Vilja láta rannsaka frestunina á undanúrslitaleik Liverpool og Arsenal Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. janúar 2022 07:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, greindi frá því eftir sigur liðsins gegn Shrewsburi í FA bikarnum að öll jákvæði prófin nema eitt hefðu verið fölsk. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Enski deildarbikarinn heyrir undir Ensku deildarkeppnina, EFL, en nú hafa samtökunum borist kvartanir eftir að Liverpool fékk fyrri undanúrslitaleik sínum gegn Arsenal síðastliðinn fimmtudag frestað. Ástæða frestunarinnar var fjöldi kórónuveirusmita innan herbúða Liverpool, en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, segir að allar jákvæðu niðurstöðurnar nema ein hafi verið falskar. Samkvæmt heimildum The Athletic hafa samtökunum borist kvartanir frá nokkrum félögum innan samtakana og að EFL sé undir pressu að rannsaka hvað varð til þess að svo margir leikmenn Liverpool hafi greinst jákvæðir þegar þeir voru í raun neikvæðir. Þá er talið að þau félög sem hafa sent in kvartanir vilji fá að vita hvenær starfsfólk og leikmenn Liverpool hafi vitað að jákvæðu sýnin hafi í raun verið flest neikvæð. Hvort að það hafi verið áður en undanúrslitaleikurinn gegn Arsenal átti að fara fram, og þá hvort að liðið hefði í raun getað spilað leikinn. Mörg þeirra félaga sem hafa sent inn kvörtun eru verulega ósátt þar sem að beiðnum þeirra um frestanir vegna kórónuveirusmita innan herbúða liðanna hafi oft á tíðum verið hafnað. NEWS | The EFL is under pressure from some of its clubs to investigate the circumstances around the the #LFC vs #AFC postponement following Jurgen Klopp’s ‘false positives’ admission.More from @Simon_Hughes__ https://t.co/S3tCEHX5UJ— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 10, 2022 Þá segja heimildarmenn The Athletic einnig að leikmenn og starfsfólk Liverpool hafi farið í tvær sýnatökur fyrir leikinn gegn Arsenal. Sú fyrri var gerð með svokölluðum Lateral Flow Device (LFD) þar sem margir greindust jákvæðir, og sú síðari var gerð með PCR-prófum, en þar greindust einnig mörg jákvæð sýni. Þriðja sýnatakan sem var tekin eftir að leikurinn gegn Arsenal átti að fara fram hafi hins vegar sýnt fram á að aðeins einn leikmaður var með virkt smit. Samkvæmt bresku heilbrigðisstofnuninni NHS eru LFD prófin mjög nákvæm og gefa rétta niðurstöðu í 99,97 prósent tilfella. Líkurnar á því að fá tvö fölsk jákvæð próf í röð eru því nánast hverfandi. Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Ástæða frestunarinnar var fjöldi kórónuveirusmita innan herbúða Liverpool, en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, segir að allar jákvæðu niðurstöðurnar nema ein hafi verið falskar. Samkvæmt heimildum The Athletic hafa samtökunum borist kvartanir frá nokkrum félögum innan samtakana og að EFL sé undir pressu að rannsaka hvað varð til þess að svo margir leikmenn Liverpool hafi greinst jákvæðir þegar þeir voru í raun neikvæðir. Þá er talið að þau félög sem hafa sent in kvartanir vilji fá að vita hvenær starfsfólk og leikmenn Liverpool hafi vitað að jákvæðu sýnin hafi í raun verið flest neikvæð. Hvort að það hafi verið áður en undanúrslitaleikurinn gegn Arsenal átti að fara fram, og þá hvort að liðið hefði í raun getað spilað leikinn. Mörg þeirra félaga sem hafa sent inn kvörtun eru verulega ósátt þar sem að beiðnum þeirra um frestanir vegna kórónuveirusmita innan herbúða liðanna hafi oft á tíðum verið hafnað. NEWS | The EFL is under pressure from some of its clubs to investigate the circumstances around the the #LFC vs #AFC postponement following Jurgen Klopp’s ‘false positives’ admission.More from @Simon_Hughes__ https://t.co/S3tCEHX5UJ— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 10, 2022 Þá segja heimildarmenn The Athletic einnig að leikmenn og starfsfólk Liverpool hafi farið í tvær sýnatökur fyrir leikinn gegn Arsenal. Sú fyrri var gerð með svokölluðum Lateral Flow Device (LFD) þar sem margir greindust jákvæðir, og sú síðari var gerð með PCR-prófum, en þar greindust einnig mörg jákvæð sýni. Þriðja sýnatakan sem var tekin eftir að leikurinn gegn Arsenal átti að fara fram hafi hins vegar sýnt fram á að aðeins einn leikmaður var með virkt smit. Samkvæmt bresku heilbrigðisstofnuninni NHS eru LFD prófin mjög nákvæm og gefa rétta niðurstöðu í 99,97 prósent tilfella. Líkurnar á því að fá tvö fölsk jákvæð próf í röð eru því nánast hverfandi.
Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira