Alfreð Gísla um öll smitin: Þetta er búið að vera mjög skrautlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 09:00 Alfreð Gíslason á bekknum hjá þýska landsliðinu. Þar gengur oft mikið á. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, þurfti að vera með stórt leikmanna útkall í miðri riðlakeppni EM eftir að fjöldi leikmanna hans höfðu smitast af kórónuveirunni. Þrátt fyrir það tókst þýska liðinu að spila frábæran leik og vinna stóran sigur á Pólverjum. Fréttir bárust í vikunni af miklu hópsmiti hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína og var komið áfram en síðasti leikurinn var úrslitaleikur um það hvort Þýskaland eða Pólland færu með stig með sér í milliriðilinn. Búinn að missa níu leikmenn „Þetta er búið að vera hrikalegt hjá okkur og við erum búnir að missa níu leikmenn út úr átján manna hópnum. Við fengum fimm nýja frá Þýskalandi í gær þannig að þetta er búið að vera mjög skrautlegt,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali á Rás 2 í morgun. Alfreð var samt ekki á því að það hafi verið staðið illa af sóttvarnarráðstöfunum í Slóvakíu þar sem þýska liðið spilaði sinn riðil. Það hafi verið meira vandamál í Ungverjalandi og hann gat ekki kvartað yfir því. „Við vorum allir saman í einangrun frá 5. janúar og það var búið að passa mjög vel upp á þetta. Síðan erum við í Bratislava í Slóvakíu og þetta hefur verið gert mjög vel hérna,“ sagði Alfreð. Það stóð tæpt að fá niðurstöðu úr kórónuveiruprófum nýju leikmannanna þegar þeir komu til Slóvakíu fyrir Póllandsleikinn í gær. Einn af þeim nýju var líka smitaður „Einn af þeim sem áttu að komu var síðan jákvæður þannig að þetta var orðið mjög skrautlegt. Við sátum uppi með einn markmann í leiknum í gær á móti Póllandi. Þetta er mjög erfitt en við höfum svarað þessu mjög vel samt sem áður,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir allt sem gekk á þá tókst Alfreð að stýra sínu liði til sigurs á Póllandi og um leið tryggði þýska landsliðið sér sigur í riðlinum. Hvernig leið Alfreð eftir leikinn? „Mjög vel. Þetta var náttúrulega mikilvægur leikur, að ná að vinna riðilinn undir öllum þessum vandræðum sem við vorum í. Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum og þótt að maður sé upptjúnaður þá er allt öðruvísi þegar maður vinnur leik heldur en ekki,“ sagði Alfreð en hvernig verður það fyrir hann að fá breyttan hóp til að spila sem lið? „Í gær fékk ég fimm nýja leikmenn inn í liðið sem voru að koma inn á leikdegi. Einn af þeim var markvörður sem hefur verið með okkur síðustu ár. Vinstri hornamaður, sem var með mér hjá Kiel, kom líka inn og hann þekkti allt sem við vorum að gera. Hina lét ég ekkert spila. Ég spilaði á öllum þeim sem voru búnir að vera í æfingabúðunum hjá okkur allan tíma,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar ekki með súperstjörnur eins og Aron og Ómar Inga „Á móti Spánverjum og daginn eftir á móti Norðmönnum þá verð ég að fara róta liðinu og spila leikmönnum sem hafa ekki æft með okkur. Þetta verður mjög athyglisvert að sjá,“ sagði Alfreð. Hann býr þó að því að geta sótt leikmenn í bestu deild í heimi, þýsku bundesliguna. „Þjóðverjar eru með mikla breidd og margar góða leikmen en ekki þessar súperstjörnur. Ekki þessa frábæru leikmenn eins og Mikkel Hansen hjá Dönum, Aron Pálmars eða Ómar Ingi hjá Íslendingum. Við erum með mjög mikla breidd og mjög góða yngri stráka. Þetta er svona langtímaverkefni hjá okkur,“ sagði Alfreð. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Fréttir bárust í vikunni af miklu hópsmiti hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína og var komið áfram en síðasti leikurinn var úrslitaleikur um það hvort Þýskaland eða Pólland færu með stig með sér í milliriðilinn. Búinn að missa níu leikmenn „Þetta er búið að vera hrikalegt hjá okkur og við erum búnir að missa níu leikmenn út úr átján manna hópnum. Við fengum fimm nýja frá Þýskalandi í gær þannig að þetta er búið að vera mjög skrautlegt,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali á Rás 2 í morgun. Alfreð var samt ekki á því að það hafi verið staðið illa af sóttvarnarráðstöfunum í Slóvakíu þar sem þýska liðið spilaði sinn riðil. Það hafi verið meira vandamál í Ungverjalandi og hann gat ekki kvartað yfir því. „Við vorum allir saman í einangrun frá 5. janúar og það var búið að passa mjög vel upp á þetta. Síðan erum við í Bratislava í Slóvakíu og þetta hefur verið gert mjög vel hérna,“ sagði Alfreð. Það stóð tæpt að fá niðurstöðu úr kórónuveiruprófum nýju leikmannanna þegar þeir komu til Slóvakíu fyrir Póllandsleikinn í gær. Einn af þeim nýju var líka smitaður „Einn af þeim sem áttu að komu var síðan jákvæður þannig að þetta var orðið mjög skrautlegt. Við sátum uppi með einn markmann í leiknum í gær á móti Póllandi. Þetta er mjög erfitt en við höfum svarað þessu mjög vel samt sem áður,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir allt sem gekk á þá tókst Alfreð að stýra sínu liði til sigurs á Póllandi og um leið tryggði þýska landsliðið sér sigur í riðlinum. Hvernig leið Alfreð eftir leikinn? „Mjög vel. Þetta var náttúrulega mikilvægur leikur, að ná að vinna riðilinn undir öllum þessum vandræðum sem við vorum í. Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum og þótt að maður sé upptjúnaður þá er allt öðruvísi þegar maður vinnur leik heldur en ekki,“ sagði Alfreð en hvernig verður það fyrir hann að fá breyttan hóp til að spila sem lið? „Í gær fékk ég fimm nýja leikmenn inn í liðið sem voru að koma inn á leikdegi. Einn af þeim var markvörður sem hefur verið með okkur síðustu ár. Vinstri hornamaður, sem var með mér hjá Kiel, kom líka inn og hann þekkti allt sem við vorum að gera. Hina lét ég ekkert spila. Ég spilaði á öllum þeim sem voru búnir að vera í æfingabúðunum hjá okkur allan tíma,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar ekki með súperstjörnur eins og Aron og Ómar Inga „Á móti Spánverjum og daginn eftir á móti Norðmönnum þá verð ég að fara róta liðinu og spila leikmönnum sem hafa ekki æft með okkur. Þetta verður mjög athyglisvert að sjá,“ sagði Alfreð. Hann býr þó að því að geta sótt leikmenn í bestu deild í heimi, þýsku bundesliguna. „Þjóðverjar eru með mikla breidd og margar góða leikmen en ekki þessar súperstjörnur. Ekki þessa frábæru leikmenn eins og Mikkel Hansen hjá Dönum, Aron Pálmars eða Ómar Ingi hjá Íslendingum. Við erum með mjög mikla breidd og mjög góða yngri stráka. Þetta er svona langtímaverkefni hjá okkur,“ sagði Alfreð.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira