Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2022 23:01 Sara Björk Gunnarsdóttir með soninn, Ragnar Frank Árnason. twitter síða ödu hegerberg Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Síðustu mánuði meðgöngunnar var Sara á Íslandi. Hún eignaðist svo son sinn, Ragnar Frank, 16. nóvember. Sara hélt aftur til Lyon í Frakklandi 4. janúar og næsta verkefni hennar er að komast aftur í fótboltaform. Sara mætti með Ragnar Frank á æfingasvæði Lyon í gær. Norska stórstjarnan Ada Hegerberg gat ekki stillt sig um að smella mynd af þeim mæðginum og skellti henni á Twitter. „Sjáið hana! Mamma í húsinu. Velkomin til baka,“ skrifaði Hegerberg. LOOK AT HER! Mamma's in the building. Welcome back @sarabjork18 pic.twitter.com/6pVB7Ltf0p— Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) January 10, 2022 Þótt Hegerberg og Sara séu samherjar hjá Lyon hafa þær aldrei spilað saman. Þegar Sara kom til Lyon var Hegerberg frá vegna alvarlegra meiðsla. Hegerberg, sem var fyrsta konan til að vinna Gullboltann, sneri aftur á völlinn í október eftir tuttugu mánaða fjarveru. Hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hegerberg, sem er 26 ára, er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu með 56 mörk og enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, eða fimmtán. Hún hefur alls skorað 229 mörk í 195 leikjum fyrir Lyon. Þá skoraði hún 38 mörk í 66 leikjum fyrir norska landsliðinu áður en hún hætti að spila með því 2017. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020. Hún vann Meistaradeildina á fyrsta tímabili sínu með liðinu og skoraði í úrslitaleiknum gegn sínum gömlu félögum í Wolfsburg. Lyon hefur unnið alla ellefu leiki sína í frönsku úrvalsdeildinni og er með þriggja stiga forskot á Paris Saint-Germain. Þá er Lyon komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Juventus. Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Síðustu mánuði meðgöngunnar var Sara á Íslandi. Hún eignaðist svo son sinn, Ragnar Frank, 16. nóvember. Sara hélt aftur til Lyon í Frakklandi 4. janúar og næsta verkefni hennar er að komast aftur í fótboltaform. Sara mætti með Ragnar Frank á æfingasvæði Lyon í gær. Norska stórstjarnan Ada Hegerberg gat ekki stillt sig um að smella mynd af þeim mæðginum og skellti henni á Twitter. „Sjáið hana! Mamma í húsinu. Velkomin til baka,“ skrifaði Hegerberg. LOOK AT HER! Mamma's in the building. Welcome back @sarabjork18 pic.twitter.com/6pVB7Ltf0p— Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) January 10, 2022 Þótt Hegerberg og Sara séu samherjar hjá Lyon hafa þær aldrei spilað saman. Þegar Sara kom til Lyon var Hegerberg frá vegna alvarlegra meiðsla. Hegerberg, sem var fyrsta konan til að vinna Gullboltann, sneri aftur á völlinn í október eftir tuttugu mánaða fjarveru. Hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hegerberg, sem er 26 ára, er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu með 56 mörk og enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, eða fimmtán. Hún hefur alls skorað 229 mörk í 195 leikjum fyrir Lyon. Þá skoraði hún 38 mörk í 66 leikjum fyrir norska landsliðinu áður en hún hætti að spila með því 2017. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020. Hún vann Meistaradeildina á fyrsta tímabili sínu með liðinu og skoraði í úrslitaleiknum gegn sínum gömlu félögum í Wolfsburg. Lyon hefur unnið alla ellefu leiki sína í frönsku úrvalsdeildinni og er með þriggja stiga forskot á Paris Saint-Germain. Þá er Lyon komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Juventus.
Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti