Handbolti

„Vorum með á­kveðið plan sem við fylgdum eftir“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur var sáttur með sigur kvöldsins.
Guðmundur var sáttur með sigur kvöldsins. EPA-EFE/Petr David Josek / POOL

„Hún er frábær. Þetta var rosalega vel útfærður leikur hjá strákunum. Hann fór í raun alveg eins og við vorum búnir að planleggja,“ sagði hæstánægður Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, um tilfinninguna að loknum frábærum fjögurra marka sigri Íslands á Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM í handbolta.

„Við spiluðum frábærlega varnarlega, eftir smá hnökra í byrjun fengum við markvörslu, hraðaupphlaup og allt sem var búið að leggja upp með,“ bætti þjálfarinn við.

„Þetta var samt mjög erfitt. Portúgal er líklega besta lið í heimi að spila sjö á sex, það er í yfirtölu. Við vorum með nokkur ný atriði sóknarlega sem við vildum sjá og við fengum að sjá frábæran sóknarleik hér í dag.“

„Það kom smá los á okkur þegar við vorum búnir að landa sigrinum, hefði viljað sjá okkur fylgja þessu betur í gegn. Við getum verið mjög stoltir af þessum fjögurra marka sigri hér í dag gegn mjög sterku liði.“

„Við vorum með ákveðið plan sem við fylgdum eftir. Get ekki verið annað en mjög ánægður með það sem ég upplifaði á vellinum. Fannst við hafa stjórn á leiknum fyrir utan fyrstu mínúturnar en síðan náðum við að stýra leiknum sem var mjög ánægjulegt,“ sagði Guðmundur að endingu.

Klippa: Guðmundur eftir sigurinn gegn Portúgal

Tengdar fréttir

„Vorum aldrei að fara að tapa þessu“

„Þetta var rock solid frammistaða hjá okkur. Í vörn og sókn. Við hikstuðum kannski smá þegar þeir fóru í 5-1 vörn. Ég er mjög sáttur með þetta,“ sagði fyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Portúgal á EM í kvöld.

Þakkaði góðum undirbúningi sigurinn

„Við fengum langan tíma í þennan undirbúning svo við vissum alveg – höfum spilað við þá áður – að þeir voru að fara svæfa okkur. Byrja rólega, klippa inn hornin, ekkert að gerast, svo kemur kerfið og vona að við séum komnir á hælana og svo kemur árásin,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, um mótherja Íslands á EM í handbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×