Frá þessu er greint í Morgunblaðinu en ástæða þess að fleirum er hleypt að en ella er ákall heilbrigðisráðuneytisins og Landspítala um að fleirum sé hleypt inn í hjúkrunardeildirnar sem starfræktar eru við HÍ og Háskólann á Akureyri.
Haft er eftir Ingu Þórsdóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ, að háskólinn sé reiðubúinn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum en honum séu takmörk sett af klínískum plássum, til dæmis á Landspítalanum.
Nú hafi spítalinn hins vegar ákveðið að fjölga plássunum og því hafi verið ákveðið að hleypa fleirum inn.
Alls komust 75 í gegnum svokallaðan „klásus“ á Akureyri. Fjórir til viðbótar náðu tilskilinni einkunn en ákvörðun um hvor þeim verður hleypt í gegn verður tekin í dag.