Segir réttlætanlegt að hafa Sherrock í úrvalsdeildinni vegna vinsælda hennar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 10:31 Hallardrottningin Fallon Sherrock náði ekki að komast á PDC-mótaröðina. getty/ Vinsældir Fallons Sherrock gætu réttlætt það að hún fengi úthlutað sæti í úrvalsdeildinni í pílukasti. Þetta segir Laura Turner, einn af sérfræðingur Sky Sports um pílukast. Sherrock mistókst að vinna sér þátttökurétt á PDC-mótaröðinni í síðustu viku. Þrátt fyrir það er ekki loku fyrir það skotið að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem átta bestu pílukastarar heims leiða saman hesta sína. Turner segist skilja rökin á bak við það að hafa Sherrock með í úrvalsdeildinni. „Hún hlýtur að einn verðmætasti í pílukastinu í augnablikinu. Hún er gríðarlega vinsæl og allir vilja sjá hana spila,“ sagði Turner. „Þú skilur einnig vonbrigði þeirra leikmanna sem voru kannski á brúninni að komast inn vegna peninganna sem eru í húfi en þetta snýst bara um hvernig þú horfir á þetta. Pílukast snýst jafn mikið um viðskipti og vinsældir eins og íþróttina sjálfa og skemmtun.“ Turner hallast þó frekar að því að Sherrock verði að bíða eitthvað lengur eftir því að fá að keppa í úrvalsdeildinni. „Það kæmi mér bæði á óvart ef hún yrði með og ef hún yrði ekki með. Þú getur réttlætt það með því hversu mikið fólk vill sjá hana spila en tilfinningin mín er að átta bestu leikmenn heims, eða átta af tíu bestu, fái sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði Turner. Hún bætti við að Sherrock væri afar mikilvæg í því að auka áhuga almennings á pílukasti. „Þegar þú spyrð fólk hverja það sér reglulega í fjölmiðlum og hverja það talar um er hún risastórt nafn vegna þess sem hún hefur afrekað. Þetta er snúið. Þú vilt selja miða og hún hefur opnað heim pílukastsins fyrir alls konar fólk. Þetta eru ekki bara nýir áhorfendur heldur snýst þetta um útbreiðslu. Fjöldi fólks í Bandaríkjunum skipti af amerískum fótbolta til að horfa á Fallon keppa á HM,“ sagði Turner. „Þetta er það sem þú vilt. Þú vilt keppendur sem dregur aðra áhorfendur að. Þannig verður þetta stærrra og stærra. Þetta snýst um að finna milliveg milli vinsælda og viðskiptahliðarinnar og hugsa vel um leikmennina sem hafa gert vel undanfarin tvö ár eða svo.“ Sherrock skaust fram á sjónarsviðið þegar hún vann tvo leiki á HM 2020, fyrst kvenna. Hún keppti aftur á HM í ár en tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton í 1. umferð. Pílukast Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira
Sherrock mistókst að vinna sér þátttökurétt á PDC-mótaröðinni í síðustu viku. Þrátt fyrir það er ekki loku fyrir það skotið að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem átta bestu pílukastarar heims leiða saman hesta sína. Turner segist skilja rökin á bak við það að hafa Sherrock með í úrvalsdeildinni. „Hún hlýtur að einn verðmætasti í pílukastinu í augnablikinu. Hún er gríðarlega vinsæl og allir vilja sjá hana spila,“ sagði Turner. „Þú skilur einnig vonbrigði þeirra leikmanna sem voru kannski á brúninni að komast inn vegna peninganna sem eru í húfi en þetta snýst bara um hvernig þú horfir á þetta. Pílukast snýst jafn mikið um viðskipti og vinsældir eins og íþróttina sjálfa og skemmtun.“ Turner hallast þó frekar að því að Sherrock verði að bíða eitthvað lengur eftir því að fá að keppa í úrvalsdeildinni. „Það kæmi mér bæði á óvart ef hún yrði með og ef hún yrði ekki með. Þú getur réttlætt það með því hversu mikið fólk vill sjá hana spila en tilfinningin mín er að átta bestu leikmenn heims, eða átta af tíu bestu, fái sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði Turner. Hún bætti við að Sherrock væri afar mikilvæg í því að auka áhuga almennings á pílukasti. „Þegar þú spyrð fólk hverja það sér reglulega í fjölmiðlum og hverja það talar um er hún risastórt nafn vegna þess sem hún hefur afrekað. Þetta er snúið. Þú vilt selja miða og hún hefur opnað heim pílukastsins fyrir alls konar fólk. Þetta eru ekki bara nýir áhorfendur heldur snýst þetta um útbreiðslu. Fjöldi fólks í Bandaríkjunum skipti af amerískum fótbolta til að horfa á Fallon keppa á HM,“ sagði Turner. „Þetta er það sem þú vilt. Þú vilt keppendur sem dregur aðra áhorfendur að. Þannig verður þetta stærrra og stærra. Þetta snýst um að finna milliveg milli vinsælda og viðskiptahliðarinnar og hugsa vel um leikmennina sem hafa gert vel undanfarin tvö ár eða svo.“ Sherrock skaust fram á sjónarsviðið þegar hún vann tvo leiki á HM 2020, fyrst kvenna. Hún keppti aftur á HM í ár en tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton í 1. umferð.
Pílukast Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira