Nokkuð jafnræði var með liðunum í leik Marokkó og Gana og báðum liðum gekk erfiðlega að brjóta ísinn.
Enn var markalaust þegar flautað var til hálfleiks og ekki var heldur búið að skora þegar komið var að seinustu tíu mínútum leiksins.
Á 83. mínútu fékk framherji Marokkó, Zakaria Aboukhlal, boltann inni á vítateig Gana og reyndi að prjóna sig í gegnum vörnina. Thomas Partey náði að pota í boltann með þeim afleiðingum að hann barst á Sofiane Boufal sem þakkaði fyrir sig með því að setja hann í netið.
Þetta reyndist eina mark leiksins og Marokkó fagnaði því 1-0 sigri og þremur stigum í þokkabót.
FULL-TIME ⏰ #TeamMorocco 1️⃣-0️⃣ #TeamGhana
— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 10, 2022
Morocco leave it late to seal the victory against Ghana, courtesy of a Sofiane Boufal strike! 🦁 #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #MARGHA pic.twitter.com/S974EMObFC
Þá mættust Gínea og Malaví í B-riðli á sama tíma. Issiaga Sylla skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu og tryggði Gíneu þar með 1-0 sigur.