Derby úr öskunni í eldinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 11:01 Wayne Rooney á erfitt verkefni fyrir höndum hjá Derby County. Marc Atkins/Getty Images) Tímabilið hefur ekki beint verið dans á rósum hjá enska B-deildarliðinu Derby County. Liðið situr á botni deildarinnar eftir að 21 stig var tekið af þeim vegna fjárhagsvandræða. Þá hefur liðið verið sett í félagaskiptabann. Eins ótrúlegt og það hljómar væri Derby um miðja deild ef ekki hefði verið tekið 21 stig af liðinu vegna fjárhagsvandræða þess. Leikmannahópurinn er örþunnur og virðist sem lærisveinar Waynes Rooney séu að knýja fram kraftaverk leik eftir leik. Vandræðin hafa hins vegar haldið áfram í janúar þar sem liðið hefur verið sett í félagaskiptabann. Það er það má ekki sækja nýja leikmenn, eða semja við leikmenn sem eru að renna út á samningi. BREAKING | Derby County have been placed under a fresh transfer embargo pic.twitter.com/w6eMXfcBq0— Sky Sports Football (@SkyFootball) January 14, 2022 Miðvörðurinn Phil Jagielka hafði aðeins samið til áramóta en hann hefur spilað stóra rullu í liði Derby það sem af er leiktíð. Félagið má hins vegar ekki semja við hann sökum félagaskiptabannsins og því virðist sem Jagielka sé á leið til Stoke City. Ástæðan fyrir banninu er sú að Derby hefur ekki tekist að leggja fram áætlun sem sýnir fram á hvernig félagið mun borga skuldir sínar. Það er ljóst að Wayne Rooney á enn erfiðara verkefni fyrir höndum en upphaflega var búist við. Samkvæmt Sky News ku Rooney ekki hafa tekið því vel er hann frétti að félagið gæti ekki sótt nýja leikmenn eða framlengt samning Jagielka. Rooney virðist þó ekki ætla að gefast upp og ef liðið nær í jafn mörg stig á síðari helming tímabilsins og það gerði á þeim fyrri gæti Derby tekist hið ómögulega. Það er að halda sæti sínu í B-deild þó allt sé í rjúkandi rúst hjá félaginu. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Eins ótrúlegt og það hljómar væri Derby um miðja deild ef ekki hefði verið tekið 21 stig af liðinu vegna fjárhagsvandræða þess. Leikmannahópurinn er örþunnur og virðist sem lærisveinar Waynes Rooney séu að knýja fram kraftaverk leik eftir leik. Vandræðin hafa hins vegar haldið áfram í janúar þar sem liðið hefur verið sett í félagaskiptabann. Það er það má ekki sækja nýja leikmenn, eða semja við leikmenn sem eru að renna út á samningi. BREAKING | Derby County have been placed under a fresh transfer embargo pic.twitter.com/w6eMXfcBq0— Sky Sports Football (@SkyFootball) January 14, 2022 Miðvörðurinn Phil Jagielka hafði aðeins samið til áramóta en hann hefur spilað stóra rullu í liði Derby það sem af er leiktíð. Félagið má hins vegar ekki semja við hann sökum félagaskiptabannsins og því virðist sem Jagielka sé á leið til Stoke City. Ástæðan fyrir banninu er sú að Derby hefur ekki tekist að leggja fram áætlun sem sýnir fram á hvernig félagið mun borga skuldir sínar. Það er ljóst að Wayne Rooney á enn erfiðara verkefni fyrir höndum en upphaflega var búist við. Samkvæmt Sky News ku Rooney ekki hafa tekið því vel er hann frétti að félagið gæti ekki sótt nýja leikmenn eða framlengt samning Jagielka. Rooney virðist þó ekki ætla að gefast upp og ef liðið nær í jafn mörg stig á síðari helming tímabilsins og það gerði á þeim fyrri gæti Derby tekist hið ómögulega. Það er að halda sæti sínu í B-deild þó allt sé í rjúkandi rúst hjá félaginu. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira