Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólusetningasvindlara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2022 10:36 Ragnheiður segist telja að það sé erfiðara að reyna að svindla sér í gegn núna, þegar bólusetningarnar fara fram í minna rými. Vísir/Vilhelm Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, en það gerist reglulega að orðrómur fer á kreik á samfélagsmiðlum og víðar um fólk sem reynir að svindla sér í gegnum bólusetningu, án þess að fá bóluefnið. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að fá bólusetninguna skrásetta, sem er meðal annars forsenda þess að fólk geti ferðast erlendis og komist inn á ýmsa fjölfarna staði. Fréttastofa ræddi við Ragnheiði í nóvember en þá hafði verið farið yfir verkferla til að reyna að tryggja að fólk kæmist ekki í gegn án þess að vera sprautað. „Þetta á ekki að geta gerst en ef brotaviljinn er einbeittur þá er það hægt,“ sagði Ragnheiður þá og endurtekur nú. Fylgst er með óvenjulegum ferðum fólks um svæðið þar sem bólusetningarnar fara fram og reynt að tryggja að enginn fari út án þess að hafa þegið bólusetningu. Í nokkrum tilvikum hefur, líkt og fyrr segir, þurft að hlaupa einstaklinga uppi sem hafa stungið af. Ragnheiður segir að fólk sé að sjálfsögðu ekki neytt til að gangast undir bólusetningu en það sé krafið um persónuupplýsingar svo hægt sé að bakfæra skráninguna. Um 50.000 á höfuðborgarsvæðinu eiga örvun eftir „Nú erum við bara að halda áfram á fullu með örvunarskammtana,“ segir Ragnheiður spurð að því hvað standi fyrir dyrum í dag og í næstu viku. „Svo erum við að taka saman hvað er eftir hjá okkur og okkur sýnist að það séu svona 8.000 manns sem hafa bara fengið einn skammt af Janssen. Þetta er hópur sem okkur langar mikið að fá til okkar,“ segir hún. Ragnheiður segir að líklega sé þó ólíklegt að allur hópurinn muni skila sér í bólusetningu, þar sem í honum séu margir sem eru ekki með íslenska kennitölu og mögulega farnir úr landi. Nú séu flestir þeir sem þáðu viðbótarskammt við Janssen í ágúst hins vegar komnir á tíma með að fá örvunarskammt og þeir séu velkomnir í dag og í næstu viku. Heilsugæslunni reiknast til að um 50.000 manns á höfuðborgarsvæðinu eigi enn eftir að fá örvunarskammt. Allir þeir sem telja sig vera komnir á tíma, það er að segja fengu seinni skammtinn fyrir að minnsta kosti fjórum mánuðum, geta mætt í Laugardalshöll og dugir að framvísa kennitölu eða gömlu strikamerki. Bólusetningar barna hefjast á ný í lok mánaðarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, en það gerist reglulega að orðrómur fer á kreik á samfélagsmiðlum og víðar um fólk sem reynir að svindla sér í gegnum bólusetningu, án þess að fá bóluefnið. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að fá bólusetninguna skrásetta, sem er meðal annars forsenda þess að fólk geti ferðast erlendis og komist inn á ýmsa fjölfarna staði. Fréttastofa ræddi við Ragnheiði í nóvember en þá hafði verið farið yfir verkferla til að reyna að tryggja að fólk kæmist ekki í gegn án þess að vera sprautað. „Þetta á ekki að geta gerst en ef brotaviljinn er einbeittur þá er það hægt,“ sagði Ragnheiður þá og endurtekur nú. Fylgst er með óvenjulegum ferðum fólks um svæðið þar sem bólusetningarnar fara fram og reynt að tryggja að enginn fari út án þess að hafa þegið bólusetningu. Í nokkrum tilvikum hefur, líkt og fyrr segir, þurft að hlaupa einstaklinga uppi sem hafa stungið af. Ragnheiður segir að fólk sé að sjálfsögðu ekki neytt til að gangast undir bólusetningu en það sé krafið um persónuupplýsingar svo hægt sé að bakfæra skráninguna. Um 50.000 á höfuðborgarsvæðinu eiga örvun eftir „Nú erum við bara að halda áfram á fullu með örvunarskammtana,“ segir Ragnheiður spurð að því hvað standi fyrir dyrum í dag og í næstu viku. „Svo erum við að taka saman hvað er eftir hjá okkur og okkur sýnist að það séu svona 8.000 manns sem hafa bara fengið einn skammt af Janssen. Þetta er hópur sem okkur langar mikið að fá til okkar,“ segir hún. Ragnheiður segir að líklega sé þó ólíklegt að allur hópurinn muni skila sér í bólusetningu, þar sem í honum séu margir sem eru ekki með íslenska kennitölu og mögulega farnir úr landi. Nú séu flestir þeir sem þáðu viðbótarskammt við Janssen í ágúst hins vegar komnir á tíma með að fá örvunarskammt og þeir séu velkomnir í dag og í næstu viku. Heilsugæslunni reiknast til að um 50.000 manns á höfuðborgarsvæðinu eigi enn eftir að fá örvunarskammt. Allir þeir sem telja sig vera komnir á tíma, það er að segja fengu seinni skammtinn fyrir að minnsta kosti fjórum mánuðum, geta mætt í Laugardalshöll og dugir að framvísa kennitölu eða gömlu strikamerki. Bólusetningar barna hefjast á ný í lok mánaðarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira