Alfreð Gísla um öll smitin: Þetta er búið að vera mjög skrautlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 09:00 Alfreð Gíslason á bekknum hjá þýska landsliðinu. Þar gengur oft mikið á. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, þurfti að vera með stórt leikmanna útkall í miðri riðlakeppni EM eftir að fjöldi leikmanna hans höfðu smitast af kórónuveirunni. Þrátt fyrir það tókst þýska liðinu að spila frábæran leik og vinna stóran sigur á Pólverjum. Fréttir bárust í vikunni af miklu hópsmiti hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína og var komið áfram en síðasti leikurinn var úrslitaleikur um það hvort Þýskaland eða Pólland færu með stig með sér í milliriðilinn. Búinn að missa níu leikmenn „Þetta er búið að vera hrikalegt hjá okkur og við erum búnir að missa níu leikmenn út úr átján manna hópnum. Við fengum fimm nýja frá Þýskalandi í gær þannig að þetta er búið að vera mjög skrautlegt,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali á Rás 2 í morgun. Alfreð var samt ekki á því að það hafi verið staðið illa af sóttvarnarráðstöfunum í Slóvakíu þar sem þýska liðið spilaði sinn riðil. Það hafi verið meira vandamál í Ungverjalandi og hann gat ekki kvartað yfir því. „Við vorum allir saman í einangrun frá 5. janúar og það var búið að passa mjög vel upp á þetta. Síðan erum við í Bratislava í Slóvakíu og þetta hefur verið gert mjög vel hérna,“ sagði Alfreð. Það stóð tæpt að fá niðurstöðu úr kórónuveiruprófum nýju leikmannanna þegar þeir komu til Slóvakíu fyrir Póllandsleikinn í gær. Einn af þeim nýju var líka smitaður „Einn af þeim sem áttu að komu var síðan jákvæður þannig að þetta var orðið mjög skrautlegt. Við sátum uppi með einn markmann í leiknum í gær á móti Póllandi. Þetta er mjög erfitt en við höfum svarað þessu mjög vel samt sem áður,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir allt sem gekk á þá tókst Alfreð að stýra sínu liði til sigurs á Póllandi og um leið tryggði þýska landsliðið sér sigur í riðlinum. Hvernig leið Alfreð eftir leikinn? „Mjög vel. Þetta var náttúrulega mikilvægur leikur, að ná að vinna riðilinn undir öllum þessum vandræðum sem við vorum í. Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum og þótt að maður sé upptjúnaður þá er allt öðruvísi þegar maður vinnur leik heldur en ekki,“ sagði Alfreð en hvernig verður það fyrir hann að fá breyttan hóp til að spila sem lið? „Í gær fékk ég fimm nýja leikmenn inn í liðið sem voru að koma inn á leikdegi. Einn af þeim var markvörður sem hefur verið með okkur síðustu ár. Vinstri hornamaður, sem var með mér hjá Kiel, kom líka inn og hann þekkti allt sem við vorum að gera. Hina lét ég ekkert spila. Ég spilaði á öllum þeim sem voru búnir að vera í æfingabúðunum hjá okkur allan tíma,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar ekki með súperstjörnur eins og Aron og Ómar Inga „Á móti Spánverjum og daginn eftir á móti Norðmönnum þá verð ég að fara róta liðinu og spila leikmönnum sem hafa ekki æft með okkur. Þetta verður mjög athyglisvert að sjá,“ sagði Alfreð. Hann býr þó að því að geta sótt leikmenn í bestu deild í heimi, þýsku bundesliguna. „Þjóðverjar eru með mikla breidd og margar góða leikmen en ekki þessar súperstjörnur. Ekki þessa frábæru leikmenn eins og Mikkel Hansen hjá Dönum, Aron Pálmars eða Ómar Ingi hjá Íslendingum. Við erum með mjög mikla breidd og mjög góða yngri stráka. Þetta er svona langtímaverkefni hjá okkur,“ sagði Alfreð. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Fréttir bárust í vikunni af miklu hópsmiti hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína og var komið áfram en síðasti leikurinn var úrslitaleikur um það hvort Þýskaland eða Pólland færu með stig með sér í milliriðilinn. Búinn að missa níu leikmenn „Þetta er búið að vera hrikalegt hjá okkur og við erum búnir að missa níu leikmenn út úr átján manna hópnum. Við fengum fimm nýja frá Þýskalandi í gær þannig að þetta er búið að vera mjög skrautlegt,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali á Rás 2 í morgun. Alfreð var samt ekki á því að það hafi verið staðið illa af sóttvarnarráðstöfunum í Slóvakíu þar sem þýska liðið spilaði sinn riðil. Það hafi verið meira vandamál í Ungverjalandi og hann gat ekki kvartað yfir því. „Við vorum allir saman í einangrun frá 5. janúar og það var búið að passa mjög vel upp á þetta. Síðan erum við í Bratislava í Slóvakíu og þetta hefur verið gert mjög vel hérna,“ sagði Alfreð. Það stóð tæpt að fá niðurstöðu úr kórónuveiruprófum nýju leikmannanna þegar þeir komu til Slóvakíu fyrir Póllandsleikinn í gær. Einn af þeim nýju var líka smitaður „Einn af þeim sem áttu að komu var síðan jákvæður þannig að þetta var orðið mjög skrautlegt. Við sátum uppi með einn markmann í leiknum í gær á móti Póllandi. Þetta er mjög erfitt en við höfum svarað þessu mjög vel samt sem áður,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir allt sem gekk á þá tókst Alfreð að stýra sínu liði til sigurs á Póllandi og um leið tryggði þýska landsliðið sér sigur í riðlinum. Hvernig leið Alfreð eftir leikinn? „Mjög vel. Þetta var náttúrulega mikilvægur leikur, að ná að vinna riðilinn undir öllum þessum vandræðum sem við vorum í. Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum og þótt að maður sé upptjúnaður þá er allt öðruvísi þegar maður vinnur leik heldur en ekki,“ sagði Alfreð en hvernig verður það fyrir hann að fá breyttan hóp til að spila sem lið? „Í gær fékk ég fimm nýja leikmenn inn í liðið sem voru að koma inn á leikdegi. Einn af þeim var markvörður sem hefur verið með okkur síðustu ár. Vinstri hornamaður, sem var með mér hjá Kiel, kom líka inn og hann þekkti allt sem við vorum að gera. Hina lét ég ekkert spila. Ég spilaði á öllum þeim sem voru búnir að vera í æfingabúðunum hjá okkur allan tíma,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar ekki með súperstjörnur eins og Aron og Ómar Inga „Á móti Spánverjum og daginn eftir á móti Norðmönnum þá verð ég að fara róta liðinu og spila leikmönnum sem hafa ekki æft með okkur. Þetta verður mjög athyglisvert að sjá,“ sagði Alfreð. Hann býr þó að því að geta sótt leikmenn í bestu deild í heimi, þýsku bundesliguna. „Þjóðverjar eru með mikla breidd og margar góða leikmen en ekki þessar súperstjörnur. Ekki þessa frábæru leikmenn eins og Mikkel Hansen hjá Dönum, Aron Pálmars eða Ómar Ingi hjá Íslendingum. Við erum með mjög mikla breidd og mjög góða yngri stráka. Þetta er svona langtímaverkefni hjá okkur,“ sagði Alfreð.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira