„Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. janúar 2022 14:35 Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að embættinu hafi borist margar ábendingar um framkvæmd sýnatökunnar á Suðurnesjum, þá helst að umhverfið væri ekki barnvænt, þröngt væri um börnin, og starfsmenn ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. Salvör segir mikilvægt að vel sé búið um börnin. „Þetta eru náttúrulega fjölmörg börn sem eru að fara í sýnatökur og þetta geta verið mjög erfiðar aðstæður, þau eru oft hrædd bæði við sýnatökuna sjálfa og jafnvel hrædd við útkomuna, að þeirri bíði einangrun eða sóttkví,“ segir Salvör. „Þannig það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum,“ segir hún enn fremur. Andrea Klara Hauksdóttir, deildarstjóri á heilsugæslu HSS, segir að verið sé að skoða málið og kanna alla verkferla. „Við náttúrulega tökum öllum ábendingum fagnandi og munum skoða þetta í framhaldinu. En allir eru að gerast sitt besta í þessu óvenjulegu verkefni,“ segir Andrea og bætir við að undanfarið hafi verið mjög mikið um sýnatökur á Suðurnesjum. Hún segir að þrátt fyrir ábendingarnar hafi sýnatökurnar vel og bendir á að heilbrigðisstarfsfólk er alltaf á svæðinu komi eitthvað upp á. Svipað erindi var sent á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, meðal annars þar sem langar raðir mynduðust oft. Í morgun fengust þau svör að búið væri að bregðast við erindinu og gera úrbætur. „Núna er staðan sú að það eru svo mörg börn að fara í sýnatöku og jafnvel allt niður í kornabörn. Þannig það er auðvitað mjög brýnt að aðstæður séu aðlaðandi fyrir börn, starfsfólk þjálfað og fólk þurfi ekki að bíða í löngum röðum,“ segir Salvör. Aðspurð um hvort hún telji tilefni til að kanna aðstæður í öðrum landshlutum í ljósi ábendinganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum segist hún vona að stofnanirnar fari í það sjálfar. „Við vonumst auðvitað til þess að sú umræða sem hefur verið um þetta að undanförnum dögum og vikum geri það að verkum að aðrir skoði sín mál og meti aðstæðurnar út frá þörfum barna og hagsmunum þeirra,“ segir Salvör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01 Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að embættinu hafi borist margar ábendingar um framkvæmd sýnatökunnar á Suðurnesjum, þá helst að umhverfið væri ekki barnvænt, þröngt væri um börnin, og starfsmenn ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. Salvör segir mikilvægt að vel sé búið um börnin. „Þetta eru náttúrulega fjölmörg börn sem eru að fara í sýnatökur og þetta geta verið mjög erfiðar aðstæður, þau eru oft hrædd bæði við sýnatökuna sjálfa og jafnvel hrædd við útkomuna, að þeirri bíði einangrun eða sóttkví,“ segir Salvör. „Þannig það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum,“ segir hún enn fremur. Andrea Klara Hauksdóttir, deildarstjóri á heilsugæslu HSS, segir að verið sé að skoða málið og kanna alla verkferla. „Við náttúrulega tökum öllum ábendingum fagnandi og munum skoða þetta í framhaldinu. En allir eru að gerast sitt besta í þessu óvenjulegu verkefni,“ segir Andrea og bætir við að undanfarið hafi verið mjög mikið um sýnatökur á Suðurnesjum. Hún segir að þrátt fyrir ábendingarnar hafi sýnatökurnar vel og bendir á að heilbrigðisstarfsfólk er alltaf á svæðinu komi eitthvað upp á. Svipað erindi var sent á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, meðal annars þar sem langar raðir mynduðust oft. Í morgun fengust þau svör að búið væri að bregðast við erindinu og gera úrbætur. „Núna er staðan sú að það eru svo mörg börn að fara í sýnatöku og jafnvel allt niður í kornabörn. Þannig það er auðvitað mjög brýnt að aðstæður séu aðlaðandi fyrir börn, starfsfólk þjálfað og fólk þurfi ekki að bíða í löngum röðum,“ segir Salvör. Aðspurð um hvort hún telji tilefni til að kanna aðstæður í öðrum landshlutum í ljósi ábendinganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum segist hún vona að stofnanirnar fari í það sjálfar. „Við vonumst auðvitað til þess að sú umræða sem hefur verið um þetta að undanförnum dögum og vikum geri það að verkum að aðrir skoði sín mál og meti aðstæðurnar út frá þörfum barna og hagsmunum þeirra,“ segir Salvör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01 Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06
Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01
Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36