Kári telur rétt að halda aðgerðum óbreyttum: „Ég held að þetta verði allt í lagi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2022 12:01 Kári bindur vonir við mótefnamælingar Íslenskrar erfðagreiningar sem hófust í vikunni en þær geta metið hversu stór hluti landsmanna hefur smitast af kórónuveirunni. Niðurstaðna úr fyrri mælingu er að vænta um miðja næstu viku. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að eina leiðin til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar sé útgöngubann, en telur það þó ekki skynsamlegt hér á landi. Hann telur óbreyttar aðgerðir bestu leiðina en að styðja þurfi Landspítalann mun betur en gert hafi verið hingað til. „Þetta virðist valda sjúkdómi sem er mildari heldur en þau afbrigði veirunnar sem við höfum verið að takast á við áður, sem er að öllum líkindum ekki bara vegna þess að svo mörg okkar eru svo vel bólusett, heldur vegna þess að þetta afbrigði í sjálfu sér er mildara,” segir Kári. „Ég er ekki viss um að okkur takist að minnka útbreiðsluna án þess að fara bara í algjört lockdown, sem ég held að sé ekki skynsamlegt á þessu augnabliki. Ég held að við verðum að finna einhverja leið til þess að styðja við Landspítalann betur heldur en við höfum gert hingað til.” Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í gær gríðarlegum áhyggjum af stöðunni í faraldrinum og því álagi sem skapast hefur á Landspítalann. Þar af leiðandi búist hann við að leggja fram tillögur til hertari aðgerða, líklega fyrir helgi. Kári tekur undir það að leita þurfi leiða til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Hér á landi hins vegar gangi það ekki upp að grípa til útgöngubanns. „Ég myndi ekki grípa til neinna annarra aðgerða heldur en við höfum í gangi núna. Ef við byggjum í einhvers konar útópísku samfélagi þar sem væri enginn vandi að fá fólk til þess að hoppa og skoppa að vild stjórnvalda, þá væri sá möguleiki fyrir hendi að ég myndi segja að við ættum að loka öllu næstu tvær til þrjár vikur, en það er bara ekki skynsamlegt eins og ástandið sé í dag,” segir Kári, sem þó virðist bjartsýnn á að það fari að birta til í faraldrinum. „Ég held að þetta verði allt í lagi.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Þetta virðist valda sjúkdómi sem er mildari heldur en þau afbrigði veirunnar sem við höfum verið að takast á við áður, sem er að öllum líkindum ekki bara vegna þess að svo mörg okkar eru svo vel bólusett, heldur vegna þess að þetta afbrigði í sjálfu sér er mildara,” segir Kári. „Ég er ekki viss um að okkur takist að minnka útbreiðsluna án þess að fara bara í algjört lockdown, sem ég held að sé ekki skynsamlegt á þessu augnabliki. Ég held að við verðum að finna einhverja leið til þess að styðja við Landspítalann betur heldur en við höfum gert hingað til.” Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í gær gríðarlegum áhyggjum af stöðunni í faraldrinum og því álagi sem skapast hefur á Landspítalann. Þar af leiðandi búist hann við að leggja fram tillögur til hertari aðgerða, líklega fyrir helgi. Kári tekur undir það að leita þurfi leiða til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Hér á landi hins vegar gangi það ekki upp að grípa til útgöngubanns. „Ég myndi ekki grípa til neinna annarra aðgerða heldur en við höfum í gangi núna. Ef við byggjum í einhvers konar útópísku samfélagi þar sem væri enginn vandi að fá fólk til þess að hoppa og skoppa að vild stjórnvalda, þá væri sá möguleiki fyrir hendi að ég myndi segja að við ættum að loka öllu næstu tvær til þrjár vikur, en það er bara ekki skynsamlegt eins og ástandið sé í dag,” segir Kári, sem þó virðist bjartsýnn á að það fari að birta til í faraldrinum. „Ég held að þetta verði allt í lagi.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira