Prinsinn snýr aftur til Bel-Air Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 23:12 Prinsinn snýr aftur til Bel-Air í nýjum þáttum á Peacock. Skjáskot/Getty Prinsinn Will mun snúa aftur til Bel-Air í nýrri dramaþáttaröð sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Peacock. Þættirnir eru byggðir á hinum sívinsælu The Fresh Prince of Bel-Air, sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar. Sagan á bak við þættina er nokkuð sérstök, satt best að segja. Hjólin fóru að snúast þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Cooper ákvað að búa til stiklu að dramatískari útgáfu þáttanna The Fresh Prince of Bel-Air. Stiklan fór eins og eldur í sinu um internetið og meira að segja Will Smith, sem lék prinsinn í upprunalegu þáttunum, varð stórhrifinn af stiklunni. Svo hrifinn að hann ákvað að gera verkefnið að veruleika en hann er framleiðandi nýju þáttanna. Þættirnir, sem heita Bel-Air, fylgja sömu sögu og þeir upprunalegu þó án grínsins sem einkenndu þá á sínum tíma. Sagan er mun dramatískari í þetta skiptið. Hún hefst á Will, þegar hann býr enn í Fíladelfíu með mömmu sinni, þar sem hann kemur sér í mikil vandræði þegar hann er gómaður af lögreglunni með skammbyssu í fórum sínum. Horfa má á stikluna fyrir þættina í spilaranum hér að neðan. Og rétt eins og í upprunalegu þáttunum ákveður móðir hans að senda hann til frænku sinnar Vivan og Phil frænda, sem lifa góðu lífi í Bel-Air. Þættirnir hefja göngu sína á Peacock 13. febrúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Sagan á bak við þættina er nokkuð sérstök, satt best að segja. Hjólin fóru að snúast þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Cooper ákvað að búa til stiklu að dramatískari útgáfu þáttanna The Fresh Prince of Bel-Air. Stiklan fór eins og eldur í sinu um internetið og meira að segja Will Smith, sem lék prinsinn í upprunalegu þáttunum, varð stórhrifinn af stiklunni. Svo hrifinn að hann ákvað að gera verkefnið að veruleika en hann er framleiðandi nýju þáttanna. Þættirnir, sem heita Bel-Air, fylgja sömu sögu og þeir upprunalegu þó án grínsins sem einkenndu þá á sínum tíma. Sagan er mun dramatískari í þetta skiptið. Hún hefst á Will, þegar hann býr enn í Fíladelfíu með mömmu sinni, þar sem hann kemur sér í mikil vandræði þegar hann er gómaður af lögreglunni með skammbyssu í fórum sínum. Horfa má á stikluna fyrir þættina í spilaranum hér að neðan. Og rétt eins og í upprunalegu þáttunum ákveður móðir hans að senda hann til frænku sinnar Vivan og Phil frænda, sem lifa góðu lífi í Bel-Air. Þættirnir hefja göngu sína á Peacock 13. febrúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira