Sumum nú leyft að útskrifa sjálfan sig úr einangrun vegna álags Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2022 17:25 MIkið álag er nú á Covid-göngudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Einstaklingum sem hafa klárað sjö daga einangrun vegna Covid-19, finna ekki fyrir einkennum og hafa ekki náð sambandi við Covid-göngudeild Landspítalans er nú heimilt að útskrifa sjálfa sig úr einangrun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavörnum þar sem vísað er til mikils álags á göngudeildinni og smitrakingateymi almannavarna. Líkt og áður telst dagurinn sem einstaklingur fer í jákvætt PCR-próf vera dagur núll en hvorki má nota hraðpróf né heimapróf sem viðmið fyrir dag núll. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum þarf ekki að hafa samband við Covid-göngudeild vegna útskriftar, en þessar breytingar eiga meðal annars að draga úr álagi á deildina. Ekki alltaf tekist að útskrifa fólk vegna álags Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að dæmi væru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á Covid-göngudeildinni. Hann sagði stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” sagði Víðir. Hins vegar væri verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara en fram að þessu var fólk í einangrun þar til það fékk tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. 1.242 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar voru skráðir hjá Covid-göngudeild Landspítalans í morgun, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Áfram í sóttkví þrátt fyrir örvunarskammt Breyttar reglur um sóttkví fyrir fólk sem hefur fengið örvunarskammt og er útsett fyrir Covid-19 tóku gildi í gær. Áréttað er í tilkynningu almannavarna að þetta eigi við um alla sem eru í sóttkví, einnig þá sem eru á sama stað og smitaður einstaklingur. Mikilvægt sé að hafa í huga að þeir sem ekki þurfi að uppfylla fyrri skilyrði sóttkvíar þurfi samt sem áður að uppfylla eftirfarandi skilyrði og og fara í PCR-próf á fimmta degi frá útsetningardegi. Að sögn almannavarna og sóttvarnalæknis fela breyttar reglur í sér að hlutaðeigandi er í raun áfram í sóttkví með eftirfarandi undantekningum: heimilt að sækja vinnu eða skóla og sækja sér nauðsynlega þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu, fara í matvöruverslanir og lyfjabúðir og nota almenningssamgöngur, óheimilt að fara á mannamót eða staði þar sem fleiri en 20 koma saman, nema í því samhengi sem nefnt er hér að ofan, skylt að nota grímu í umgengni við alla nema þá sem teljast í nánum tengslum og gildir grímuskyldan einnig þótt hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð, óheimilt að heimsækja heilbrigðisstofnanir, þar með talin hjúkrunarheimili, nema með sérstöku leyfi viðkomandi stofnunar, skylt að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af Covid-19. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8. janúar 2022 12:35 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavörnum þar sem vísað er til mikils álags á göngudeildinni og smitrakingateymi almannavarna. Líkt og áður telst dagurinn sem einstaklingur fer í jákvætt PCR-próf vera dagur núll en hvorki má nota hraðpróf né heimapróf sem viðmið fyrir dag núll. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum þarf ekki að hafa samband við Covid-göngudeild vegna útskriftar, en þessar breytingar eiga meðal annars að draga úr álagi á deildina. Ekki alltaf tekist að útskrifa fólk vegna álags Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagði við fréttastofu í dag að dæmi væru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á Covid-göngudeildinni. Hann sagði stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” sagði Víðir. Hins vegar væri verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara en fram að þessu var fólk í einangrun þar til það fékk tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. 1.242 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar voru skráðir hjá Covid-göngudeild Landspítalans í morgun, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Áfram í sóttkví þrátt fyrir örvunarskammt Breyttar reglur um sóttkví fyrir fólk sem hefur fengið örvunarskammt og er útsett fyrir Covid-19 tóku gildi í gær. Áréttað er í tilkynningu almannavarna að þetta eigi við um alla sem eru í sóttkví, einnig þá sem eru á sama stað og smitaður einstaklingur. Mikilvægt sé að hafa í huga að þeir sem ekki þurfi að uppfylla fyrri skilyrði sóttkvíar þurfi samt sem áður að uppfylla eftirfarandi skilyrði og og fara í PCR-próf á fimmta degi frá útsetningardegi. Að sögn almannavarna og sóttvarnalæknis fela breyttar reglur í sér að hlutaðeigandi er í raun áfram í sóttkví með eftirfarandi undantekningum: heimilt að sækja vinnu eða skóla og sækja sér nauðsynlega þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu, fara í matvöruverslanir og lyfjabúðir og nota almenningssamgöngur, óheimilt að fara á mannamót eða staði þar sem fleiri en 20 koma saman, nema í því samhengi sem nefnt er hér að ofan, skylt að nota grímu í umgengni við alla nema þá sem teljast í nánum tengslum og gildir grímuskyldan einnig þótt hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð, óheimilt að heimsækja heilbrigðisstofnanir, þar með talin hjúkrunarheimili, nema með sérstöku leyfi viðkomandi stofnunar, skylt að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af Covid-19. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8. janúar 2022 12:35 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. 8. janúar 2022 12:35