Gísli Þorgeir: Sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2022 21:36 Gísli Þorgeir Kristjánsson í fanginu á hollenskum varnarmönnum. epa/Tamas Kovacs Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, var hæstánægður með sigurinn á Hollandi, 29-28, í B-riðli Evrópumótsins í kvöld. Ísland var komið í góða stöðu, fimm mörkum yfir, en hikstaði verulega þegar Holland fór að spila 5-1 vörn. Íslensku strákarnir náðu þó að landa sigri og eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leiki sína á EM. Gísli mætti með skurð á enni í viðtal til Henrys Birgis Gunnarssonar eftir leikinn í kvöld. „Ég var bara laminn í fyrri hálfleik. Ég fattaði ekki að það væri komið blóð fyrr en það var sagt við mig á bekknum. En þetta fylgir þessu,“ sagði Gísli sem skoraði fjögur mörk í leiknum. Hafnfirðingurinn segir sigurinn til marks um framfarirnar sem hafa orðið á íslenska liðinu. „Tilfinningin eftir þennan leik er svolítið skrítin. Auðvitað er maður ótrúlega glaður. Þetta er sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum. Þetta er jákvætt skref. Þetta var helvítis rússíbani þessi leikur en við lönduðum þessu og mér finnst það stór plús,“ sagði Gísli. „Við hikstuðum alveg svakalega þegar þeir fóru í 5-1 vörn og komumst aldrei í þennan takt. Við gerðum okkur of erfitt fyrir og þeir stoppuðu okkur of mikið. Boltinn flaut ekki nógu vel. En Janus kom með frábæra innkomu af bekknum. Það er sama hver, allir skiluðu sína. Ég hefði viljað loka þessum leik fyrr, við vorum komnir fimm mörkum yfir en það vantaði kannski smá drápseðli.“ Íslendingarnir í höllinni í Búdapest létu vel í sér heyra og Gísli var afar ánægður með stuðninginn. „Stuðningsmennirnir okkar eru geggjaðir. Það er hrikalega gaman að spila í svona höll. Maður verður líka að njóta. Það er klisja en það er svoleiðis,“ sagði Gísli að lokum. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29 Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira
Ísland var komið í góða stöðu, fimm mörkum yfir, en hikstaði verulega þegar Holland fór að spila 5-1 vörn. Íslensku strákarnir náðu þó að landa sigri og eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leiki sína á EM. Gísli mætti með skurð á enni í viðtal til Henrys Birgis Gunnarssonar eftir leikinn í kvöld. „Ég var bara laminn í fyrri hálfleik. Ég fattaði ekki að það væri komið blóð fyrr en það var sagt við mig á bekknum. En þetta fylgir þessu,“ sagði Gísli sem skoraði fjögur mörk í leiknum. Hafnfirðingurinn segir sigurinn til marks um framfarirnar sem hafa orðið á íslenska liðinu. „Tilfinningin eftir þennan leik er svolítið skrítin. Auðvitað er maður ótrúlega glaður. Þetta er sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum. Þetta er jákvætt skref. Þetta var helvítis rússíbani þessi leikur en við lönduðum þessu og mér finnst það stór plús,“ sagði Gísli. „Við hikstuðum alveg svakalega þegar þeir fóru í 5-1 vörn og komumst aldrei í þennan takt. Við gerðum okkur of erfitt fyrir og þeir stoppuðu okkur of mikið. Boltinn flaut ekki nógu vel. En Janus kom með frábæra innkomu af bekknum. Það er sama hver, allir skiluðu sína. Ég hefði viljað loka þessum leik fyrr, við vorum komnir fimm mörkum yfir en það vantaði kannski smá drápseðli.“ Íslendingarnir í höllinni í Búdapest létu vel í sér heyra og Gísli var afar ánægður með stuðninginn. „Stuðningsmennirnir okkar eru geggjaðir. Það er hrikalega gaman að spila í svona höll. Maður verður líka að njóta. Það er klisja en það er svoleiðis,“ sagði Gísli að lokum.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29 Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira
„Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29
Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10