Æddi niður að brú þar sem hans beið geysilegt sjónarspil Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 23:32 Brúin stóð af sér flóðið. Orri Jónsson Byggingartæknifræðingurinn Orri Jónsson var í eftirlitsferð vegna vegaframkvæmda í Þverárhlíð í Borgarfirði í dag þegar hann varð vitni að miklu ísstífluflóði. Hann var í heimsókn á bænum Norðurtungu þegar hann sá að Örnólfsdalsáin var við það að brjóta sig úr klakaböndunum með miklum látum. „Við stukkum því í bílinn og æddum niður að brú þar sem okkar beið geysilegt sjónarspil. Þar komum við að henni í þann mund sem hún stíflaðist og náðum myndum af því þegar hún braut sig í gegn,“ segir Orri í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjónarspilið átti sér stað á þriðja tímanum í dag en Orri segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða magnaða upplifun. „Maður hefur orðið var við þegar áin er að ryðja sér svona niður eftir dalnum en maður hefur aldrei verið alveg svona í tæri við þetta. Maður finnur brúna nötra og skjálfa á meðan maður stendur á henni, maður áttar sig ekki á því hvað það er mikill kraftur í þessu fyrr en maður stendur ofan á þessu.“ Miklir kraftar voru í ánni og skalf brúin á meðan klakinn fór undir hana. Orri Jónsson Vatnsrennsli aukist skyndilega Að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands er um að ræða hefðbundið flóð í dragám á borð við Örnólfsdalsá. Mikil úrkoma og hlýindi hafa gengið yfir vestanvert landið með tilheyrandi leysingum og er yfirborð lands víðast hvar frosið og árfarvegurinn frosinn. Fram kemur í Facebook-færslu hópsins að úrkoma og leysingavatn leiti því fljótt í læki og farvegi og vatnsrennsli árinnar aukist skyndilega. Áin hafði tekið miklum stakkaskiptum einungis um 40 mínútum eftir að fyrri myndin var tekin.Orri Jónsson „Vatnið leitar undir ísinn og nær að brjóta hann upp og ryðja honum áfram. Tímabundnar ísstíflur myndast í árfarveginum en brotna síðan upp. Þannig verður svokallað þrepaflóð í ánni sem stigmagnast er neðar dregur í árfarveginum. Þetta sést vel á myndbandinu. Þegar yfir lýkur sitja eftir klakastykki og íshröngl hátt uppi á árbökkunum vatn hefur sjatnað í ánni,“ skrifar meðlimur Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. Borgarbyggð Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hann var í heimsókn á bænum Norðurtungu þegar hann sá að Örnólfsdalsáin var við það að brjóta sig úr klakaböndunum með miklum látum. „Við stukkum því í bílinn og æddum niður að brú þar sem okkar beið geysilegt sjónarspil. Þar komum við að henni í þann mund sem hún stíflaðist og náðum myndum af því þegar hún braut sig í gegn,“ segir Orri í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjónarspilið átti sér stað á þriðja tímanum í dag en Orri segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða magnaða upplifun. „Maður hefur orðið var við þegar áin er að ryðja sér svona niður eftir dalnum en maður hefur aldrei verið alveg svona í tæri við þetta. Maður finnur brúna nötra og skjálfa á meðan maður stendur á henni, maður áttar sig ekki á því hvað það er mikill kraftur í þessu fyrr en maður stendur ofan á þessu.“ Miklir kraftar voru í ánni og skalf brúin á meðan klakinn fór undir hana. Orri Jónsson Vatnsrennsli aukist skyndilega Að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands er um að ræða hefðbundið flóð í dragám á borð við Örnólfsdalsá. Mikil úrkoma og hlýindi hafa gengið yfir vestanvert landið með tilheyrandi leysingum og er yfirborð lands víðast hvar frosið og árfarvegurinn frosinn. Fram kemur í Facebook-færslu hópsins að úrkoma og leysingavatn leiti því fljótt í læki og farvegi og vatnsrennsli árinnar aukist skyndilega. Áin hafði tekið miklum stakkaskiptum einungis um 40 mínútum eftir að fyrri myndin var tekin.Orri Jónsson „Vatnið leitar undir ísinn og nær að brjóta hann upp og ryðja honum áfram. Tímabundnar ísstíflur myndast í árfarveginum en brotna síðan upp. Þannig verður svokallað þrepaflóð í ánni sem stigmagnast er neðar dregur í árfarveginum. Þetta sést vel á myndbandinu. Þegar yfir lýkur sitja eftir klakastykki og íshröngl hátt uppi á árbökkunum vatn hefur sjatnað í ánni,“ skrifar meðlimur Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.
Borgarbyggð Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira