„Vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2022 13:30 Tryggvi Snær Hlinason er kandídat í að eiga fyrstu troðsluna í nýrri þjóðarhöll sem formaður KKÍ gerir sér vonir um að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. Vísir/Bára „Sú áætlun sem að ríkisstjórnin er með núna, og ráðherra íþróttamála hefur lagt fram, er þannig að bæði FIBA og við hjá KKÍ treystum því að þetta sé að fara að gerast,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, um byggingu nýs þjóðarleikvangs fyrir inniíþróttir. Hættunni á að íslenska karlalandsliðið í körfubolta þyrfti að spila heimaleik á Ítalíu í næsta mánuði, í undankeppni HM, virðist hafa verið afstýrt. Hannes segir FIBA hafa veitt undanþágu til að leikurinn fari fram á Ásvöllum, þó að höllin þar standist ekki kröfur sambandsins, eftir sannfæringu um að góður gangur sé í vinnu við nýjan þjóðarleikvang. Leikvang sem Hannes vonast til að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. „Sú vinna sem að ríkisstjórnin er að leggja í þetta, sem við gátum upplýst FIBA um í kringum áramótin, sýnir að það er ekki bara ríkur vilji til að koma þessu í gang. Menn eru komnir á fullt í vinnu við það, svo að þetta geti farið inn í næstu fjármálaáætlun og við sjáum peninga fara í þetta. Áætlun ríkisstjórnarinnar virðist vera að þetta liggi allt frekar ljóst fyrir með vorinu, í mars eða apríl, og það er mjög jákvætt,“ segir Hannes. „Þetta er það sem við höfum kallað eftir í mörg ár – að það sé ekki bara talað um að það sé áhugi fyrir því að gera eitthvað. Vonandi verður hægt að ákveða endanlega staðsetningu og annað fljótlega, svo að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu með haustinu. Við vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið,“ segir Hannes. Mögulega leikið á Ásvöllum í sumar ef FIBA leyfir KKÍ hafði áður þurft að skipta á heimaleikjum karlalandsliðsins við Rússland og spila í Pétursborg í nóvember, vegna þess að FIBA sagði enga höll á Íslandi uppfylla kröfur fyrir undankeppni HM karla. Laugardalshöll varð fyrir miklum vatnsskemmdum í nóvember 2020 og er enn ónothæf. Mögulegt er að karlalandsliðið spili einnig heimaleiki á Ásvöllum í júní, ef FIBA leyfir. „FIBA óskaði eftir frekari skýrslu frá okkur um miðjan marsmánuð um stöðuna. Þetta er því í raun allt í „gjörgæslu“ en ef við verðum ennþá svona ánægð þá, þá munum við væntanlega fá að spila heimaleikina okkar tvo í júní á Ásvöllum. Svo vona ég nú að Laugardalshöllin verði orðin leikhæf þegar næstu leikir eftir það verða, í lok ágúst. Miðað við stöðuna á henni er ég ekki bjartsýnn á að hún verði tilbúin í júní,“ segir Hannes. Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Hættunni á að íslenska karlalandsliðið í körfubolta þyrfti að spila heimaleik á Ítalíu í næsta mánuði, í undankeppni HM, virðist hafa verið afstýrt. Hannes segir FIBA hafa veitt undanþágu til að leikurinn fari fram á Ásvöllum, þó að höllin þar standist ekki kröfur sambandsins, eftir sannfæringu um að góður gangur sé í vinnu við nýjan þjóðarleikvang. Leikvang sem Hannes vonast til að byrjað verði að grafa fyrir á þessu ári. „Sú vinna sem að ríkisstjórnin er að leggja í þetta, sem við gátum upplýst FIBA um í kringum áramótin, sýnir að það er ekki bara ríkur vilji til að koma þessu í gang. Menn eru komnir á fullt í vinnu við það, svo að þetta geti farið inn í næstu fjármálaáætlun og við sjáum peninga fara í þetta. Áætlun ríkisstjórnarinnar virðist vera að þetta liggi allt frekar ljóst fyrir með vorinu, í mars eða apríl, og það er mjög jákvætt,“ segir Hannes. „Þetta er það sem við höfum kallað eftir í mörg ár – að það sé ekki bara talað um að það sé áhugi fyrir því að gera eitthvað. Vonandi verður hægt að ákveða endanlega staðsetningu og annað fljótlega, svo að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu með haustinu. Við vonumst til að fyrsta skóflustunga verði tekin áður en árið er liðið,“ segir Hannes. Mögulega leikið á Ásvöllum í sumar ef FIBA leyfir KKÍ hafði áður þurft að skipta á heimaleikjum karlalandsliðsins við Rússland og spila í Pétursborg í nóvember, vegna þess að FIBA sagði enga höll á Íslandi uppfylla kröfur fyrir undankeppni HM karla. Laugardalshöll varð fyrir miklum vatnsskemmdum í nóvember 2020 og er enn ónothæf. Mögulegt er að karlalandsliðið spili einnig heimaleiki á Ásvöllum í júní, ef FIBA leyfir. „FIBA óskaði eftir frekari skýrslu frá okkur um miðjan marsmánuð um stöðuna. Þetta er því í raun allt í „gjörgæslu“ en ef við verðum ennþá svona ánægð þá, þá munum við væntanlega fá að spila heimaleikina okkar tvo í júní á Ásvöllum. Svo vona ég nú að Laugardalshöllin verði orðin leikhæf þegar næstu leikir eftir það verða, í lok ágúst. Miðað við stöðuna á henni er ég ekki bjartsýnn á að hún verði tilbúin í júní,“ segir Hannes.
Körfubolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira