Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2022 12:30 Almenningur hefur flykkst í hraðpróf á síðustu vikum. Vísir/Vilhelm/Egill Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. Með nýjum reglum um samkomutakmarkanir, sem tóku gildi á miðnætti, er óheimilt að halda stærri viðburði og almennt er miðað við tíu manna hámark. Áður var leyfilegt að halda 200 manna viðburði með notkun hraðprófa og fyrr í desember var leyfilegt að hafa allt að 500 manns á slíkum viðburðum. Öryggismiðstöðin er eitt þeirra fyrirtækja sem heldur út sérstökum hraðprófsstöðvum en Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR sem er sérstakt svið hjá Öryggismiðstöðinni, segir að einkafyrirtækin sitji uppi með skellinn ef mikil fækkun verður í kúnnahópi þeirra, enda þurfi að borga starfsfólki laun og greiða leigu. „Við fáum greitt fyrir tekin sýni þannig að ef það mætir enginn þá er það náttúrulega ekki nein greiðsla fyrir. Þannig að við erum bara í ágætismálum, við segjum það,“ segir Ómar og bætir við að enn sé of snemmt að segja til um hvort og þá hvenær samkomutakmarkanirnar munu koma til með að hafa. Bransinn ekki sérstaklega stöðugur Hann segir að áhrifin hafi í raun verið komin fram enda hafi lítið verið af skipulögðum viðburðum í janúar. Mikið hafi verið að gera yfir hátíðarnar, þegar jólatónleikar og aðrir viðburðir voru tíðir. „Þær [samkomutakmarkanirnar] tóku náttúrulega gildi í gær. Við sáum allavega ekki neina fækkun í gær í sýnatökum og ég heyri það á mínu fólki að fólk er mikið að koma ef það er að fara að hitta vini eða ættingja, eða á leið í lítið matarboð. Eða náttúrulega að fara erlendis, þarf það vottorð,“ segir Ómar. Ómar segir að starfsemin hafi eðli málsins samkvæmt sveiflast í takti við gildandi takmarkanir á hverjum tíma. Bransinn sé ekki sérstaklega stöðugur. „Það er rosalega snemmt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur eða hvernig í rauninni þetta hefur áhrif á uppbyggingu á okkar kúnnahópi,“segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR hjá Öryggismiðstöðinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 13. nóvember 2021 13:30 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Með nýjum reglum um samkomutakmarkanir, sem tóku gildi á miðnætti, er óheimilt að halda stærri viðburði og almennt er miðað við tíu manna hámark. Áður var leyfilegt að halda 200 manna viðburði með notkun hraðprófa og fyrr í desember var leyfilegt að hafa allt að 500 manns á slíkum viðburðum. Öryggismiðstöðin er eitt þeirra fyrirtækja sem heldur út sérstökum hraðprófsstöðvum en Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR sem er sérstakt svið hjá Öryggismiðstöðinni, segir að einkafyrirtækin sitji uppi með skellinn ef mikil fækkun verður í kúnnahópi þeirra, enda þurfi að borga starfsfólki laun og greiða leigu. „Við fáum greitt fyrir tekin sýni þannig að ef það mætir enginn þá er það náttúrulega ekki nein greiðsla fyrir. Þannig að við erum bara í ágætismálum, við segjum það,“ segir Ómar og bætir við að enn sé of snemmt að segja til um hvort og þá hvenær samkomutakmarkanirnar munu koma til með að hafa. Bransinn ekki sérstaklega stöðugur Hann segir að áhrifin hafi í raun verið komin fram enda hafi lítið verið af skipulögðum viðburðum í janúar. Mikið hafi verið að gera yfir hátíðarnar, þegar jólatónleikar og aðrir viðburðir voru tíðir. „Þær [samkomutakmarkanirnar] tóku náttúrulega gildi í gær. Við sáum allavega ekki neina fækkun í gær í sýnatökum og ég heyri það á mínu fólki að fólk er mikið að koma ef það er að fara að hitta vini eða ættingja, eða á leið í lítið matarboð. Eða náttúrulega að fara erlendis, þarf það vottorð,“ segir Ómar. Ómar segir að starfsemin hafi eðli málsins samkvæmt sveiflast í takti við gildandi takmarkanir á hverjum tíma. Bransinn sé ekki sérstaklega stöðugur. „Það er rosalega snemmt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur eða hvernig í rauninni þetta hefur áhrif á uppbyggingu á okkar kúnnahópi,“segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR hjá Öryggismiðstöðinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 13. nóvember 2021 13:30 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 13. nóvember 2021 13:30
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48