Mokgræddi á Bitcoin en fyrrverandi sat í súpunni Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2022 00:02 Rafmyntir á borð við Bitcoin munu líklega koma til með að velta upp mörgum álitamálum á sviði skataréttar. Getty Kona hefur fengið endurákvörðun ríkisskattstjóra um hækkun tekjuskattsstofns hennar um tíu milljónir króna fellda niður af yfirskattanefnd. Ríkisskattstjóri hafði hækkað skattstofn konunnar vegna vanframtalinna tekna fyrrverandi eiginmanns hennar af sölu á rafmyntinni Bitcoin. Um var að ræða tekjur mannsins vegna gjaldáranna 2016 og 2017. Þegar ríkisskattstjóri innti manninn svara um hagnað hans af sölu rafmynta hafði hann eftirfarandi að segja: „Ég man ekki einu sinni hvar ég finn upplýsingar um kaup og sölu þannig að þið gerið bara eitthvað við mig ég redda þessu ég er á 45% bótum rúmur 100þ á mánuði haha verð fljótur að borga skattinn upp.“ Því áætlaði skattstjóri tekjur mannsins og lagði þær við skattstofn konunnar þar sem hún var tekjuhærri en maðurinn. Furðaði sig á fjármögnun útgjalda Í kvörtun konunnar til ríkisskattstjóra vegna álagningarinnar segir að hjónaband þeirra hafi verið orðið stirt árið 2017 og að þau hefðu ákveðið að skilja að borði og sæng í desember það ár. Þar segir að konan hafi ekki haft vitneskju um greiðslur til mannsins vegna Bitcoin-sölunnar en af gögnum málsins má sjá að þær greiðslur hafi fyrst borist um mitt 2016. Þá kemur þar fram að konan hafi verið burðarstólpi við fjármögnun heimilishalds þeirra hjóna og því hafi hann líklega hafið sölu Bitcoin eftir að samvistum þeirra lauk. „Hefði hann farið í ferðir erlendis og keypt sér bíl og hefði kærandi undrast hvernig hann fjármagnaði þau útgjöld,“ segir í mótmælabréfi konunnar. Með úrskurði ríkisskattstjóra um endurákvörðun var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar staðfest með vísan til þess að tekjur mannsins hafi verið vantaldar og að hjónin bæru enn óskipta ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda. Samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt bæri að leggja saman fjármagnstekjur hjóna og telja þær til tekna hjá því hjóna sem hefði hærri tekjur. Hafi ekki notið góðs af tekjunum Í kæru til yfirskattanefndar áréttaði konan að hún hafi ekki haft neina vitneskju um tekjur mannsins af sölu rafmynta og að þeim hafi verið haldið leyndum fyrir henni og hún því ekki notið góðs af þeim. Í úrskurði yfirskattanefndar segir að hjónin hafi enn verið sameiginlega ábyrg fyrir greiðslu opinberra gjalda fyrir gjaldárið 2016 þar sem þau skildu ekki fyrr en 2017. Var kröfu konunnar um niðurfellingu hækkunar skattstofns um tvær og hálfa milljón króna vegna framtalsársins 2017 því hafnað. Hins vegar taldi nefndin ríkisskattstjóra óheimilt að leggja tekjur hjónanna saman fyrir framtalsárið 2018 þar sem þau hefðu sannanlega slitið samvistum árið 2017. Var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar um tíu milljónir króna því ómerkt. Úrskurð yfirskattanefndar má lesa í heild sinni á vef nefndarinnar. Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Um var að ræða tekjur mannsins vegna gjaldáranna 2016 og 2017. Þegar ríkisskattstjóri innti manninn svara um hagnað hans af sölu rafmynta hafði hann eftirfarandi að segja: „Ég man ekki einu sinni hvar ég finn upplýsingar um kaup og sölu þannig að þið gerið bara eitthvað við mig ég redda þessu ég er á 45% bótum rúmur 100þ á mánuði haha verð fljótur að borga skattinn upp.“ Því áætlaði skattstjóri tekjur mannsins og lagði þær við skattstofn konunnar þar sem hún var tekjuhærri en maðurinn. Furðaði sig á fjármögnun útgjalda Í kvörtun konunnar til ríkisskattstjóra vegna álagningarinnar segir að hjónaband þeirra hafi verið orðið stirt árið 2017 og að þau hefðu ákveðið að skilja að borði og sæng í desember það ár. Þar segir að konan hafi ekki haft vitneskju um greiðslur til mannsins vegna Bitcoin-sölunnar en af gögnum málsins má sjá að þær greiðslur hafi fyrst borist um mitt 2016. Þá kemur þar fram að konan hafi verið burðarstólpi við fjármögnun heimilishalds þeirra hjóna og því hafi hann líklega hafið sölu Bitcoin eftir að samvistum þeirra lauk. „Hefði hann farið í ferðir erlendis og keypt sér bíl og hefði kærandi undrast hvernig hann fjármagnaði þau útgjöld,“ segir í mótmælabréfi konunnar. Með úrskurði ríkisskattstjóra um endurákvörðun var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar staðfest með vísan til þess að tekjur mannsins hafi verið vantaldar og að hjónin bæru enn óskipta ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda. Samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt bæri að leggja saman fjármagnstekjur hjóna og telja þær til tekna hjá því hjóna sem hefði hærri tekjur. Hafi ekki notið góðs af tekjunum Í kæru til yfirskattanefndar áréttaði konan að hún hafi ekki haft neina vitneskju um tekjur mannsins af sölu rafmynta og að þeim hafi verið haldið leyndum fyrir henni og hún því ekki notið góðs af þeim. Í úrskurði yfirskattanefndar segir að hjónin hafi enn verið sameiginlega ábyrg fyrir greiðslu opinberra gjalda fyrir gjaldárið 2016 þar sem þau skildu ekki fyrr en 2017. Var kröfu konunnar um niðurfellingu hækkunar skattstofns um tvær og hálfa milljón króna vegna framtalsársins 2017 því hafnað. Hins vegar taldi nefndin ríkisskattstjóra óheimilt að leggja tekjur hjónanna saman fyrir framtalsárið 2018 þar sem þau hefðu sannanlega slitið samvistum árið 2017. Var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar um tíu milljónir króna því ómerkt. Úrskurð yfirskattanefndar má lesa í heild sinni á vef nefndarinnar.
Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira