Segir réttlætanlegt að hafa Sherrock í úrvalsdeildinni vegna vinsælda hennar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 10:31 Hallardrottningin Fallon Sherrock náði ekki að komast á PDC-mótaröðina. getty/ Vinsældir Fallons Sherrock gætu réttlætt það að hún fengi úthlutað sæti í úrvalsdeildinni í pílukasti. Þetta segir Laura Turner, einn af sérfræðingur Sky Sports um pílukast. Sherrock mistókst að vinna sér þátttökurétt á PDC-mótaröðinni í síðustu viku. Þrátt fyrir það er ekki loku fyrir það skotið að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem átta bestu pílukastarar heims leiða saman hesta sína. Turner segist skilja rökin á bak við það að hafa Sherrock með í úrvalsdeildinni. „Hún hlýtur að einn verðmætasti í pílukastinu í augnablikinu. Hún er gríðarlega vinsæl og allir vilja sjá hana spila,“ sagði Turner. „Þú skilur einnig vonbrigði þeirra leikmanna sem voru kannski á brúninni að komast inn vegna peninganna sem eru í húfi en þetta snýst bara um hvernig þú horfir á þetta. Pílukast snýst jafn mikið um viðskipti og vinsældir eins og íþróttina sjálfa og skemmtun.“ Turner hallast þó frekar að því að Sherrock verði að bíða eitthvað lengur eftir því að fá að keppa í úrvalsdeildinni. „Það kæmi mér bæði á óvart ef hún yrði með og ef hún yrði ekki með. Þú getur réttlætt það með því hversu mikið fólk vill sjá hana spila en tilfinningin mín er að átta bestu leikmenn heims, eða átta af tíu bestu, fái sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði Turner. Hún bætti við að Sherrock væri afar mikilvæg í því að auka áhuga almennings á pílukasti. „Þegar þú spyrð fólk hverja það sér reglulega í fjölmiðlum og hverja það talar um er hún risastórt nafn vegna þess sem hún hefur afrekað. Þetta er snúið. Þú vilt selja miða og hún hefur opnað heim pílukastsins fyrir alls konar fólk. Þetta eru ekki bara nýir áhorfendur heldur snýst þetta um útbreiðslu. Fjöldi fólks í Bandaríkjunum skipti af amerískum fótbolta til að horfa á Fallon keppa á HM,“ sagði Turner. „Þetta er það sem þú vilt. Þú vilt keppendur sem dregur aðra áhorfendur að. Þannig verður þetta stærrra og stærra. Þetta snýst um að finna milliveg milli vinsælda og viðskiptahliðarinnar og hugsa vel um leikmennina sem hafa gert vel undanfarin tvö ár eða svo.“ Sherrock skaust fram á sjónarsviðið þegar hún vann tvo leiki á HM 2020, fyrst kvenna. Hún keppti aftur á HM í ár en tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton í 1. umferð. Pílukast Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Sherrock mistókst að vinna sér þátttökurétt á PDC-mótaröðinni í síðustu viku. Þrátt fyrir það er ekki loku fyrir það skotið að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem átta bestu pílukastarar heims leiða saman hesta sína. Turner segist skilja rökin á bak við það að hafa Sherrock með í úrvalsdeildinni. „Hún hlýtur að einn verðmætasti í pílukastinu í augnablikinu. Hún er gríðarlega vinsæl og allir vilja sjá hana spila,“ sagði Turner. „Þú skilur einnig vonbrigði þeirra leikmanna sem voru kannski á brúninni að komast inn vegna peninganna sem eru í húfi en þetta snýst bara um hvernig þú horfir á þetta. Pílukast snýst jafn mikið um viðskipti og vinsældir eins og íþróttina sjálfa og skemmtun.“ Turner hallast þó frekar að því að Sherrock verði að bíða eitthvað lengur eftir því að fá að keppa í úrvalsdeildinni. „Það kæmi mér bæði á óvart ef hún yrði með og ef hún yrði ekki með. Þú getur réttlætt það með því hversu mikið fólk vill sjá hana spila en tilfinningin mín er að átta bestu leikmenn heims, eða átta af tíu bestu, fái sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði Turner. Hún bætti við að Sherrock væri afar mikilvæg í því að auka áhuga almennings á pílukasti. „Þegar þú spyrð fólk hverja það sér reglulega í fjölmiðlum og hverja það talar um er hún risastórt nafn vegna þess sem hún hefur afrekað. Þetta er snúið. Þú vilt selja miða og hún hefur opnað heim pílukastsins fyrir alls konar fólk. Þetta eru ekki bara nýir áhorfendur heldur snýst þetta um útbreiðslu. Fjöldi fólks í Bandaríkjunum skipti af amerískum fótbolta til að horfa á Fallon keppa á HM,“ sagði Turner. „Þetta er það sem þú vilt. Þú vilt keppendur sem dregur aðra áhorfendur að. Þannig verður þetta stærrra og stærra. Þetta snýst um að finna milliveg milli vinsælda og viðskiptahliðarinnar og hugsa vel um leikmennina sem hafa gert vel undanfarin tvö ár eða svo.“ Sherrock skaust fram á sjónarsviðið þegar hún vann tvo leiki á HM 2020, fyrst kvenna. Hún keppti aftur á HM í ár en tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton í 1. umferð.
Pílukast Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira