Kona deyr eftir að hafa verið hrint fyrir lest í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 09:05 Stór vandamál blasa við neðanjarðarlestakerfinu í New York. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. epa/Justin Lane Fertug kona lést í New York í gær þegar maður gekk upp að henni þar sem hún beið á neðanjarðarlestarstöðinni í Times Square og hrinti henni í veg fyrir lest. Lögregla segir að svo virðist sem maðurinn hafi valið fórnarlamb sitt af handahófi en vitað er að hann hefur þjáðst af geðrænum vandamálum. New York Times segir atvikið til marks um nokkur mest aðkallandi vandamál borgarinnar; aukna tíðni ofbeldisglæpa, meðal annars í neðanjarðarlestakerfinu, gríðarlegan fjölda heimilislausra sem hefst við þar og vanfjármögnun kerfisins. Aðeins níu dagar eru liðnir frá því að nýr borgarstjóri New York, Eric Adams, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, tilkynnti um nýja áætlun sem miðar að því að stórauka sýnileika lögreglu í neðanjarðarlestakerfinu og auka sálfræðiaðstoð til handa heimilislausum. Atvikið í gær var annað ofbeldisfulla dauðsfallið sem á sér stað í kerfinu á tveimur vikum. Adams segir þau og önnur þeim lík gera það að verkum að fólk veigrar sé við því að nota lestarnar. Konan sem lést hét Michelle Alyssa Go og var af asískum uppruna en lögregla segir ekkert benda til þess að sú staðreynd hafi haft nokkuð með það að gera að maðurinn réðist á hana. Árásarmaðurinn, Simon Martial, 61 árs, fór sjálfur um borð í lest í kjölfar glæpsins og tilkynnti síðan lögreglumönnum á lestarstöðinni við Canal Street að hann hefði hrint konu í veg fyrir lest. Seinna kom í ljós að hann hafði skömmu áður ógnað annarri konu, sem óttaðist að hann hygðist hrinda sér á lestarteinana. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Tengdar fréttir Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 15. janúar 2022 14:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Lögregla segir að svo virðist sem maðurinn hafi valið fórnarlamb sitt af handahófi en vitað er að hann hefur þjáðst af geðrænum vandamálum. New York Times segir atvikið til marks um nokkur mest aðkallandi vandamál borgarinnar; aukna tíðni ofbeldisglæpa, meðal annars í neðanjarðarlestakerfinu, gríðarlegan fjölda heimilislausra sem hefst við þar og vanfjármögnun kerfisins. Aðeins níu dagar eru liðnir frá því að nýr borgarstjóri New York, Eric Adams, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, tilkynnti um nýja áætlun sem miðar að því að stórauka sýnileika lögreglu í neðanjarðarlestakerfinu og auka sálfræðiaðstoð til handa heimilislausum. Atvikið í gær var annað ofbeldisfulla dauðsfallið sem á sér stað í kerfinu á tveimur vikum. Adams segir þau og önnur þeim lík gera það að verkum að fólk veigrar sé við því að nota lestarnar. Konan sem lést hét Michelle Alyssa Go og var af asískum uppruna en lögregla segir ekkert benda til þess að sú staðreynd hafi haft nokkuð með það að gera að maðurinn réðist á hana. Árásarmaðurinn, Simon Martial, 61 árs, fór sjálfur um borð í lest í kjölfar glæpsins og tilkynnti síðan lögreglumönnum á lestarstöðinni við Canal Street að hann hefði hrint konu í veg fyrir lest. Seinna kom í ljós að hann hafði skömmu áður ógnað annarri konu, sem óttaðist að hann hygðist hrinda sér á lestarteinana. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 15. janúar 2022 14:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 15. janúar 2022 14:07