Íslendingar „á leið út af sporinu“ segir Ragnar Freyr Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 10:45 Ragnar birtir þessa mynd af spálíkani Landspítalans með eigin viðbót. Tölurnar tákna innlagnir á Landspítala vegna Covid-19. „Loksins sést til sólar,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson læknir á Facebook um stöðu Covid-19 faraldursins á hérlendis. Hann segir Íslendinga engu að síður „á leið út af sporinu“ og á þar við þær sóttvarnaaðgerðir sem voru boðaðar fyrir helgi. „Bara á sex vikum hefur Omikron-afbrigðið náð heimsyfirráðum. Og gerbreytt öllu,“ segir Ragnar. Covid sé nú gjörólíkur þeim sjúkdóm sem hann var áður. „Ættu viðbrögð okkar að breytast?“ spyr hann. Ragnar, sem er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum, segir mun fleiri smitast en mun færri leggjast inn á sjúkrahús. Færri leggist inn vegna Covid en þó nokkrir með Covid. Sárafáir endi á gjörgæslu. „Í gær var greint frá því að 45 sjúklingar lægju inni á Landspítala vegna COVID. Komið hefur fram að hluti þeirra er þegar laus úr einangrun og umtalsverður fjöldi liggur inni vegna annarra læknisfræðilegra vandamála en eru samtímis greindir með COVID,“ segir Ragnar. Hann segir að þær takmarkanir sem komið var á fyrir helgi muni líklega ekki skila tilætluðum árangri, enda sé faraldurinn mestur meðal barna, unglinga og ungra fullorðinna í mennta- og háskólum. „Og líklega mun útbreiddari en við höldum,“ segir Ragnar. „Víða erlendis verið að endurskoða nálgun í ljósi breyttra aðstæðna. Víða í kringum okkur er verið að skilgreina viðbrögð upp á nýtt í ljósi nýrra forsendna, m.a. á hinum Norðurlöndunum. Verið er að endurhugsa skimanir, sóttkví, viðbrögð almennings og á heilbrigðisstofnunum. Tímabært er að við gerum slíkt hið sama,“ segir læknirinn. Þjóðin sé enn á ný að þrauka í hörðum samfélagsaðgerðum. „Að þessu sinni erum við á leið út af sporinu. Mikilvægt er að við komum okkur á rétta braut fyrr en seinna. Loksins sést til sólar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Bara á sex vikum hefur Omikron-afbrigðið náð heimsyfirráðum. Og gerbreytt öllu,“ segir Ragnar. Covid sé nú gjörólíkur þeim sjúkdóm sem hann var áður. „Ættu viðbrögð okkar að breytast?“ spyr hann. Ragnar, sem er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum, segir mun fleiri smitast en mun færri leggjast inn á sjúkrahús. Færri leggist inn vegna Covid en þó nokkrir með Covid. Sárafáir endi á gjörgæslu. „Í gær var greint frá því að 45 sjúklingar lægju inni á Landspítala vegna COVID. Komið hefur fram að hluti þeirra er þegar laus úr einangrun og umtalsverður fjöldi liggur inni vegna annarra læknisfræðilegra vandamála en eru samtímis greindir með COVID,“ segir Ragnar. Hann segir að þær takmarkanir sem komið var á fyrir helgi muni líklega ekki skila tilætluðum árangri, enda sé faraldurinn mestur meðal barna, unglinga og ungra fullorðinna í mennta- og háskólum. „Og líklega mun útbreiddari en við höldum,“ segir Ragnar. „Víða erlendis verið að endurskoða nálgun í ljósi breyttra aðstæðna. Víða í kringum okkur er verið að skilgreina viðbrögð upp á nýtt í ljósi nýrra forsendna, m.a. á hinum Norðurlöndunum. Verið er að endurhugsa skimanir, sóttkví, viðbrögð almennings og á heilbrigðisstofnunum. Tímabært er að við gerum slíkt hið sama,“ segir læknirinn. Þjóðin sé enn á ný að þrauka í hörðum samfélagsaðgerðum. „Að þessu sinni erum við á leið út af sporinu. Mikilvægt er að við komum okkur á rétta braut fyrr en seinna. Loksins sést til sólar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira