Handbolti

„Vorum með á­kveðið plan sem við fylgdum eftir“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur var sáttur með sigur kvöldsins.
Guðmundur var sáttur með sigur kvöldsins. EPA-EFE/Petr David Josek / POOL

„Hún er frábær. Þetta var rosalega vel útfærður leikur hjá strákunum. Hann fór í raun alveg eins og við vorum búnir að planleggja,“ sagði hæstánægður Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, um tilfinninguna að loknum frábærum fjögurra marka sigri Íslands á Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM í handbolta.

„Við spiluðum frábærlega varnarlega, eftir smá hnökra í byrjun fengum við markvörslu, hraðaupphlaup og allt sem var búið að leggja upp með,“ bætti þjálfarinn við.

„Þetta var samt mjög erfitt. Portúgal er líklega besta lið í heimi að spila sjö á sex, það er í yfirtölu. Við vorum með nokkur ný atriði sóknarlega sem við vildum sjá og við fengum að sjá frábæran sóknarleik hér í dag.“

„Það kom smá los á okkur þegar við vorum búnir að landa sigrinum, hefði viljað sjá okkur fylgja þessu betur í gegn. Við getum verið mjög stoltir af þessum fjögurra marka sigri hér í dag gegn mjög sterku liði.“

„Við vorum með ákveðið plan sem við fylgdum eftir. Get ekki verið annað en mjög ánægður með það sem ég upplifaði á vellinum. Fannst við hafa stjórn á leiknum fyrir utan fyrstu mínúturnar en síðan náðum við að stýra leiknum sem var mjög ánægjulegt,“ sagði Guðmundur að endingu.


Tengdar fréttir

„Vorum aldrei að fara að tapa þessu“

„Þetta var rock solid frammistaða hjá okkur. Í vörn og sókn. Við hikstuðum kannski smá þegar þeir fóru í 5-1 vörn. Ég er mjög sáttur með þetta,“ sagði fyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Portúgal á EM í kvöld.

Þakkaði góðum undirbúningi sigurinn

„Við fengum langan tíma í þennan undirbúning svo við vissum alveg – höfum spilað við þá áður – að þeir voru að fara svæfa okkur. Byrja rólega, klippa inn hornin, ekkert að gerast, svo kemur kerfið og vona að við séum komnir á hælana og svo kemur árásin,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, um mótherja Íslands á EM í handbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×