Um einn af hverjum hundrað fær óljósa niðurstöðu Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 21:50 Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku hjá heilsugæslunni. Vísir/vilhelm Um tíu prósent þeirra sem fá jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi hjá heilsugæslunni fá annað svar úr PCR-prófi strax í kjölfarið. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi en í upphafi voru um það bil helmingur PCR-prófa neikvæður eftir jákvætt hraðpróf. Þetta kemur fram í svari frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en tölurnar ná ekki til einkaaðila sem bjóða upp á hraðpróf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlutfall jákvæðra PCR-prófa eftir neikvætt hraðpróf hjá heilsugæslunni þar sem fáir fara strax í PCR eftir að hafa fengið neikvætt hraðpróf. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í síðustu viku að í ljós hafi komið á mörgum vinnustöðum að áreiðanleiki hraðgreiningaprófa sé undir væntingum. „Í mörgum óformlegum könnunum hefur fjöldi falsk neikvæðra og falsk jákvæðra niðurstaðna verið óásættanlegur sem sýnir hversu óáreiðanleg mörg þessi próf eru,“ segir í minnisblaðinu. Samkvæmt gildandi samkomutakmörkunum er nú óheimilt að nota hrað- eða PCR-próf til að taka á móti fleiri gestum í svæði á viðburðum. Heimilt er að taka á móti 50 manns á sitjandi viðburðum að uppfylltum skilyrðum. Óljóst svar fæst úr um einu prósenti PCR-prófa Hlutfall svokallaðra vafasvara hefur sveiflast frá um það bil 0,3 til 1,0 prósents af heildarfjölda PCR-sýna í faraldrinum en hefur verið nær 1,0 prósenti undanfarna tvo mánuði, að sögn almannavarna. Vafasvar eða óvissusvar á við það þegar niðurstaða rannsóknar á sýni sem tekið var til greiningar á kórónuveirunni gefur ekki afgerandi svar. Veiran finnst þá ekki með vissu en það er heldur ekki hægt að fullyrða með sýninu að hún sé ekki til staðar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari niðurstöðu en PCR-próf gefa ekki einfalt já eða nei svar líkt og hraðpróf heldur er miðað við ákveðin viðmiðunarmörk fyrir hvað telst jákvætt og hvað neikvætt. Ein algeng skýring á vafasvari er að lítið magn af erfðaefni veirunnar fannst í sýninu. „Þannig er rétt að líta á vafasvar sem líklega jákvæða niðurstöðu þar til sýnt er fram á annað. Covid göngudeild annast þá sem fá vafasvar og ákveður hvort og hvaða aðrar rannsóknir eru þá gerðar til staðfestingar,“ segir í svari almannavarna en dæmi eru um að fólk endurtaki PCR-sýnatöku til að fá úr þessu skorið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Þetta kemur fram í svari frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en tölurnar ná ekki til einkaaðila sem bjóða upp á hraðpróf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlutfall jákvæðra PCR-prófa eftir neikvætt hraðpróf hjá heilsugæslunni þar sem fáir fara strax í PCR eftir að hafa fengið neikvætt hraðpróf. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í síðustu viku að í ljós hafi komið á mörgum vinnustöðum að áreiðanleiki hraðgreiningaprófa sé undir væntingum. „Í mörgum óformlegum könnunum hefur fjöldi falsk neikvæðra og falsk jákvæðra niðurstaðna verið óásættanlegur sem sýnir hversu óáreiðanleg mörg þessi próf eru,“ segir í minnisblaðinu. Samkvæmt gildandi samkomutakmörkunum er nú óheimilt að nota hrað- eða PCR-próf til að taka á móti fleiri gestum í svæði á viðburðum. Heimilt er að taka á móti 50 manns á sitjandi viðburðum að uppfylltum skilyrðum. Óljóst svar fæst úr um einu prósenti PCR-prófa Hlutfall svokallaðra vafasvara hefur sveiflast frá um það bil 0,3 til 1,0 prósents af heildarfjölda PCR-sýna í faraldrinum en hefur verið nær 1,0 prósenti undanfarna tvo mánuði, að sögn almannavarna. Vafasvar eða óvissusvar á við það þegar niðurstaða rannsóknar á sýni sem tekið var til greiningar á kórónuveirunni gefur ekki afgerandi svar. Veiran finnst þá ekki með vissu en það er heldur ekki hægt að fullyrða með sýninu að hún sé ekki til staðar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari niðurstöðu en PCR-próf gefa ekki einfalt já eða nei svar líkt og hraðpróf heldur er miðað við ákveðin viðmiðunarmörk fyrir hvað telst jákvætt og hvað neikvætt. Ein algeng skýring á vafasvari er að lítið magn af erfðaefni veirunnar fannst í sýninu. „Þannig er rétt að líta á vafasvar sem líklega jákvæða niðurstöðu þar til sýnt er fram á annað. Covid göngudeild annast þá sem fá vafasvar og ákveður hvort og hvaða aðrar rannsóknir eru þá gerðar til staðfestingar,“ segir í svari almannavarna en dæmi eru um að fólk endurtaki PCR-sýnatöku til að fá úr þessu skorið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira