Innlent

Tón­listar­kennarar sam­þykktu nýjan kjara­samning

Atli Ísleifsson skrifar
Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta.
Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta. Getty

Nýr kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Á vef Kennarasambandsins segir tónlistarskólakennarar hafi samþykkt hinn nýja samning með miklum meirihluta atkvæða, en kjörsóknin var 54 prósent.

Skrifað var undir kjarasamning FT og Sambands íslenskra sveitarfélaga 11. janúar síðastliðinn.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi

  • Já sögðu 190 eða 72,52%
  • Nei sögðu 56 eða 21,37%
  • Auðir 16 eða 6,11%
  • Á kjörskrá voru 481
  • Atkvæði greiddu 262 eða 54.47%

Atkvæðagreiðslan hófst mánudaginn 17. janúar og lauk klukkan 14 í dag, fimmtudaginn 20. janúar.

Gildistími hins nýja kjarasamnings er 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×