Aron: Þetta er geggjað lið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2022 07:01 Aron Pálmarsson segist spenntur fyrir framhaldinu með landsliðinu. EPA-EFE/Tamas Kovacs Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var himinlifandi með eins marks sigur liðsins gegn Ungverjum í lokaumferð riðlakeppni EM í gær. Hann segir það auðvelt að spila svona góðan sóknarleik með liðinu sem Ísland teflir fram í ár. „Nei, það er ekkert gaman að því,“ sagði Aron léttur, aðspurður að því hvort að þeir hafi ekki haft áhuga á því að gera þetta spennandi fyrir áhorfendur. „Þetta var augljóslega gríðarlega erfiður leikur. Jafnt allan tímann og ekkert áhlaup eða neitt þannig. Þetta var bara handbolti eins og hann gerist bestur. Alvöru úrslitaleikur og þetta er að detta okkar megin þessa dagana þannig að við erum bara mjög sáttir með það.“ Sóknarleikurinn hefur verið aðalsmerki íslenska liðsins á mótinu hingað til og Aron segir það frábært að liðið geti haldið út við þær erfiðu aðstæður sem voru í höllinni í gærkvöldi. „Það hefur gengið mjög vel í byrjun móts þessi sóknarleikur, þessar áherslubreytingar sem við höfum komið með inn núna. Við erum búnir að vera að æfa vel síðan við hittumst í nóvember og byrjuðum á þessu þar.“ Það er bara svolítið þannig að þegar það gengur vel og við finnum þetta smella og við finnum að sóknarleikurinn bara rúllar svona sjálfkrafa þá er þetta bara mjög auðvelt að spila svona sóknarleik.“ „Auðvitað erum við með frábæra menn í þetta. Við erum að teygja meira á vörnunum og erum aðeins að breikka á þessu og setja línumennina utar. Svo erum við náttúrulega bara með leikmenn sem eru frábærir á fótunum í maður á mann þannig að þetta hentar okkur mjög vel.“ Á seinustu stórmótum hefur íslenska liðið átt í basli þegar Aron hefur ekki átt sinn besta leik, en það virðist vera að breytast. Fleiri eru að stíga upp og Aron segir það mikinn létti að geta deilt ábyrgðinni. „Ég er ekkert viss um að ég hefði getað spilað svona fyrir tveimur árum á móti þessu liði á þeirra heimavelli og við hefðum unnið. Ég var ekkert spes í dag en við vinnum þá. Þetta sýnir bara karakterinn og hversu langt við erum komnir. Þetta er geggjað lið og ég er svo spenntur fyrir framhaldinu og næstu árum.“ „Þetta er risastórt sem við vorum að gera núna. Við þurfum að átta okkur á því, en að sama skapi þá byrjar bara nýtt mót núna. Þetta er búið og þetta var markmiðið okkar fyrir mót, að komast á topp tíu og við erum ekki ennþá komnir þangað en erum á góðri leið. En við höfum sýnt það að við getum stefnt á hvað sem er,“ sagði Aron að lokum. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Ungverjum EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
„Nei, það er ekkert gaman að því,“ sagði Aron léttur, aðspurður að því hvort að þeir hafi ekki haft áhuga á því að gera þetta spennandi fyrir áhorfendur. „Þetta var augljóslega gríðarlega erfiður leikur. Jafnt allan tímann og ekkert áhlaup eða neitt þannig. Þetta var bara handbolti eins og hann gerist bestur. Alvöru úrslitaleikur og þetta er að detta okkar megin þessa dagana þannig að við erum bara mjög sáttir með það.“ Sóknarleikurinn hefur verið aðalsmerki íslenska liðsins á mótinu hingað til og Aron segir það frábært að liðið geti haldið út við þær erfiðu aðstæður sem voru í höllinni í gærkvöldi. „Það hefur gengið mjög vel í byrjun móts þessi sóknarleikur, þessar áherslubreytingar sem við höfum komið með inn núna. Við erum búnir að vera að æfa vel síðan við hittumst í nóvember og byrjuðum á þessu þar.“ Það er bara svolítið þannig að þegar það gengur vel og við finnum þetta smella og við finnum að sóknarleikurinn bara rúllar svona sjálfkrafa þá er þetta bara mjög auðvelt að spila svona sóknarleik.“ „Auðvitað erum við með frábæra menn í þetta. Við erum að teygja meira á vörnunum og erum aðeins að breikka á þessu og setja línumennina utar. Svo erum við náttúrulega bara með leikmenn sem eru frábærir á fótunum í maður á mann þannig að þetta hentar okkur mjög vel.“ Á seinustu stórmótum hefur íslenska liðið átt í basli þegar Aron hefur ekki átt sinn besta leik, en það virðist vera að breytast. Fleiri eru að stíga upp og Aron segir það mikinn létti að geta deilt ábyrgðinni. „Ég er ekkert viss um að ég hefði getað spilað svona fyrir tveimur árum á móti þessu liði á þeirra heimavelli og við hefðum unnið. Ég var ekkert spes í dag en við vinnum þá. Þetta sýnir bara karakterinn og hversu langt við erum komnir. Þetta er geggjað lið og ég er svo spenntur fyrir framhaldinu og næstu árum.“ „Þetta er risastórt sem við vorum að gera núna. Við þurfum að átta okkur á því, en að sama skapi þá byrjar bara nýtt mót núna. Þetta er búið og þetta var markmiðið okkar fyrir mót, að komast á topp tíu og við erum ekki ennþá komnir þangað en erum á góðri leið. En við höfum sýnt það að við getum stefnt á hvað sem er,“ sagði Aron að lokum. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Ungverjum
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira