Marokkó tryggði sér sigur í C-riðli | Gana úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 20:53 Marokkó náði í jafntefli gegn Gabon í kvöld og tryggði sér þar með sigur í C-riðli Afríkumótsins. EPA-EFE/Jalal Morchidi Keppni í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Marokkó tryggði sér sigur í riðlinum með 2-2 jafntefli gegn Gana og Gana endar í neðsta sæti riðilsins eftir 3-2 tap gegn Kómoreyjum. Jim Allevinah kom Gabon yfir gegn Marokkó eftir um tuttugu mínútna leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Sofiane Boufal kom inn á sem varamaður fyrir Marokkó á 57. mínútu og hann jafnaði metin fyrir liðið um stundarfjórðungi síðar af vítapunktinum. Aaron Salem Boupendza kom Gabon í 2-1 þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Achraf Hakimi jafnaði metin þremur mínútum síðar. Það reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur því 2-2. Marokkó tryggði sér þar með sigur í riðlinum, en liðið endaði með sjö stig. Gabon er einnig á leið í 16-liða úrslit, en liðið hafnaði í öðru sæti með fimm stig. FULL-TIME! ⏰ #TeamGabon 2️⃣-2️⃣ #TeamMorocco Crazy scenes in Yaoundé as both sides share the honours to fly to the knockout stages ✈️ #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GABMAR pic.twitter.com/vr14qwxiBD— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Gana þurfti á sigri að halda gegn Kómoreyjum og treysta á hagstæð úrslit úr leik Marokkó og Gabon til að eiga möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Jafntefli í þeim leik þýddi þó að Gana átti í besta falli möguleika á þriðja sæti. El Fardou Ben Nabouhane kom Kómoreyjum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins og ekki batnaði það fyrir Gana þegar Andre Ayew lét reka sig af velli með beint rautt spjald á 25. mínútu. Gana þurfti því að leika manni færri í um 65 mínútur, en staðan var enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Ahmed Mogni tvöfaldaði forystu Kómoreyja á 62. mínútu, en varamaðurinn Richmond Boakye minnkaði muninn fyrir Gana tveimur mínútum síðar. Alexander Djiku jafnaði svo metin fyrir Gana á 77. mínútu, en Ahmed Mogni gerði út um vonir Gana með þriðja marki Kómoreyja fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu því 3-2, Kómoreyjum í vil. Gana endar því í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig, tveimur stigum á eftir Kómoreyjum sem enda í þriðja sæti og voru að ná í sín fyrstu og einu stig á mótinu. FULL-TIME! ⏰ #TeamGhana 2-3 #TeamComorosWHAT A MATCH! 🤯A 5️⃣-goal thriller sees Comoros earn a historical first-ever #TotalEnergiesAFCON victory! #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GHACOM pic.twitter.com/29MWYxqiiB— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Jim Allevinah kom Gabon yfir gegn Marokkó eftir um tuttugu mínútna leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Sofiane Boufal kom inn á sem varamaður fyrir Marokkó á 57. mínútu og hann jafnaði metin fyrir liðið um stundarfjórðungi síðar af vítapunktinum. Aaron Salem Boupendza kom Gabon í 2-1 þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, en Achraf Hakimi jafnaði metin þremur mínútum síðar. Það reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur því 2-2. Marokkó tryggði sér þar með sigur í riðlinum, en liðið endaði með sjö stig. Gabon er einnig á leið í 16-liða úrslit, en liðið hafnaði í öðru sæti með fimm stig. FULL-TIME! ⏰ #TeamGabon 2️⃣-2️⃣ #TeamMorocco Crazy scenes in Yaoundé as both sides share the honours to fly to the knockout stages ✈️ #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GABMAR pic.twitter.com/vr14qwxiBD— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022 Gana þurfti á sigri að halda gegn Kómoreyjum og treysta á hagstæð úrslit úr leik Marokkó og Gabon til að eiga möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Jafntefli í þeim leik þýddi þó að Gana átti í besta falli möguleika á þriðja sæti. El Fardou Ben Nabouhane kom Kómoreyjum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins og ekki batnaði það fyrir Gana þegar Andre Ayew lét reka sig af velli með beint rautt spjald á 25. mínútu. Gana þurfti því að leika manni færri í um 65 mínútur, en staðan var enn 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Ahmed Mogni tvöfaldaði forystu Kómoreyja á 62. mínútu, en varamaðurinn Richmond Boakye minnkaði muninn fyrir Gana tveimur mínútum síðar. Alexander Djiku jafnaði svo metin fyrir Gana á 77. mínútu, en Ahmed Mogni gerði út um vonir Gana með þriðja marki Kómoreyja fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu því 3-2, Kómoreyjum í vil. Gana endar því í neðsta sæti riðilsins með aðeins eitt stig, tveimur stigum á eftir Kómoreyjum sem enda í þriðja sæti og voru að ná í sín fyrstu og einu stig á mótinu. FULL-TIME! ⏰ #TeamGhana 2-3 #TeamComorosWHAT A MATCH! 🤯A 5️⃣-goal thriller sees Comoros earn a historical first-ever #TotalEnergiesAFCON victory! #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #GHACOM pic.twitter.com/29MWYxqiiB— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 18, 2022
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira