„Þeir sem trúa ekki geta farið heim“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 10:30 Watford hefur tapað 11 af 13 leikjum sínum undir stjórn Ranieri. Robin Jones/Getty Images Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Watford, segir að þeir leikmenn sem trúa ekki að liðið geti bjargað sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni geti allt eins farið heim til sín. Liðið tapaði 3-0 gegn Norwich í mikilvægum fallbaráttuslag í gærkvöldi, en þau úrslit þýða að Watford situr nú í fallsæti en Norwich tveimur stigum fyrir ofan þá í öruggu sæti. Norwich hefur þó leikið tveimur til fimm leikjum meira en öll liðin á fallsvæðinu og því eiga þau öll möguleika á að snúa genginu við. Watford hefur nú tapað 11 leikjum af þeim 13 sem Ranieri hefur verið við stjórnvölin, og Ítalinn segir að leikurinn í gæri hafi verið mikilvæg lexía fyrir leikmenn hans. „Norwich kenndi okkur mikilvæga lexíu. Þeir spiluðu sem lið, en við spiluðum sem einstaklingar,“ sagði Ranieri. Þjálfarinn virtist virkilega óánægður með leikmenn liðsins, en Watford er nú án sigurs í seinustu átta leikjum. Sjö af þessum átta hafa tapast. „Mig langar að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar af því að við vildum gera betur. Ég bað leikmennina að reyna að kveikja eldinn af því að þetta var leikur sem við máttum ekki tapa. En eftir fyrsta markið þá hurfum við.“ „Ég hef trú á að ég og leikmennirnir munum bregðast við þessu. Það gengur ekki að halda svona áfram því að þá erum við á beinustu leið niður í B-deildina. Ég vil sjá leikmennina leggja líkama og sál í að spila fyrir félagið.“ „Ég ræði við stjórnina á hverjum degi og við erum allir í þessu saman. Ég hef trú á þessum leikmönnum. Þeim leikmönnum sem vilja trúa. Þeir sem trúa ekki geta farið heim,“ sagði Ranieri að lokum. Claudio Ranieri says he needs to choose players that want to "fight hard for Watford".🗣 "I believe in these players, the players who want to believe. Who doesn't want to believe - go home." 👀 More ⤵️ #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2022 Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Liðið tapaði 3-0 gegn Norwich í mikilvægum fallbaráttuslag í gærkvöldi, en þau úrslit þýða að Watford situr nú í fallsæti en Norwich tveimur stigum fyrir ofan þá í öruggu sæti. Norwich hefur þó leikið tveimur til fimm leikjum meira en öll liðin á fallsvæðinu og því eiga þau öll möguleika á að snúa genginu við. Watford hefur nú tapað 11 leikjum af þeim 13 sem Ranieri hefur verið við stjórnvölin, og Ítalinn segir að leikurinn í gæri hafi verið mikilvæg lexía fyrir leikmenn hans. „Norwich kenndi okkur mikilvæga lexíu. Þeir spiluðu sem lið, en við spiluðum sem einstaklingar,“ sagði Ranieri. Þjálfarinn virtist virkilega óánægður með leikmenn liðsins, en Watford er nú án sigurs í seinustu átta leikjum. Sjö af þessum átta hafa tapast. „Mig langar að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar af því að við vildum gera betur. Ég bað leikmennina að reyna að kveikja eldinn af því að þetta var leikur sem við máttum ekki tapa. En eftir fyrsta markið þá hurfum við.“ „Ég hef trú á að ég og leikmennirnir munum bregðast við þessu. Það gengur ekki að halda svona áfram því að þá erum við á beinustu leið niður í B-deildina. Ég vil sjá leikmennina leggja líkama og sál í að spila fyrir félagið.“ „Ég ræði við stjórnina á hverjum degi og við erum allir í þessu saman. Ég hef trú á þessum leikmönnum. Þeim leikmönnum sem vilja trúa. Þeir sem trúa ekki geta farið heim,“ sagði Ranieri að lokum. Claudio Ranieri says he needs to choose players that want to "fight hard for Watford".🗣 "I believe in these players, the players who want to believe. Who doesn't want to believe - go home." 👀 More ⤵️ #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2022
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira