Mokgræddi á Bitcoin en fyrrverandi sat í súpunni Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2022 00:02 Rafmyntir á borð við Bitcoin munu líklega koma til með að velta upp mörgum álitamálum á sviði skataréttar. Getty Kona hefur fengið endurákvörðun ríkisskattstjóra um hækkun tekjuskattsstofns hennar um tíu milljónir króna fellda niður af yfirskattanefnd. Ríkisskattstjóri hafði hækkað skattstofn konunnar vegna vanframtalinna tekna fyrrverandi eiginmanns hennar af sölu á rafmyntinni Bitcoin. Um var að ræða tekjur mannsins vegna gjaldáranna 2016 og 2017. Þegar ríkisskattstjóri innti manninn svara um hagnað hans af sölu rafmynta hafði hann eftirfarandi að segja: „Ég man ekki einu sinni hvar ég finn upplýsingar um kaup og sölu þannig að þið gerið bara eitthvað við mig ég redda þessu ég er á 45% bótum rúmur 100þ á mánuði haha verð fljótur að borga skattinn upp.“ Því áætlaði skattstjóri tekjur mannsins og lagði þær við skattstofn konunnar þar sem hún var tekjuhærri en maðurinn. Furðaði sig á fjármögnun útgjalda Í kvörtun konunnar til ríkisskattstjóra vegna álagningarinnar segir að hjónaband þeirra hafi verið orðið stirt árið 2017 og að þau hefðu ákveðið að skilja að borði og sæng í desember það ár. Þar segir að konan hafi ekki haft vitneskju um greiðslur til mannsins vegna Bitcoin-sölunnar en af gögnum málsins má sjá að þær greiðslur hafi fyrst borist um mitt 2016. Þá kemur þar fram að konan hafi verið burðarstólpi við fjármögnun heimilishalds þeirra hjóna og því hafi hann líklega hafið sölu Bitcoin eftir að samvistum þeirra lauk. „Hefði hann farið í ferðir erlendis og keypt sér bíl og hefði kærandi undrast hvernig hann fjármagnaði þau útgjöld,“ segir í mótmælabréfi konunnar. Með úrskurði ríkisskattstjóra um endurákvörðun var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar staðfest með vísan til þess að tekjur mannsins hafi verið vantaldar og að hjónin bæru enn óskipta ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda. Samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt bæri að leggja saman fjármagnstekjur hjóna og telja þær til tekna hjá því hjóna sem hefði hærri tekjur. Hafi ekki notið góðs af tekjunum Í kæru til yfirskattanefndar áréttaði konan að hún hafi ekki haft neina vitneskju um tekjur mannsins af sölu rafmynta og að þeim hafi verið haldið leyndum fyrir henni og hún því ekki notið góðs af þeim. Í úrskurði yfirskattanefndar segir að hjónin hafi enn verið sameiginlega ábyrg fyrir greiðslu opinberra gjalda fyrir gjaldárið 2016 þar sem þau skildu ekki fyrr en 2017. Var kröfu konunnar um niðurfellingu hækkunar skattstofns um tvær og hálfa milljón króna vegna framtalsársins 2017 því hafnað. Hins vegar taldi nefndin ríkisskattstjóra óheimilt að leggja tekjur hjónanna saman fyrir framtalsárið 2018 þar sem þau hefðu sannanlega slitið samvistum árið 2017. Var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar um tíu milljónir króna því ómerkt. Úrskurð yfirskattanefndar má lesa í heild sinni á vef nefndarinnar. Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Um var að ræða tekjur mannsins vegna gjaldáranna 2016 og 2017. Þegar ríkisskattstjóri innti manninn svara um hagnað hans af sölu rafmynta hafði hann eftirfarandi að segja: „Ég man ekki einu sinni hvar ég finn upplýsingar um kaup og sölu þannig að þið gerið bara eitthvað við mig ég redda þessu ég er á 45% bótum rúmur 100þ á mánuði haha verð fljótur að borga skattinn upp.“ Því áætlaði skattstjóri tekjur mannsins og lagði þær við skattstofn konunnar þar sem hún var tekjuhærri en maðurinn. Furðaði sig á fjármögnun útgjalda Í kvörtun konunnar til ríkisskattstjóra vegna álagningarinnar segir að hjónaband þeirra hafi verið orðið stirt árið 2017 og að þau hefðu ákveðið að skilja að borði og sæng í desember það ár. Þar segir að konan hafi ekki haft vitneskju um greiðslur til mannsins vegna Bitcoin-sölunnar en af gögnum málsins má sjá að þær greiðslur hafi fyrst borist um mitt 2016. Þá kemur þar fram að konan hafi verið burðarstólpi við fjármögnun heimilishalds þeirra hjóna og því hafi hann líklega hafið sölu Bitcoin eftir að samvistum þeirra lauk. „Hefði hann farið í ferðir erlendis og keypt sér bíl og hefði kærandi undrast hvernig hann fjármagnaði þau útgjöld,“ segir í mótmælabréfi konunnar. Með úrskurði ríkisskattstjóra um endurákvörðun var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar staðfest með vísan til þess að tekjur mannsins hafi verið vantaldar og að hjónin bæru enn óskipta ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda. Samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt bæri að leggja saman fjármagnstekjur hjóna og telja þær til tekna hjá því hjóna sem hefði hærri tekjur. Hafi ekki notið góðs af tekjunum Í kæru til yfirskattanefndar áréttaði konan að hún hafi ekki haft neina vitneskju um tekjur mannsins af sölu rafmynta og að þeim hafi verið haldið leyndum fyrir henni og hún því ekki notið góðs af þeim. Í úrskurði yfirskattanefndar segir að hjónin hafi enn verið sameiginlega ábyrg fyrir greiðslu opinberra gjalda fyrir gjaldárið 2016 þar sem þau skildu ekki fyrr en 2017. Var kröfu konunnar um niðurfellingu hækkunar skattstofns um tvær og hálfa milljón króna vegna framtalsársins 2017 því hafnað. Hins vegar taldi nefndin ríkisskattstjóra óheimilt að leggja tekjur hjónanna saman fyrir framtalsárið 2018 þar sem þau hefðu sannanlega slitið samvistum árið 2017. Var ákvörðun um hækkun skattstofns konunnar um tíu milljónir króna því ómerkt. Úrskurð yfirskattanefndar má lesa í heild sinni á vef nefndarinnar.
Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira