Hefur beðið sárkvalinn í viku eftir aðgerð sem ekki er hægt að framkvæma vegna manneklu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 12:06 Svala Lind Ægisdóttir er móðir drengsins. vísir Drengur sem handleggsbrotnaði á þriðjudaginn í síðustu viku bíður enn eftir aðgerð sem ekki hefur verið hægt að framkvæma vegna manneklu á Landspítalanum. Móðir hans segir drenginn sárkvalinn og ekkert sé hægt að gera vegna stöðunnar á spítalanum. Á þriðjudaginn í síðustu viku lenti sonur Svölu Lindar Ægisdóttur í snjóbrettaslysi. Á bráðamóttöku kom í ljós að hann væri marghandleggsbrotinn og þyrfti á aðgerð að halda. „Hann er sendur heim með Parkódín Forte og sagt að bíða þar sem að ekki sé hægt að framkvæma aðgerð sem þarf að gera á honum, þar sem þarf að setja stálplötu í handlegginn á honum, vegna langra biðlista og undirmönnunar. Og að hann eigi bara að fara heim og bíða og það verði hringt í hann,“ sagði Svala Lind Ægisdóttir, móðir drengsins. Bíður við símann „Hann er búinn að bíða með símann í höndunum.“ Svörin sem hún fékk voru á þá leið að ekki væri hægt að framkvæma aðgerðina vegna manneklu á spítalanum. Í dag er liðin vika frá handleggsbrotinu og bíður hann enn kvalinn eftir aðgerðinni sem framkvæmd verður á fimmtudaginn, þá níu dögum eftir slysið. „Á sunnudagskvöld er hann aðframkominn af verkjum og gat varla staðið í lappirnar. Við förum þá aftur upp á bráðamóttöku og hann er skoðaður og athugað með blóðtappamyndun í hendi sem var ekki. Það reyndist erfitt að skoða hann þar sem spelkan var tekinn af og hann var svo kvalinn að það var ekki hægt að ómskoða allan handlegginn. “ Beið í sex tíma á ganginum Þar er hann sprautaður með morfíni, sendur aftur heim og sagt að koma aftur daginn eftir ef hann yrði ekki betri. „Þannig að við fórum þangað aftur í gær. Hann var kominn þangað um hálf fjögur og látinn sitja í hjólastól á ganginum í sex tíma. Þá fékk hann eina Paratabs og síðan var hann tekinn inn á stofu þar sem hann beið eftir bæklunarlækni sem athugaði með hvort það væri laust rúm fyrir hann svo það væri hægt að leggja hann inn fyrst að staðan væri orðin svona slæm.“ Hún segist ekkert geta gert og að lítið sé um upplýsingar. „Aldrei nokkurn tímann hélt ég að við myndum leita á bráðamóttöku og ekki fá þjónustu, aðstoð eða lækningu.“ Hún bað um að athugað yrði hvort hægt væri að framkvæma aðgerðina á Akureyri en hefur engin svör fengið. Landspítali á neyðarstigi Í skriflegu svari frá Landspítalanum kemur fram að forsvarsmenn spítlans tjái sig ekki um einstök mál. Vert sé að muna að spítalinn sé á neyðarstigi auk þess sem hann glími við mikla manneklu vegna Covid smitaðra starfsmanna. Við síkar aðstæður sé forgangsröðun mikilvæg en að miðað sé við að klára aðgerðir af þessu tagi innan tveggja vikna. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Á þriðjudaginn í síðustu viku lenti sonur Svölu Lindar Ægisdóttur í snjóbrettaslysi. Á bráðamóttöku kom í ljós að hann væri marghandleggsbrotinn og þyrfti á aðgerð að halda. „Hann er sendur heim með Parkódín Forte og sagt að bíða þar sem að ekki sé hægt að framkvæma aðgerð sem þarf að gera á honum, þar sem þarf að setja stálplötu í handlegginn á honum, vegna langra biðlista og undirmönnunar. Og að hann eigi bara að fara heim og bíða og það verði hringt í hann,“ sagði Svala Lind Ægisdóttir, móðir drengsins. Bíður við símann „Hann er búinn að bíða með símann í höndunum.“ Svörin sem hún fékk voru á þá leið að ekki væri hægt að framkvæma aðgerðina vegna manneklu á spítalanum. Í dag er liðin vika frá handleggsbrotinu og bíður hann enn kvalinn eftir aðgerðinni sem framkvæmd verður á fimmtudaginn, þá níu dögum eftir slysið. „Á sunnudagskvöld er hann aðframkominn af verkjum og gat varla staðið í lappirnar. Við förum þá aftur upp á bráðamóttöku og hann er skoðaður og athugað með blóðtappamyndun í hendi sem var ekki. Það reyndist erfitt að skoða hann þar sem spelkan var tekinn af og hann var svo kvalinn að það var ekki hægt að ómskoða allan handlegginn. “ Beið í sex tíma á ganginum Þar er hann sprautaður með morfíni, sendur aftur heim og sagt að koma aftur daginn eftir ef hann yrði ekki betri. „Þannig að við fórum þangað aftur í gær. Hann var kominn þangað um hálf fjögur og látinn sitja í hjólastól á ganginum í sex tíma. Þá fékk hann eina Paratabs og síðan var hann tekinn inn á stofu þar sem hann beið eftir bæklunarlækni sem athugaði með hvort það væri laust rúm fyrir hann svo það væri hægt að leggja hann inn fyrst að staðan væri orðin svona slæm.“ Hún segist ekkert geta gert og að lítið sé um upplýsingar. „Aldrei nokkurn tímann hélt ég að við myndum leita á bráðamóttöku og ekki fá þjónustu, aðstoð eða lækningu.“ Hún bað um að athugað yrði hvort hægt væri að framkvæma aðgerðina á Akureyri en hefur engin svör fengið. Landspítali á neyðarstigi Í skriflegu svari frá Landspítalanum kemur fram að forsvarsmenn spítlans tjái sig ekki um einstök mál. Vert sé að muna að spítalinn sé á neyðarstigi auk þess sem hann glími við mikla manneklu vegna Covid smitaðra starfsmanna. Við síkar aðstæður sé forgangsröðun mikilvæg en að miðað sé við að klára aðgerðir af þessu tagi innan tveggja vikna.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira