Sameina þrjú verkefni í einni plötu Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 14. janúar 2022 15:26 Þríeykið kynntist í FÍH og kemur víðs vegar að, Rakel frá Akureyri, Salóme frá Ísafirði og Zaar frá Danmörku. Cameron Stewart Þrjár tónlistarkonur, Salóme Katrín, RAKEL og ZAAR, leiða saman hesta sína á nýrri splittskífu sem kemur út þann 25. febrúar næstkomandi. Ber gripurinn titilinn While We Wait og er með tveimur lögum með hverri þeirra fyrir sig ásamt einu sem þær gerðu saman. Ein þeirra ríður á vaðið með fyrstu smáskífuna af útgáfunni, Salóme með lagið The Other Side. Það kemur út í dag ásamt textamyndbandi eftir listamanninn Hákon Bragason. „Ég samdi The Other Side eitt haustkvöld árið 2020 heima í stofu, á gítar. Venjulega sem ég alltaf á píanóið mitt, en klukkan var orðin svo margt að píanóleikurinn hefði sennilega vakið alla blokkina,” segir Salóme. „Lagið er óður til alls þess tónlistarfólks sem hefur fylgt mér síðan ég var barn og unglingur. Indí-rokk bylgjan sem tröllreið öllu á þeim tíma var mér óneitanlega mikill innblástur þegar ég samdi og tók upp lagið, sem og öll sú frábæra tónlist sem er verið að gefa út í dag – til að mynda listamenn eins og Mitski og Angel Olsen.“ Sameiginlega skífan hefur að sögn Salóme verið í vinnslu síðan í vor en samstarfið segir hún hafa gengið frábærlega. „Þessi sameiginlega plata var fullkominn vettvangur til þess að prófa sig áfram í nýjum hljóðheim og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.“ Splittskífur, sem hafa áður hlotið ónothæfu þýðinguna deiliskífur, eru óvenjulegur útgáfumáti fyrir tónlist að þessu tagi en þær eiga rætur sínar að rekja til pönks og annarra neðanjarðartónlistarstefna. Þá eru það oftast tvær sveitir sem eiga hvor sína hlið á vínylplötunni. Umslag smáskífunnar. Tengdar fréttir Samið með heimabæinn í huga Í dag kemur út fyrsta tónlistarmyndband Salóme Katrínar, við lagið Water sem kom út á samnefndri stuttskífu fyrir rúmu ári síðan. 2. desember 2021 16:48 Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01 Föstudagsplaylisti Rakelar Sigurðardóttur Lög til að sitja við, dansa við, gráta við. 5. júní 2020 15:44 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Ein þeirra ríður á vaðið með fyrstu smáskífuna af útgáfunni, Salóme með lagið The Other Side. Það kemur út í dag ásamt textamyndbandi eftir listamanninn Hákon Bragason. „Ég samdi The Other Side eitt haustkvöld árið 2020 heima í stofu, á gítar. Venjulega sem ég alltaf á píanóið mitt, en klukkan var orðin svo margt að píanóleikurinn hefði sennilega vakið alla blokkina,” segir Salóme. „Lagið er óður til alls þess tónlistarfólks sem hefur fylgt mér síðan ég var barn og unglingur. Indí-rokk bylgjan sem tröllreið öllu á þeim tíma var mér óneitanlega mikill innblástur þegar ég samdi og tók upp lagið, sem og öll sú frábæra tónlist sem er verið að gefa út í dag – til að mynda listamenn eins og Mitski og Angel Olsen.“ Sameiginlega skífan hefur að sögn Salóme verið í vinnslu síðan í vor en samstarfið segir hún hafa gengið frábærlega. „Þessi sameiginlega plata var fullkominn vettvangur til þess að prófa sig áfram í nýjum hljóðheim og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.“ Splittskífur, sem hafa áður hlotið ónothæfu þýðinguna deiliskífur, eru óvenjulegur útgáfumáti fyrir tónlist að þessu tagi en þær eiga rætur sínar að rekja til pönks og annarra neðanjarðartónlistarstefna. Þá eru það oftast tvær sveitir sem eiga hvor sína hlið á vínylplötunni. Umslag smáskífunnar.
Tengdar fréttir Samið með heimabæinn í huga Í dag kemur út fyrsta tónlistarmyndband Salóme Katrínar, við lagið Water sem kom út á samnefndri stuttskífu fyrir rúmu ári síðan. 2. desember 2021 16:48 Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01 Föstudagsplaylisti Rakelar Sigurðardóttur Lög til að sitja við, dansa við, gráta við. 5. júní 2020 15:44 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Samið með heimabæinn í huga Í dag kemur út fyrsta tónlistarmyndband Salóme Katrínar, við lagið Water sem kom út á samnefndri stuttskífu fyrir rúmu ári síðan. 2. desember 2021 16:48
Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01
Föstudagsplaylisti Rakelar Sigurðardóttur Lög til að sitja við, dansa við, gráta við. 5. júní 2020 15:44