Áfram í varðhaldi eftir að hafa gengið í gildru lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2022 11:08 Lögregla lagði gildru fyrir parið. Vísir/Vilhelm Kona sem er annar helmingur pars sem gekk í gildu lögreglu eftir að hafa verið grunað um stórfellt fíkniefnabrot mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi fram í næsta mánuð. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis, eftir að konan kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Parið hefur verið ákært fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. Lögregla greip til þess ráðs að skipta út kókaíninu fyrir gerviefni. Tveimur dögum eftir tollskoðun bílsins sótti parið bílinn á tollsvæði Smyril Line í Þorlákshöfn og óku bílnum að heimili sínu í Reykjavík, en parið er búsett hér á landi. Lögreglan fylgdist grannt með parinu en maðurinn sótti gerviefnin sem falin voru í bílnum degi eftir komu þeirra til Reykjavíkur. Maðurinn var umsvifalaust handtekinn af lögreglu og konan var handtekin á heimili sínu skömmu síðar. Neita bæði sök Í úrskurði Landsréttar kemur fram að í skýrslutökum vegna málsins sagðist konan kannast við meintan innflutning á efnunum, maðurinn neitaði hins vegar að tjá sig um hin meintu brot. Við þingfestingu málsins neituðu þau bæði sök. Í greinargerð lögreglu segir að konan liggi undir sterkum grun um stórfelld fíkniefnalagabrot sem þyki mjög alvarleg og geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Landsréttur staðfesti sem fyrr segir úrskurð héraðsdóms og þarf konan að sæta gæsluvarðhaldi til 8. febrúar næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stórfellt fíkniefnasmygl með Smyril Line: Fjórum kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. 8. janúar 2022 09:04 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis, eftir að konan kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Parið hefur verið ákært fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. Lögregla greip til þess ráðs að skipta út kókaíninu fyrir gerviefni. Tveimur dögum eftir tollskoðun bílsins sótti parið bílinn á tollsvæði Smyril Line í Þorlákshöfn og óku bílnum að heimili sínu í Reykjavík, en parið er búsett hér á landi. Lögreglan fylgdist grannt með parinu en maðurinn sótti gerviefnin sem falin voru í bílnum degi eftir komu þeirra til Reykjavíkur. Maðurinn var umsvifalaust handtekinn af lögreglu og konan var handtekin á heimili sínu skömmu síðar. Neita bæði sök Í úrskurði Landsréttar kemur fram að í skýrslutökum vegna málsins sagðist konan kannast við meintan innflutning á efnunum, maðurinn neitaði hins vegar að tjá sig um hin meintu brot. Við þingfestingu málsins neituðu þau bæði sök. Í greinargerð lögreglu segir að konan liggi undir sterkum grun um stórfelld fíkniefnalagabrot sem þyki mjög alvarleg og geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Landsréttur staðfesti sem fyrr segir úrskurð héraðsdóms og þarf konan að sæta gæsluvarðhaldi til 8. febrúar næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stórfellt fíkniefnasmygl með Smyril Line: Fjórum kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. 8. janúar 2022 09:04 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Stórfellt fíkniefnasmygl með Smyril Line: Fjórum kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. 8. janúar 2022 09:04