Gæti farið fram á sanngirnisbætur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2022 18:45 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjá Rétti segir að stundum sé þrautalendingin að leita til stjórnvalda til að fá réttlætinu framgengt. Dagrún Jónsdóttir leitar nú að réttlæti í sínu máli. Vísir/Egill Nefnd um eftirlit með lögreglu segir ekki sitt verksvið að endurskoða rannsóknir sakamála. Nefndin hafi því aðeins úrskurðað að meint brot lögreglu í rannsókn á tveimur bændum sem kærðir voru fyrir nauðgun 1987, væru fyrnd. Lögmaður bendir á að stjórnvöld geti ákveðið sanngirnisbætur þegar allt annað þrýtur. Dagrún Jónsdóttir leitar nú réttætis í máli sínu en hún kærði 1987 tvo bændur fyrir ítrekaðar og grófar nauðganir gegn sér hún var 14 og 15 ára . Málinu var vísað frá vegna slælegrar rannsóknar lögreglu 1989. Dagrún sagði í Íslandi í dag í gær að hún hefði á síðasta ári vísað málinu til Nefndar um eftirlit með lögreglu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að meint brot lögreglu væru fyrnd og ekki ástæða til að aðhafast frekar. Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að neðan: Dagrún segir málið hafa markað allt sitt líf. Ég var náttúrulega algjörlega ónýt efir að þessu var vísað frá. Ég var að reyna að gera allt rétt kæra og segja frá og þeir bara sluppu þrátt fyrir augljósa sekt,“ segir hún. Nefndin hafi ekki vald til að endurskoða rannsóknir sakamála Fréttastofa leitaði eftir svörum frá Nefnd um eftirlit með lögreglu í dag, hér að neðan má sjá spurningar og svör. 1. Hefði nefndin getað úrskurðað, að þrátt fyrir að málið væri fyrnt, þá lægi fyrir að rannsóknin hafi verið illa gerð?Það fellur ekki undir valdsvið nefndarinnar að endurskoða eða fjalla um framkvæmd rannsóknar sakamála, beitingu rannsóknarúrræða eða um ákvarðanir handhafa ákæruvalds um það hvort rétt sé að gefa út ákæru í máli, segir í svari nefndarinnar 2. Stendur til að skoða málið aftur þ.e. eru komin fram einhver ný gögn í því?Ekki stendur til að skoða málið aftur að óbreyttu, segir í svari nefndarinnar. Væri hægt að leita til stjórnvalda Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjá Rétti segir að erfitt geti verið að ná fram réttlæti í málum sem þessum í réttarkerfinu en þó séu til leiðir. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjá Rétti segir að erfitt geti verið að ná fram réttlæti í málum sem þessum í réttarkerfinu en þó séu til leiðir.Vísir/Egill „Laganna leiðir eru takmarkaðar að því leiti að brot fyrnast,gagnvart grunuðu fólki og gagnvart mistökum í réttarkerfinu. Það er alveg ljóst að brot sem kærð eru árið 1987 eru fyrnd. Það sem hefur verið stundum gert í málum þar sem réttarkerfið veitir enga lausn er að stjórnmálin koma inn og setja lög. Það hafa til að mynda verið sett lög á Alþingi sem gera þolendum kleift að sækja um bætur. Við höfum t.d. séð þessar sanngirnisbætur varðandi vistheimilin og þess háttar. Þá er alltaf hægt að semja utan við lög hvort sem það er í formi einhvers konar yfirlýsingar eða bætur sem fólk er að sækjast eftir,“ segir Sigrún. Óboðlegt þá, óboðlegt nú Fram kom í umfjöllun í Íslandi í dag í gær að yfirheyrslur lögreglu í máli Dagrúnar árið 1987 voru óeðlilegar á margan hátt. Vísbendingum í yfirheyrslum var ekki fylgt eftir, kærður einstaklingur var spurður hvort 14 ára stúlkan hefði leitað á hann og svo framvegis. Sigrún segir að sem betur fer hafi rannsókn sakamála í þessum málaflokki breyst umtalsvert en ennþá sé þó hægt að gera miklar endurbætur. „Það er algjörlega óboðleg að lögreglumaður spyrji hinn grunaða í yfirheyrslum þarna hvort 14 ára stúlkan hafi leitað á hann. Slík spurning samræmist ekki lagaumhverfi sem við erum með í dag þar sem samræði fullorðins aðila með barni yngra en 15 ára er skilgreint sem nauðgun. En þessi spurning var heldur ekki í lagi fyrir 35 árum,“ segir Sigrún. „Við sjáum hins vegar því miður oft í málum sem þessum að algengt er að við yfirheyrslur kom fram spurningar sem eru alls ekki í lagi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða og breyta,“ segir Sigrún. Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir „Stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu“ Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður. 21. janúar 2022 13:30 Ítrekaðar nauðganir hafi drepið drauminn: Lögregla hafi algjörlega klúðrað málinu Dagrún Jónsdóttir sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu lögreglan rannsakaði málið illa á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði meint brot lögreglu í málinu fyrnd í desember. Hún segist hvergi nærri hætt að leita að réttlætinu. 20. janúar 2022 21:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Dagrún Jónsdóttir leitar nú réttætis í máli sínu en hún kærði 1987 tvo bændur fyrir ítrekaðar og grófar nauðganir gegn sér hún var 14 og 15 ára . Málinu var vísað frá vegna slælegrar rannsóknar lögreglu 1989. Dagrún sagði í Íslandi í dag í gær að hún hefði á síðasta ári vísað málinu til Nefndar um eftirlit með lögreglu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að meint brot lögreglu væru fyrnd og ekki ástæða til að aðhafast frekar. Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að neðan: Dagrún segir málið hafa markað allt sitt líf. Ég var náttúrulega algjörlega ónýt efir að þessu var vísað frá. Ég var að reyna að gera allt rétt kæra og segja frá og þeir bara sluppu þrátt fyrir augljósa sekt,“ segir hún. Nefndin hafi ekki vald til að endurskoða rannsóknir sakamála Fréttastofa leitaði eftir svörum frá Nefnd um eftirlit með lögreglu í dag, hér að neðan má sjá spurningar og svör. 1. Hefði nefndin getað úrskurðað, að þrátt fyrir að málið væri fyrnt, þá lægi fyrir að rannsóknin hafi verið illa gerð?Það fellur ekki undir valdsvið nefndarinnar að endurskoða eða fjalla um framkvæmd rannsóknar sakamála, beitingu rannsóknarúrræða eða um ákvarðanir handhafa ákæruvalds um það hvort rétt sé að gefa út ákæru í máli, segir í svari nefndarinnar 2. Stendur til að skoða málið aftur þ.e. eru komin fram einhver ný gögn í því?Ekki stendur til að skoða málið aftur að óbreyttu, segir í svari nefndarinnar. Væri hægt að leita til stjórnvalda Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjá Rétti segir að erfitt geti verið að ná fram réttlæti í málum sem þessum í réttarkerfinu en þó séu til leiðir. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjá Rétti segir að erfitt geti verið að ná fram réttlæti í málum sem þessum í réttarkerfinu en þó séu til leiðir.Vísir/Egill „Laganna leiðir eru takmarkaðar að því leiti að brot fyrnast,gagnvart grunuðu fólki og gagnvart mistökum í réttarkerfinu. Það er alveg ljóst að brot sem kærð eru árið 1987 eru fyrnd. Það sem hefur verið stundum gert í málum þar sem réttarkerfið veitir enga lausn er að stjórnmálin koma inn og setja lög. Það hafa til að mynda verið sett lög á Alþingi sem gera þolendum kleift að sækja um bætur. Við höfum t.d. séð þessar sanngirnisbætur varðandi vistheimilin og þess háttar. Þá er alltaf hægt að semja utan við lög hvort sem það er í formi einhvers konar yfirlýsingar eða bætur sem fólk er að sækjast eftir,“ segir Sigrún. Óboðlegt þá, óboðlegt nú Fram kom í umfjöllun í Íslandi í dag í gær að yfirheyrslur lögreglu í máli Dagrúnar árið 1987 voru óeðlilegar á margan hátt. Vísbendingum í yfirheyrslum var ekki fylgt eftir, kærður einstaklingur var spurður hvort 14 ára stúlkan hefði leitað á hann og svo framvegis. Sigrún segir að sem betur fer hafi rannsókn sakamála í þessum málaflokki breyst umtalsvert en ennþá sé þó hægt að gera miklar endurbætur. „Það er algjörlega óboðleg að lögreglumaður spyrji hinn grunaða í yfirheyrslum þarna hvort 14 ára stúlkan hafi leitað á hann. Slík spurning samræmist ekki lagaumhverfi sem við erum með í dag þar sem samræði fullorðins aðila með barni yngra en 15 ára er skilgreint sem nauðgun. En þessi spurning var heldur ekki í lagi fyrir 35 árum,“ segir Sigrún. „Við sjáum hins vegar því miður oft í málum sem þessum að algengt er að við yfirheyrslur kom fram spurningar sem eru alls ekki í lagi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða og breyta,“ segir Sigrún.
1. Hefði nefndin getað úrskurðað, að þrátt fyrir að málið væri fyrnt, þá lægi fyrir að rannsóknin hafi verið illa gerð?Það fellur ekki undir valdsvið nefndarinnar að endurskoða eða fjalla um framkvæmd rannsóknar sakamála, beitingu rannsóknarúrræða eða um ákvarðanir handhafa ákæruvalds um það hvort rétt sé að gefa út ákæru í máli, segir í svari nefndarinnar 2. Stendur til að skoða málið aftur þ.e. eru komin fram einhver ný gögn í því?Ekki stendur til að skoða málið aftur að óbreyttu, segir í svari nefndarinnar.
Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir „Stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu“ Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður. 21. janúar 2022 13:30 Ítrekaðar nauðganir hafi drepið drauminn: Lögregla hafi algjörlega klúðrað málinu Dagrún Jónsdóttir sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu lögreglan rannsakaði málið illa á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði meint brot lögreglu í málinu fyrnd í desember. Hún segist hvergi nærri hætt að leita að réttlætinu. 20. janúar 2022 21:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
„Stundum eina réttlætið að segja opinberlega frá kynferðisofbeldinu“ Talskona Stígamóta segir sláandi að sjá umfjöllun um konu sem kærði tvo menn fyrir nauðgun árið 1987. Allt kerfið hafi greinilega algjörlega brugðist á þessum tíma. Það sorglega sé hins vegar að kerfið taki ennþá illa á svona málum og flest séu felld niður. 21. janúar 2022 13:30
Ítrekaðar nauðganir hafi drepið drauminn: Lögregla hafi algjörlega klúðrað málinu Dagrún Jónsdóttir sem kærði tvo bændur fyrir ítrekaðar nauðganir þegar hún var táningur segir skelfilegt að sjá hversu lögreglan rannsakaði málið illa á sínum tíma. Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á grundvelli þess að rannsóknin dygði ekki til sakfellingar. Eftirlitsnefnd úrskurðaði meint brot lögreglu í málinu fyrnd í desember. Hún segist hvergi nærri hætt að leita að réttlætinu. 20. janúar 2022 21:00