Ætlar sér fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2022 15:25 Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir mynduðu meirihluta í Fjarðabyggð í síðustu kosningum. Ragnar er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu. Aðsend Ragnar Sigurðsson, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, gefur kost á sér í 1.sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í prófkjöri flokksins þann 26. febrúar næstkomandi. Ragnar er 40 ára lögfræðingur með meistaragráðu í forystu og stjórnun. Hann er uppalinn Hafnfirðingur, flutti síðan til Akureyrar árið 2006 og fór í Háskólann á Akureyri og svo loks austur á Reyðarfjörð árið 2010. Þar er hann búsettur ásamt konunni sinni, Þórunni Hyrnu Víkingsdóttur og þremur börnum þeirra; Bergþór Flóka, Steingrím Þorra og Sigríði Iðu. Ragnar er framkvæmdastjóri hjá RAUST ehf, en áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar. Þá var hann til þriggja ára skeið ritstjóri Austurgluggans. Ragnar hefur verið virkur í starfi flokksins um langa tíð. Fyrst í stjórn og sem formaður Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, á árunum 1998 – 2002. Hann var formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri 2007 – 2009 og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi frá 2011- 2015.Hann hefur setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2018, og í stjórn atvinnuveganefndar flokksins frá 2019. Hann hefur verið virkur í bæjarmálum Fjarðabyggðar á undanförnum árum og verið aðalmaður í bæjarstjórn frá 2019 og einnig setið í bæjarráði frá 2020. Ragnar leggur áherslu á ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins þannig að því sé gert kleift að byggja upp til framtíðar án frekari skuldsetningar. Hann er talsmaður bættra samgangna þar sem höfuðáhersla hans er á uppbyggingu Suðurfjarðarvegar sem forgangsframkvæmd í samgöngumálum fjórðungsins. Ragnar segir mikilvægt að halda áfram að stuðla að frekari uppbyggingu atvinnulífsins sem er forsenda áframhaldandi fjölgunar íbúa og bættrar þjónustu. Mikilvægt er að lækka álögur á lítil og meðalstór fyrirtæki og gera þeim kleift að vaxa enn frekar samhliða kröftugri uppbyggingu atvinnulífs í Fjarðabyggð. Þá skipti miklu að auka samvinnu innan samfélagsins í Fjarðabyggð á vettvangi atvinnulífsins, menningarmála, æskulýðsstarfs og íþróttamála. „Þá eru málefni eldri borgara Ragnari hugleikin en þörf er á fjölbreyttari úrræðum fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð, bæði búsetukosti og úrræða á borð við dagþjónustu eldri borgara,“ segir Ragnar. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Ragnar er 40 ára lögfræðingur með meistaragráðu í forystu og stjórnun. Hann er uppalinn Hafnfirðingur, flutti síðan til Akureyrar árið 2006 og fór í Háskólann á Akureyri og svo loks austur á Reyðarfjörð árið 2010. Þar er hann búsettur ásamt konunni sinni, Þórunni Hyrnu Víkingsdóttur og þremur börnum þeirra; Bergþór Flóka, Steingrím Þorra og Sigríði Iðu. Ragnar er framkvæmdastjóri hjá RAUST ehf, en áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar. Þá var hann til þriggja ára skeið ritstjóri Austurgluggans. Ragnar hefur verið virkur í starfi flokksins um langa tíð. Fyrst í stjórn og sem formaður Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, á árunum 1998 – 2002. Hann var formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri 2007 – 2009 og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi frá 2011- 2015.Hann hefur setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2018, og í stjórn atvinnuveganefndar flokksins frá 2019. Hann hefur verið virkur í bæjarmálum Fjarðabyggðar á undanförnum árum og verið aðalmaður í bæjarstjórn frá 2019 og einnig setið í bæjarráði frá 2020. Ragnar leggur áherslu á ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins þannig að því sé gert kleift að byggja upp til framtíðar án frekari skuldsetningar. Hann er talsmaður bættra samgangna þar sem höfuðáhersla hans er á uppbyggingu Suðurfjarðarvegar sem forgangsframkvæmd í samgöngumálum fjórðungsins. Ragnar segir mikilvægt að halda áfram að stuðla að frekari uppbyggingu atvinnulífsins sem er forsenda áframhaldandi fjölgunar íbúa og bættrar þjónustu. Mikilvægt er að lækka álögur á lítil og meðalstór fyrirtæki og gera þeim kleift að vaxa enn frekar samhliða kröftugri uppbyggingu atvinnulífs í Fjarðabyggð. Þá skipti miklu að auka samvinnu innan samfélagsins í Fjarðabyggð á vettvangi atvinnulífsins, menningarmála, æskulýðsstarfs og íþróttamála. „Þá eru málefni eldri borgara Ragnari hugleikin en þörf er á fjölbreyttari úrræðum fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð, bæði búsetukosti og úrræða á borð við dagþjónustu eldri borgara,“ segir Ragnar.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira