Derby úr öskunni í eldinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 11:01 Wayne Rooney á erfitt verkefni fyrir höndum hjá Derby County. Marc Atkins/Getty Images) Tímabilið hefur ekki beint verið dans á rósum hjá enska B-deildarliðinu Derby County. Liðið situr á botni deildarinnar eftir að 21 stig var tekið af þeim vegna fjárhagsvandræða. Þá hefur liðið verið sett í félagaskiptabann. Eins ótrúlegt og það hljómar væri Derby um miðja deild ef ekki hefði verið tekið 21 stig af liðinu vegna fjárhagsvandræða þess. Leikmannahópurinn er örþunnur og virðist sem lærisveinar Waynes Rooney séu að knýja fram kraftaverk leik eftir leik. Vandræðin hafa hins vegar haldið áfram í janúar þar sem liðið hefur verið sett í félagaskiptabann. Það er það má ekki sækja nýja leikmenn, eða semja við leikmenn sem eru að renna út á samningi. BREAKING | Derby County have been placed under a fresh transfer embargo pic.twitter.com/w6eMXfcBq0— Sky Sports Football (@SkyFootball) January 14, 2022 Miðvörðurinn Phil Jagielka hafði aðeins samið til áramóta en hann hefur spilað stóra rullu í liði Derby það sem af er leiktíð. Félagið má hins vegar ekki semja við hann sökum félagaskiptabannsins og því virðist sem Jagielka sé á leið til Stoke City. Ástæðan fyrir banninu er sú að Derby hefur ekki tekist að leggja fram áætlun sem sýnir fram á hvernig félagið mun borga skuldir sínar. Það er ljóst að Wayne Rooney á enn erfiðara verkefni fyrir höndum en upphaflega var búist við. Samkvæmt Sky News ku Rooney ekki hafa tekið því vel er hann frétti að félagið gæti ekki sótt nýja leikmenn eða framlengt samning Jagielka. Rooney virðist þó ekki ætla að gefast upp og ef liðið nær í jafn mörg stig á síðari helming tímabilsins og það gerði á þeim fyrri gæti Derby tekist hið ómögulega. Það er að halda sæti sínu í B-deild þó allt sé í rjúkandi rúst hjá félaginu. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Eins ótrúlegt og það hljómar væri Derby um miðja deild ef ekki hefði verið tekið 21 stig af liðinu vegna fjárhagsvandræða þess. Leikmannahópurinn er örþunnur og virðist sem lærisveinar Waynes Rooney séu að knýja fram kraftaverk leik eftir leik. Vandræðin hafa hins vegar haldið áfram í janúar þar sem liðið hefur verið sett í félagaskiptabann. Það er það má ekki sækja nýja leikmenn, eða semja við leikmenn sem eru að renna út á samningi. BREAKING | Derby County have been placed under a fresh transfer embargo pic.twitter.com/w6eMXfcBq0— Sky Sports Football (@SkyFootball) January 14, 2022 Miðvörðurinn Phil Jagielka hafði aðeins samið til áramóta en hann hefur spilað stóra rullu í liði Derby það sem af er leiktíð. Félagið má hins vegar ekki semja við hann sökum félagaskiptabannsins og því virðist sem Jagielka sé á leið til Stoke City. Ástæðan fyrir banninu er sú að Derby hefur ekki tekist að leggja fram áætlun sem sýnir fram á hvernig félagið mun borga skuldir sínar. Það er ljóst að Wayne Rooney á enn erfiðara verkefni fyrir höndum en upphaflega var búist við. Samkvæmt Sky News ku Rooney ekki hafa tekið því vel er hann frétti að félagið gæti ekki sótt nýja leikmenn eða framlengt samning Jagielka. Rooney virðist þó ekki ætla að gefast upp og ef liðið nær í jafn mörg stig á síðari helming tímabilsins og það gerði á þeim fyrri gæti Derby tekist hið ómögulega. Það er að halda sæti sínu í B-deild þó allt sé í rjúkandi rúst hjá félaginu. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira