„Við spiluðum frábærlega varnarlega, eftir smá hnökra í byrjun fengum við markvörslu, hraðaupphlaup og allt sem var búið að leggja upp með,“ bætti þjálfarinn við.
„Þetta var samt mjög erfitt. Portúgal er líklega besta lið í heimi að spila sjö á sex, það er í yfirtölu. Við vorum með nokkur ný atriði sóknarlega sem við vildum sjá og við fengum að sjá frábæran sóknarleik hér í dag.“
„Það kom smá los á okkur þegar við vorum búnir að landa sigrinum, hefði viljað sjá okkur fylgja þessu betur í gegn. Við getum verið mjög stoltir af þessum fjögurra marka sigri hér í dag gegn mjög sterku liði.“
„Við vorum með ákveðið plan sem við fylgdum eftir. Get ekki verið annað en mjög ánægður með það sem ég upplifaði á vellinum. Fannst við hafa stjórn á leiknum fyrir utan fyrstu mínúturnar en síðan náðum við að stýra leiknum sem var mjög ánægjulegt,“ sagði Guðmundur að endingu.