Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2022 14:01 Danir réðu ekkert við Aron Pálmarsson á EM fyrir tveimur árum, þegar Ísland vann heimsmeistarana í Malmö. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. Danmörk og Ísland mætast í Búdapest klukkan 19:30 annað kvöld. Bæði lið unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, þó að heimsmeistararnir hafi reyndar unnið sína leiki af mun meira öryggi eða aldrei með minna en níu marka mun. Ísland tryggði sig áfram með 31-30 sigri gegn Ungverjalandi í gær og Jensen telur að þær tölur hljóti að vekja upp slæmar minningar hjá dönsku þjóðinni. Aron reyndist dönsku vörninni plága Danmörk tapaði nefnilega einmitt 31-30 gegn Íslandi þegar liðin mættust í fullri höll af Dönum, í Malmö fyrir tveimur árum. Það var fyrsti leikur EM 2020 og Danir, sem urðu heimsmeistarar 2019 og 2021, urðu á endanum að sætta sig við að falla úr keppni þrátt fyrir að eina tap þeirra væri þetta tap gegn Íslandi. „Þetta gerðist eftir dramatík, þar sem Niklas Landin fékk rautt spjald, og sigurinn gat fallið hvoru megin sem var, en Íslendingarnir spiluðu yfir getu. Aron Pálmarsson var sérstaklega mikil plága fyrir dönsku vörnina,“ rifjaði Jensen upp en Aron skoraði tíu mörk í leiknum. „Gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn“ Hann virðist telja að lið Guðmundar Guðmundssonar gíri sig sérstaklega upp í leiki gegn Danmörku. Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn, í Ríó 2016, en skildi svo við liðið eftir heldur ljótar sögur af því að íþróttastjórinn Ulrik Wilbek hefði plottað með leikmönnum danska liðsins að bola Guðmundi í burtu á leikunum. „Það gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn. Það kviknar neisti í augum þeirra. Vonandi hafa dönsku leikmennirnir lært þetta. Ég lít á Ísland sem verðugan mótherja en breiddin í danska liðinu er mikið meiri,“ skrifar Jensen og bætir við að Danir hafi getað sparað kraftana og dreift álagi á meðan að Aron og Ómar Ingi Magnússon, lykilmenn Íslands, hafi virkað þreyttir undir lok leiks gegn Ungverjalandi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira
Danmörk og Ísland mætast í Búdapest klukkan 19:30 annað kvöld. Bæði lið unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, þó að heimsmeistararnir hafi reyndar unnið sína leiki af mun meira öryggi eða aldrei með minna en níu marka mun. Ísland tryggði sig áfram með 31-30 sigri gegn Ungverjalandi í gær og Jensen telur að þær tölur hljóti að vekja upp slæmar minningar hjá dönsku þjóðinni. Aron reyndist dönsku vörninni plága Danmörk tapaði nefnilega einmitt 31-30 gegn Íslandi þegar liðin mættust í fullri höll af Dönum, í Malmö fyrir tveimur árum. Það var fyrsti leikur EM 2020 og Danir, sem urðu heimsmeistarar 2019 og 2021, urðu á endanum að sætta sig við að falla úr keppni þrátt fyrir að eina tap þeirra væri þetta tap gegn Íslandi. „Þetta gerðist eftir dramatík, þar sem Niklas Landin fékk rautt spjald, og sigurinn gat fallið hvoru megin sem var, en Íslendingarnir spiluðu yfir getu. Aron Pálmarsson var sérstaklega mikil plága fyrir dönsku vörnina,“ rifjaði Jensen upp en Aron skoraði tíu mörk í leiknum. „Gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn“ Hann virðist telja að lið Guðmundar Guðmundssonar gíri sig sérstaklega upp í leiki gegn Danmörku. Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn, í Ríó 2016, en skildi svo við liðið eftir heldur ljótar sögur af því að íþróttastjórinn Ulrik Wilbek hefði plottað með leikmönnum danska liðsins að bola Guðmundi í burtu á leikunum. „Það gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn. Það kviknar neisti í augum þeirra. Vonandi hafa dönsku leikmennirnir lært þetta. Ég lít á Ísland sem verðugan mótherja en breiddin í danska liðinu er mikið meiri,“ skrifar Jensen og bætir við að Danir hafi getað sparað kraftana og dreift álagi á meðan að Aron og Ómar Ingi Magnússon, lykilmenn Íslands, hafi virkað þreyttir undir lok leiks gegn Ungverjalandi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira