Harder sökkti West Ham og María lék allan leikinn er Man Utd komst í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:30 Manchester United vann 1-0 útisigur á Arsenal og er komið í undanúrslit. Twitter/@ManUtdWomen Átta liða úrslit deildarbikars kvenna í knattspyrnu á Englandi fóru fram í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir lék sjötíu mínútur er West Ham United tapaði 4-2 á heimavelli gegn Englandsmeisturum Chelsea. Dagný var í byrjunarliði West Ham sem átti við ofurefli að etja í kvöld. Pernille Harder kom Chelsea yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Katerina Svitkova jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan jöfn 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Í þeim síðari tóku Englands-, bikar- og deildarbikarmeistarar Chelsea öll völd á vellinum. Erin Cuthbert kom gestunum í 2-1 áður en Harder bætti við tveimur mörkum og fullkomnaði þar með þrennu sína. Þetta var hennar 50. leikur fyrir félagið og hún fagnaði því með stæl. Winning Wednesdays! #CFCW pic.twitter.com/QJtixMuGGG— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 19, 2022 Staðan var því orðin 4-1 gestunum í vil þegar hin unga Halle Houssein minnkaði muninn undir lok leiks fyrir West Ham. Lokatölur 4-2 og Chelsea getur enn varið titil sinn. Dagný var tekin af velli þegar 20 mínútur lifðu leiks. Manchester United gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 útisigur á Arsenal í kvöld. Markið kom undir lok leiks það gerði Alessia Russo eftir undirbúning Katie Zelem. María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnar Man United. Five wins on the spin for Marc Skinner s Reds #MUWomen pic.twitter.com/VTBJYk6Isj— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 19, 2022 Þá vann Manchester City 3-1 sigur á Bristol City og Tottenham Hotspur vann Liverpool 1-0. Það verða því fjögur stórlið í undanúrslitum keppninnar; Chelsea, Tottenham og Manchester-liðin tvö. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Dagný var í byrjunarliði West Ham sem átti við ofurefli að etja í kvöld. Pernille Harder kom Chelsea yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Katerina Svitkova jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan jöfn 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Í þeim síðari tóku Englands-, bikar- og deildarbikarmeistarar Chelsea öll völd á vellinum. Erin Cuthbert kom gestunum í 2-1 áður en Harder bætti við tveimur mörkum og fullkomnaði þar með þrennu sína. Þetta var hennar 50. leikur fyrir félagið og hún fagnaði því með stæl. Winning Wednesdays! #CFCW pic.twitter.com/QJtixMuGGG— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 19, 2022 Staðan var því orðin 4-1 gestunum í vil þegar hin unga Halle Houssein minnkaði muninn undir lok leiks fyrir West Ham. Lokatölur 4-2 og Chelsea getur enn varið titil sinn. Dagný var tekin af velli þegar 20 mínútur lifðu leiks. Manchester United gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 útisigur á Arsenal í kvöld. Markið kom undir lok leiks það gerði Alessia Russo eftir undirbúning Katie Zelem. María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnar Man United. Five wins on the spin for Marc Skinner s Reds #MUWomen pic.twitter.com/VTBJYk6Isj— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 19, 2022 Þá vann Manchester City 3-1 sigur á Bristol City og Tottenham Hotspur vann Liverpool 1-0. Það verða því fjögur stórlið í undanúrslitum keppninnar; Chelsea, Tottenham og Manchester-liðin tvö.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira