendur. Verðhækkanir á síðustu árum hafa verið óhóflegar og þó að leiga hafi ekki hækkað á meðan Kóvid-faraldurinn gengur yfir (vegna tímabundinnar fækkunar innflytjenda og erlendra ferðamanna) þá er viðbúið að hækkanir taki við á fullum krafti þegar uppsveifla atvinnulífsins eftir kreppuna fer af stað á ný. Staðan í húsnæðismálum er því mjög slæm, bæði fyrir eigendur og leigjendur. Verkalýðshreyfingin þarf að þrýsta á stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga að gerðar verði verulegar umbætur í húsnæðismálum. Það þarf að auka framboð á íbúðarhúsnæði, bæði til eignar og leigu. Einnig þarf að endurheimta vaxtabótakerfið og efla barnabótakerfið til að fólk ráði við að afla húsnæðis fyrir sig og sína. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir verka- og láglaunafólk og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun