Einkunnir strákanna á móti Ungverjum: Bjarki og Björgvin bestir en þrír fá sexu Íþróttadeild Vísis skrifar 18. janúar 2022 19:39 Níu marka maðurinn Bjarki Már Elísson fagnar sigri með liðsfélögum okkar í íslenska landsliðinu eftir sigurinn á Ungverjum. EPA-EFE/Tamas Kovacs Það voru margir að spila vel í sigrinum á Ungverjum í kvöld enda þurfti mikið til að vinna heimamenn fyrir framan troðfulla og blóðheita tuttugu þúsund manna höll. Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran eins marks sigur á Ungverjum, 31-30, í þriðja og síðasta leik sínum í B-riðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu. Það hefur verið magnað að fylgjast með íslenska landsliðinu á mótinu en uppskeran í riðlinum eru þrír sigrar og fullt hús. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland klárar riðil á EM með fullt hús. Sóknarleikur liðsins hefur verið magnaður og það þótt að línan sé að gefa liðinu lítið sem ekkert. Útilínan sundurspilar mótherjanna og gegn Ungverjunum voru báðir okkar frábæru hornamenn líka í stuði. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Bjarki Már Elísson og Björgvin Páll Gústavsson voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Bjarki nýtti færin frábærlega og skoraði sjö mörk í seinni hálfleik og Björgvin Páll varði rosalega mikilvæga bolta í lokin. Sigvaldi Guðjónsson fær líka sexu og þá fá þeir Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Guðmundur Guðmundsson þjálfari einnig fimmu. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 6 (16/1 varin skot- 54:37 mín.) Okkar maður í markinu var í heimsklassa. Ótrúlega yfirvegaður og rólegur allan leikinn. Best var að hann steig fram þegar mest á reyndi í lokin og hefur ekki verið í betra formi síðan á Ólympíuleikunum í Peking. Frábært að sjá íslenskan markvörð gera út leik. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 6 (9/2 mörk - 59:46 mín.) Lék sinn langbesta landsleik. Eftir náðuga daga í Búdapest fékk hann þá þjónustu sem hann þarf. Það þarf sterk bein til að framkalla leik eins og hann gerði fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur. Það kemur engum á óvart að hann sé markahæstur í Þýskalandi ár eftir ár. Þetta er sá Bjarki sem Ísland þarf. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 47:30 mín.) Fyrirliðinn átti afar erfitt uppdráttar í leiknum. Fann engan takt og virkaði ragur og hræddur. Það sást langar leiðir. Margir hafa beðið eftir því að hann nái að hámarka árangur sinn með íslenska landsliðinu leik eftir leik. Nú er tækifærið og rétti tíminn til að sýna að hann sé á meðal bestu handboltamanna heims. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (4 mörk - 27:45 mín.) Leikstjórnandi í fremstu röð. Maður sem íslenska landsliðinu hefur sárvantað í nokkur ár. Árásargjarn og fluglæs á leikinn. Hugsar fyrst og síðast um samherja sína og liðið. Drifkraftur hans smitar út frá sér til annarra leikmanna. Takið eftir: Hann er rétt að hefja ferilinn með íslenska landsliðinu. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (8 mörk - 52:38 mín.) Íþróttamaður ársins var stórkostlegur í fyrri hálfleik. Hefur átt erfitt uppdráttar með íslenska landsliðinu en í þessum þremur leikjum á Evrópumótinu hefur hann sýnt okkur hvers hann er megnugur. Missti aðeins hausinn undir lok leiksins en við eigum án nokkurs vafa eftir að sjá meira frá þessum magnaða leikmanni í framtíðinni. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 6 (5 mörk - 59:14 mín.) Þvílík búbót fyrir íslenska landsliðið. Leikmaður í algjörum heimsklassa og stendur fyllilega jafnfætis bestu hornamönnum heimsins í sinni stöðu. Fer létt með að feta í fótsport snillinga sem hafa fyllt þessa stöðu í íslenska landsliðinu síðustu áratugi. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (1 mark, 4 stopp - 46:51 mín.) Varnarjaxlinn sterki átti erfitt uppdráttar eins og í síðasta leik. Þrjár brottvísanir voru afar dýrar og klaufalegar. Nú þarf Ýmir að hreinsa hausinn fyrir komandi átök. Það vita allir hversu mikilvægur hann er íslenska landsliðinu. Hans hlutverk er að toppa sjálfan sig í næstu leikjum. Elvar Örn Jónsson, vörn - 4 (1 mark, 2 stopp - 27:13 mín.) Bregst sjaldan. Varnarleikur upp á tíu hjá honum gegn afar erfiðum andstæðingi í Búdapest. Auðvitað er hægt að týna til hnökra en viljinn og krafturinn geislar af þessum snjalla leikmanni frá Selfossi. Maður sem leggur sig alltaf 110 prósent í verkefnið. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (0 mörk - 11:56 mín.) Kom lítið við sögu í leiknum en allir vita hvað Ólafur getur og hvað Ólafur kann. Nú þarf hann að leggjast á koddann, hugsa næsta leik í stöðunni. Ísland þarf á leikmönnum eins og Ólafi að halda í framhaldinu og það veit hann best sjálfur. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (1 mark - 24:40 mín.) Reynsluleysi kom Elliða enn og aftur í koll en engum dylst hvað hann kann og hvað hann getur. Það er hrein unun að sjá viljann og keppnisskapið sem geislar af Eyjapeyjanum. Yndislegur viðauki, enn og aftur, við frábæran íslenskan landsliðshóp. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3 (1 stopp - 7:06 mín.) Kom inn á erfiðum tímapunkti og skilaði sínu. Hann þarf hins vegar að vera klár í bátana í næstu leikjum því það er ljóst að bæði Ýmir og Elliði þreytast. Hans tækifæri liggur í þeim leikjum sem eru fram undan í milliriðlinum.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítið (44 sekúndur) Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - spilaði ekkert Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - spilaði ekkert Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - spilaði ekkert Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - spilaði ekkertGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Landsliðsþjálfarinn ætlaði sér þrjú ár í að koma liðinu í fremstu röð. Sóknarleikur íslenska liðsins á mótinu hefur verið stórkostlegur. Varnarleikurinn alls ekki slæmur en þessi vörn útheimtir ekki bara orku heldur ótrúlega útsjónarsemi. Undirbúningur íslenska liðsins í öllum leikjum þremur, frá þjálfarans hendi, er upp á tíu. Þegar Guðmundur er í góðum gír fer enginn í hans skó sem sást best á því að hann hafði skynsemi til að bakka með vörnina þegar á þurfti að halda. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. 16. janúar 2022 22:16 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran eins marks sigur á Ungverjum, 31-30, í þriðja og síðasta leik sínum í B-riðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu. Það hefur verið magnað að fylgjast með íslenska landsliðinu á mótinu en uppskeran í riðlinum eru þrír sigrar og fullt hús. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland klárar riðil á EM með fullt hús. Sóknarleikur liðsins hefur verið magnaður og það þótt að línan sé að gefa liðinu lítið sem ekkert. Útilínan sundurspilar mótherjanna og gegn Ungverjunum voru báðir okkar frábæru hornamenn líka í stuði. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Bjarki Már Elísson og Björgvin Páll Gústavsson voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Bjarki nýtti færin frábærlega og skoraði sjö mörk í seinni hálfleik og Björgvin Páll varði rosalega mikilvæga bolta í lokin. Sigvaldi Guðjónsson fær líka sexu og þá fá þeir Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Guðmundur Guðmundsson þjálfari einnig fimmu. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, mark - 6 (16/1 varin skot- 54:37 mín.) Okkar maður í markinu var í heimsklassa. Ótrúlega yfirvegaður og rólegur allan leikinn. Best var að hann steig fram þegar mest á reyndi í lokin og hefur ekki verið í betra formi síðan á Ólympíuleikunum í Peking. Frábært að sjá íslenskan markvörð gera út leik. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 6 (9/2 mörk - 59:46 mín.) Lék sinn langbesta landsleik. Eftir náðuga daga í Búdapest fékk hann þá þjónustu sem hann þarf. Það þarf sterk bein til að framkalla leik eins og hann gerði fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur. Það kemur engum á óvart að hann sé markahæstur í Þýskalandi ár eftir ár. Þetta er sá Bjarki sem Ísland þarf. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 47:30 mín.) Fyrirliðinn átti afar erfitt uppdráttar í leiknum. Fann engan takt og virkaði ragur og hræddur. Það sást langar leiðir. Margir hafa beðið eftir því að hann nái að hámarka árangur sinn með íslenska landsliðinu leik eftir leik. Nú er tækifærið og rétti tíminn til að sýna að hann sé á meðal bestu handboltamanna heims. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (4 mörk - 27:45 mín.) Leikstjórnandi í fremstu röð. Maður sem íslenska landsliðinu hefur sárvantað í nokkur ár. Árásargjarn og fluglæs á leikinn. Hugsar fyrst og síðast um samherja sína og liðið. Drifkraftur hans smitar út frá sér til annarra leikmanna. Takið eftir: Hann er rétt að hefja ferilinn með íslenska landsliðinu. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 5 (8 mörk - 52:38 mín.) Íþróttamaður ársins var stórkostlegur í fyrri hálfleik. Hefur átt erfitt uppdráttar með íslenska landsliðinu en í þessum þremur leikjum á Evrópumótinu hefur hann sýnt okkur hvers hann er megnugur. Missti aðeins hausinn undir lok leiksins en við eigum án nokkurs vafa eftir að sjá meira frá þessum magnaða leikmanni í framtíðinni. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 6 (5 mörk - 59:14 mín.) Þvílík búbót fyrir íslenska landsliðið. Leikmaður í algjörum heimsklassa og stendur fyllilega jafnfætis bestu hornamönnum heimsins í sinni stöðu. Fer létt með að feta í fótsport snillinga sem hafa fyllt þessa stöðu í íslenska landsliðinu síðustu áratugi. Ýmir Örn Gíslason, lína - 3 (1 mark, 4 stopp - 46:51 mín.) Varnarjaxlinn sterki átti erfitt uppdráttar eins og í síðasta leik. Þrjár brottvísanir voru afar dýrar og klaufalegar. Nú þarf Ýmir að hreinsa hausinn fyrir komandi átök. Það vita allir hversu mikilvægur hann er íslenska landsliðinu. Hans hlutverk er að toppa sjálfan sig í næstu leikjum. Elvar Örn Jónsson, vörn - 4 (1 mark, 2 stopp - 27:13 mín.) Bregst sjaldan. Varnarleikur upp á tíu hjá honum gegn afar erfiðum andstæðingi í Búdapest. Auðvitað er hægt að týna til hnökra en viljinn og krafturinn geislar af þessum snjalla leikmanni frá Selfossi. Maður sem leggur sig alltaf 110 prósent í verkefnið. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (0 mörk - 11:56 mín.) Kom lítið við sögu í leiknum en allir vita hvað Ólafur getur og hvað Ólafur kann. Nú þarf hann að leggjast á koddann, hugsa næsta leik í stöðunni. Ísland þarf á leikmönnum eins og Ólafi að halda í framhaldinu og það veit hann best sjálfur. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (1 mark - 24:40 mín.) Reynsluleysi kom Elliða enn og aftur í koll en engum dylst hvað hann kann og hvað hann getur. Það er hrein unun að sjá viljann og keppnisskapið sem geislar af Eyjapeyjanum. Yndislegur viðauki, enn og aftur, við frábæran íslenskan landsliðshóp. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3 (1 stopp - 7:06 mín.) Kom inn á erfiðum tímapunkti og skilaði sínu. Hann þarf hins vegar að vera klár í bátana í næstu leikjum því það er ljóst að bæði Ýmir og Elliði þreytast. Hans tækifæri liggur í þeim leikjum sem eru fram undan í milliriðlinum.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítið (44 sekúndur) Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - spilaði ekkert Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - spilaði ekkert Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - spilaði ekkert Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - spilaði ekkertGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 5 Landsliðsþjálfarinn ætlaði sér þrjú ár í að koma liðinu í fremstu röð. Sóknarleikur íslenska liðsins á mótinu hefur verið stórkostlegur. Varnarleikurinn alls ekki slæmur en þessi vörn útheimtir ekki bara orku heldur ótrúlega útsjónarsemi. Undirbúningur íslenska liðsins í öllum leikjum þremur, frá þjálfarans hendi, er upp á tíu. Þegar Guðmundur er í góðum gír fer enginn í hans skó sem sást best á því að hann hafði skynsemi til að bakka með vörnina þegar á þurfti að halda. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. 16. janúar 2022 22:16 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. 16. janúar 2022 22:16
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00