Um raforkusölu til neytenda Hinrik Örn Bjarnason skrifar 19. janúar 2022 17:31 N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. Fyrir komu N1 Rafmagns (þá Íslensk Orkumiðlun) á markað var lítil sem engin samkeppni á raforkumarkaði og stjórnuðu raforkusalar í eigu ríkis og borgar verði rafmagns. N1 Rafmagn sá tækifæri í því, hóf að bjóða lægsta raforkuverð sem völ var á og af þeim sökum verið valið raforkusali til þrautavara í þeim tilfellum þar sem fólk velur ekki raforkusala sjálft. Áskoranir fylgja því að verða þeim úti um orku sem til fyrirtækisins koma eftir þessari leið. Stuttu eftir að N1 Rafmagn var valinn söluaðili til þrautavara frá 1. júní 2020 kom í ljós að erfitt var að gera ráð fyrir viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja sem komu í gegnum þrautavaraleið við innkaup. Fjöldi viðskiptavina er óþekkt stærð á hverjum tíma fyrir sig. Leiddi það til þess að N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum. Við bætist svo að viðskiptavinum sem til N1 Rafmagns koma í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda fylgja engar upplýsingar aðrar en kennitala og heimilisfang. Því er ekki hægt að benda þeim á að skrái þeir sig í bein viðskipti til N1 Rafmagns, fáist uppgefið raforkuverð samkvæmt gjaldskrá. Persónuverndarlög gera slík samskipti óheimil og þar með eru hendur N1 Rafmagns bundnar. Hafi þessir viðskiptavinir samband er þeim ávallt bent á að uppsett verð fáist ef þeir skrá sig sjálfir í viðskipti. Þá er betur hægt að gera ráð fyrir þeim í innkaupum sem á endanum eru hagstæðari. N1 setur sig ekki á móti því að þetta fyrirkomulag söluaðila til þrautavara verði tekið til endurskoðunar af hálfu Orkustofnunar, enda ætti það að vera markmiðið að orkusali geti gert ráð fyrir þessum viðskiptavinum í langtímainnkaupum sínum á orku. Styðjum við hverjar þær aðgerðir sem ýtt geta undir að fólk velji sér orkusala sjálft og njóti þannig þeirra kjara sem það sjálft kýs. En um leið verður ekki séð að hægt sé að skylda sölufyrirtæki raforku til þess að selja raforku með tapi. Í því efni eru keppinautar fyrirtækisins okkur líklega sammála. Varðandi samkeppni á raforkumarkaði má benda á samanburð milli þeirra fyrirtækja sem bjóða lægsta og hæsta verð á raforku en þær upplýsingar eru ávallt aðgengilegar á svæði Aurbjargar. Þar sést að sá raforkusali sem er hæstur verðleggur sína kílóvattstund 37% hærra en sá lægsti. Með grófum útreikningum má sjá að eigandi heimilis getur sparað sér útgjöld sem nema fjórum mánuðum af raforkuverði með því að skrá sig hjá þeim sem best býður. Lifi samkeppnin. Höfundur er framkvæmdastjóri N1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Neytendur Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. Fyrir komu N1 Rafmagns (þá Íslensk Orkumiðlun) á markað var lítil sem engin samkeppni á raforkumarkaði og stjórnuðu raforkusalar í eigu ríkis og borgar verði rafmagns. N1 Rafmagn sá tækifæri í því, hóf að bjóða lægsta raforkuverð sem völ var á og af þeim sökum verið valið raforkusali til þrautavara í þeim tilfellum þar sem fólk velur ekki raforkusala sjálft. Áskoranir fylgja því að verða þeim úti um orku sem til fyrirtækisins koma eftir þessari leið. Stuttu eftir að N1 Rafmagn var valinn söluaðili til þrautavara frá 1. júní 2020 kom í ljós að erfitt var að gera ráð fyrir viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja sem komu í gegnum þrautavaraleið við innkaup. Fjöldi viðskiptavina er óþekkt stærð á hverjum tíma fyrir sig. Leiddi það til þess að N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum. Við bætist svo að viðskiptavinum sem til N1 Rafmagns koma í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda fylgja engar upplýsingar aðrar en kennitala og heimilisfang. Því er ekki hægt að benda þeim á að skrái þeir sig í bein viðskipti til N1 Rafmagns, fáist uppgefið raforkuverð samkvæmt gjaldskrá. Persónuverndarlög gera slík samskipti óheimil og þar með eru hendur N1 Rafmagns bundnar. Hafi þessir viðskiptavinir samband er þeim ávallt bent á að uppsett verð fáist ef þeir skrá sig sjálfir í viðskipti. Þá er betur hægt að gera ráð fyrir þeim í innkaupum sem á endanum eru hagstæðari. N1 setur sig ekki á móti því að þetta fyrirkomulag söluaðila til þrautavara verði tekið til endurskoðunar af hálfu Orkustofnunar, enda ætti það að vera markmiðið að orkusali geti gert ráð fyrir þessum viðskiptavinum í langtímainnkaupum sínum á orku. Styðjum við hverjar þær aðgerðir sem ýtt geta undir að fólk velji sér orkusala sjálft og njóti þannig þeirra kjara sem það sjálft kýs. En um leið verður ekki séð að hægt sé að skylda sölufyrirtæki raforku til þess að selja raforku með tapi. Í því efni eru keppinautar fyrirtækisins okkur líklega sammála. Varðandi samkeppni á raforkumarkaði má benda á samanburð milli þeirra fyrirtækja sem bjóða lægsta og hæsta verð á raforku en þær upplýsingar eru ávallt aðgengilegar á svæði Aurbjargar. Þar sést að sá raforkusali sem er hæstur verðleggur sína kílóvattstund 37% hærra en sá lægsti. Með grófum útreikningum má sjá að eigandi heimilis getur sparað sér útgjöld sem nema fjórum mánuðum af raforkuverði með því að skrá sig hjá þeim sem best býður. Lifi samkeppnin. Höfundur er framkvæmdastjóri N1.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun