Með allt niður um sig í vinnunni eftir 30 daga sóttkví Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. janúar 2022 23:37 30 dagar í sóttkví þríbólusettur. Óvíst hvort nokkur annar geti státað sig af því sama. vísir/egill Maður sem losnaði um helgina úr tæplega þrjátíu daga sóttkví segist hæstánægður með að vera kominn aftur á kreik. Hann telur ekki ólíklegt að hann eigi Íslandsmet í sóttkví og vill taka upp titilinn sóttkvíar-celeb. Það var leiðinleg atburðarás sem leiddi til þess að Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, endaði í sóttkví svona lengi. Fyrsti fjölskyldumeðlimur á heimili hans greindist með Covid- 19 þanng 10. desember og svo greindust hin hvert á fætur öðru - öll nema Bjarni. „Maður er náttúrulega orðinn mjög myglaður eftir að hafa verið í sóttkví í 30 daga og ég held líka að fjölskyldan hafi verið orðin mjög þreytt á mér,“ segir Bjarni Már. Stemmningin á heimilinu var orðin dálítið súr undir lokin. „Maður leyfði nú ýmislegt, hlaupahjólreiðar í stofunni og að fá sér ís í morgunmat og eitthvað svona til að reyna að höndla þetta,“ segir Bjarni Á meðal fyrstu verkefna eftir sóttkvína var auðvitað að skella sér í klippingu. Sóttkvíar-celeb Þannig gat Bjarni mætt aftur til kennslu í háskólanum eins og nýr maður. „Ég var ekki með vinnuaðstöðu heima, miklu minna rými. Þannig að ég er með svona mánaðalangan hala á eftir mér í vinnunni. Þannig ég er búinn að vera að byrja fyrsta vinnudaginn á því að senda tölvupósta og segja fólki að ég sé með allt niður um mig,“ segir hann og hlær. Og nái hann ekki að snúa því við á næstunni er hann með annað plan til vara: „Ég er allavega að reyna að verasvona sóttkvíar-celeb. Ef að þessi fræðimannastörf klikka eitthvað þá hef ég allavega eitthvað annað svona að stefna að.“ Hann fékk þriðju sprautu rétt áður en hann var sendur í sóttkví. Og losnaði síðan mánuði síðar einmitt þegar nýjar reglur voru að taka gildi sem hlífa þríbólusettum frá sóttkví. Og það er ekki síst í ljósi þess sem dvölin í sóttkví var súr þegar horft er til baka. „En ég held að það hafi verið mjög skynsamleg ráðstöfun. Ekki síst í ljósi þess hvað það eru margir í sóttkví einmitt núna,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Það var leiðinleg atburðarás sem leiddi til þess að Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, endaði í sóttkví svona lengi. Fyrsti fjölskyldumeðlimur á heimili hans greindist með Covid- 19 þanng 10. desember og svo greindust hin hvert á fætur öðru - öll nema Bjarni. „Maður er náttúrulega orðinn mjög myglaður eftir að hafa verið í sóttkví í 30 daga og ég held líka að fjölskyldan hafi verið orðin mjög þreytt á mér,“ segir Bjarni Már. Stemmningin á heimilinu var orðin dálítið súr undir lokin. „Maður leyfði nú ýmislegt, hlaupahjólreiðar í stofunni og að fá sér ís í morgunmat og eitthvað svona til að reyna að höndla þetta,“ segir Bjarni Á meðal fyrstu verkefna eftir sóttkvína var auðvitað að skella sér í klippingu. Sóttkvíar-celeb Þannig gat Bjarni mætt aftur til kennslu í háskólanum eins og nýr maður. „Ég var ekki með vinnuaðstöðu heima, miklu minna rými. Þannig að ég er með svona mánaðalangan hala á eftir mér í vinnunni. Þannig ég er búinn að vera að byrja fyrsta vinnudaginn á því að senda tölvupósta og segja fólki að ég sé með allt niður um mig,“ segir hann og hlær. Og nái hann ekki að snúa því við á næstunni er hann með annað plan til vara: „Ég er allavega að reyna að verasvona sóttkvíar-celeb. Ef að þessi fræðimannastörf klikka eitthvað þá hef ég allavega eitthvað annað svona að stefna að.“ Hann fékk þriðju sprautu rétt áður en hann var sendur í sóttkví. Og losnaði síðan mánuði síðar einmitt þegar nýjar reglur voru að taka gildi sem hlífa þríbólusettum frá sóttkví. Og það er ekki síst í ljósi þess sem dvölin í sóttkví var súr þegar horft er til baka. „En ég held að það hafi verið mjög skynsamleg ráðstöfun. Ekki síst í ljósi þess hvað það eru margir í sóttkví einmitt núna,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. 31. desember 2021 11:13