Veitingamenn geta fengið allt að 600 þúsund krónur á starfsmann Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2022 20:31 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir lagði frumvarp um mótvægisaðgerðir til veitingahúsa sem þurft hafa að skerða opnunartíma sinn vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda fram í ríkisstjórn í dag í fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Veitingastaðir sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda geta fengið allt að sex hundruð þúsund krónur upp í laun starfsmanns samkvæmt aðgerðum sem stjórnvöld kynntu í morgun. Hámarks styrkur getur orðið allt að tólf milljónir króna. Ríkistjórnin samþykkti í dag frumvarp fjármálaráðherra um stuðning við veitingastaði sem þurfa að skerða opnunartíma sinn frá desember síðast liðnum fram í mars á þessu ári vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Í fyrri aðgerðum var miðað við að tekjufallið væri að minnsta kosti 40 prósent. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mælti fyrir málinu á ríkisstjórnarfundi í morgun í fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í nýjum aðgerðum geta fyrirtæki í veitingarekstri fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi ef tekjufallið er á blinu 20 til 60 prósent og allt að sex hundruð þúsund krónur á stöðugildi ef tekjufallið er yfir sextíu prósentum. Hvert fyrirtæki getur að hámarki fengið 10 til 12 milljónir króna fyrir þetta tímabil. Grafík/Rúnar Vilberg „Þetta eru í raun styrkir fyrir aðila í veitingarekstri með vínveitingaleyfi sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna skerts opnunartíma,“ segir Þórdís Kolbrún. Frumvarpið var lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag og kemur væntanlega til umræðu fljótlega á Alþingi. Þá kynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hátt í 400 milljón króna viðbótarframlag tím ýmissa sjóða til að bæta sviðslistafólki, eins og tónlistarfólki það tekjutap sem það hefur orðið fyrir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld að auki vera að skoða frekari aðgerðir fyrir ferðaþjónustuna og viðburðafyrirtæki. Munu framlögin í sjóðina koma tónlistarfólki að gagni sem margt hvert hefur orðiðfyrir miklu tekjutapi undanfarin tvö ár? „Það er veriðað hugsa um þennan hóp já. Það er verið að reyna aðbeina fjármunum í ólíka sjóði þannig aðþað gagnist sem flestum,“segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum. 18. janúar 2022 13:15 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Ríkistjórnin samþykkti í dag frumvarp fjármálaráðherra um stuðning við veitingastaði sem þurfa að skerða opnunartíma sinn frá desember síðast liðnum fram í mars á þessu ári vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Í fyrri aðgerðum var miðað við að tekjufallið væri að minnsta kosti 40 prósent. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mælti fyrir málinu á ríkisstjórnarfundi í morgun í fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í nýjum aðgerðum geta fyrirtæki í veitingarekstri fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi ef tekjufallið er á blinu 20 til 60 prósent og allt að sex hundruð þúsund krónur á stöðugildi ef tekjufallið er yfir sextíu prósentum. Hvert fyrirtæki getur að hámarki fengið 10 til 12 milljónir króna fyrir þetta tímabil. Grafík/Rúnar Vilberg „Þetta eru í raun styrkir fyrir aðila í veitingarekstri með vínveitingaleyfi sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna skerts opnunartíma,“ segir Þórdís Kolbrún. Frumvarpið var lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag og kemur væntanlega til umræðu fljótlega á Alþingi. Þá kynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hátt í 400 milljón króna viðbótarframlag tím ýmissa sjóða til að bæta sviðslistafólki, eins og tónlistarfólki það tekjutap sem það hefur orðið fyrir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld að auki vera að skoða frekari aðgerðir fyrir ferðaþjónustuna og viðburðafyrirtæki. Munu framlögin í sjóðina koma tónlistarfólki að gagni sem margt hvert hefur orðiðfyrir miklu tekjutapi undanfarin tvö ár? „Það er veriðað hugsa um þennan hóp já. Það er verið að reyna aðbeina fjármunum í ólíka sjóði þannig aðþað gagnist sem flestum,“segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum. 18. janúar 2022 13:15 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum. 18. janúar 2022 13:15