Elvar: Alls konar tilfinningar í allan dag Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 22:16 Elvar Ásgeirsson komst vel frá sínu í sínum fyrsta A-landsleik, gegn sjálfum heimsmeisturum Danmerkur. Getty/Sanjin Strukic Elvar Ásgeirsson fékk heldur betur eldskírn í dag þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í handbolta, gegn sjálfum heimsmeisturum Danmerkur á EM, og komst vel frá sínu. „Þetta var geggjað, þó að þetta hafi verið tapleikur. Það var geggjuð upplifun fyrir mig að fara í búninginn í fyrsta skiptið og spila leik með strákunum. Auðvitað er maður drullufúll að hafa ekki getað landað sigri eða náð í stig, þannig að þetta er góð tilfinning en líka hundfúlt,“ sagði Elvar við Vísi í Búdapest í kvöld. Klippa: Elvar eftir fyrsta landsleikinn Hann fann fyrir mun meira stressi fyrr í dag en þegar leikurinn hófst: „Það eru búnar að vera alls konar tilfinningar í allan dag náttúrulega. En síðan þegar líður nær leik, maður er kominn inn í höllina og farinn að hita upp, þá finnur maður að maður er búinn að spila fullt af leikjum. Þó að það hafi ekki verið landsleikir þá finnur maður að maður hefur gert þetta áður. En í dag þá leið mér ekki vel, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Elvar, sem skoraði þrjú mörk og leið ansi vel eftir fyrsta markið: „Það var gæsahúð á leiðinni til baka í vörnina, það er alveg klárt. Það var mjög gott.“ Fór hratt úr því hlutverki að eiga að hjálpa til á æfingum Elvar kom óvænt inn í liðið eftir að sex leikmenn Íslands smituðust af kórónuveirunni á síðasta sólarhring. „Þetta er auðvitað þungt högg fyrir liðið. Þetta eru allt lykilmenn sem hafa verið að detta út. Hlutverkið mitt fór fljótt úr því að vera að hjálpa til á æfingum og vera til taks þar, í að draga bara vagninn sem byrjunarliðsmaður. Þetta eru svakalegar sviptingar á svakalega stuttum tíma. En við töluðum um það í undirbúningnum að þetta yrði ekki eitthvað sem við myndum láta trufla okkur. Við ætluðum bara að keyra á þetta og vinna leikinn. Því miður mistókst það,“ sagði Elvar. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið. 20. janúar 2022 21:23 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
„Þetta var geggjað, þó að þetta hafi verið tapleikur. Það var geggjuð upplifun fyrir mig að fara í búninginn í fyrsta skiptið og spila leik með strákunum. Auðvitað er maður drullufúll að hafa ekki getað landað sigri eða náð í stig, þannig að þetta er góð tilfinning en líka hundfúlt,“ sagði Elvar við Vísi í Búdapest í kvöld. Klippa: Elvar eftir fyrsta landsleikinn Hann fann fyrir mun meira stressi fyrr í dag en þegar leikurinn hófst: „Það eru búnar að vera alls konar tilfinningar í allan dag náttúrulega. En síðan þegar líður nær leik, maður er kominn inn í höllina og farinn að hita upp, þá finnur maður að maður er búinn að spila fullt af leikjum. Þó að það hafi ekki verið landsleikir þá finnur maður að maður hefur gert þetta áður. En í dag þá leið mér ekki vel, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Elvar, sem skoraði þrjú mörk og leið ansi vel eftir fyrsta markið: „Það var gæsahúð á leiðinni til baka í vörnina, það er alveg klárt. Það var mjög gott.“ Fór hratt úr því hlutverki að eiga að hjálpa til á æfingum Elvar kom óvænt inn í liðið eftir að sex leikmenn Íslands smituðust af kórónuveirunni á síðasta sólarhring. „Þetta er auðvitað þungt högg fyrir liðið. Þetta eru allt lykilmenn sem hafa verið að detta út. Hlutverkið mitt fór fljótt úr því að vera að hjálpa til á æfingum og vera til taks þar, í að draga bara vagninn sem byrjunarliðsmaður. Þetta eru svakalegar sviptingar á svakalega stuttum tíma. En við töluðum um það í undirbúningnum að þetta yrði ekki eitthvað sem við myndum láta trufla okkur. Við ætluðum bara að keyra á þetta og vinna leikinn. Því miður mistókst það,“ sagði Elvar.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið. 20. janúar 2022 21:23 Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00
Tölfræðin á móti Danmörku: Sex opnuðu markareikning sinn á þessu Evrópumóti Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason fóru fyrri sóknarleik íslenska liðsins en fullt af nýjum andlitum stimpluðu sig inn í mótið. 20. janúar 2022 21:23