37 sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Á vef Landspítalans segir að 29 þeirra séu inniliggjandi vegna Covid-19-veikinda og fimm sjúklingar til viðbótar séu með Covid-19. Óvíst er um orsakasamhengi í tilviki þriggja sjúklinga.
Af þeim 29 sem eru inniliggjandi vegna Covid-19 eru ellefu með deltaabrigðið, tíu með ómíkronafbrigðið og er raðgreining veiruafbrigðis í vinnslu í tilviki átta.
Af þeim fimm sjúklingum sem eru inniliggjandi og eru með Covid-19 er einn með deltaafbrigðið, þrír ómíkronafbrigðið og raðgreiningar beðið í tilviki eins.
Landspítalinn mun framvegis birta sambærileg yfirlit á vef sínum á fimmtudögum.
Sjá má yfirlitið að neðan, en athugið að „blank“ þýðir að raðgreining veiruafbrigðis er í vinnslu.
