Íslenskir blóðmerabændur taki margfalt magn miðað við alþjóðlega staðla Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2022 15:36 Skjáskot úr þýsku myndbandi sem segja má að varpað hafi ljósi á blóðmerarhald fyrir hinum almenna Íslendingi. TSB TIERSCHUTZBUND ZURICH Tveir svissneskir dýralæknar og áhugafólk um íslenska hestinn segja magn blóðs sem tekið er af fylfullum merum vikulega hér á landi við blóðmerabúskap vera rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka á eins til tveggja mánaða fresti. Þau Barla Barandun, dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum, og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel, stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF og prófessor emeritus við dýralæknadeild háskólans í Zürich, fara hörðum orðum um blóðmera hald á Íslandi í ítarlegu opnu bréfi sem birt var hér á Vísi. „Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segja þau. Þau segja mjög erfitt að áætla blóðmagn hrossa, til þess að meta hversu mikið blóð megi taka úr hryssu skaðlaust þurfi að taka tillit til fóður- og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Þá sé nauðsynlegt að nota hrossavigt við slíka áætlun ef fylgja á alþjóðlegum viðmiðum um hæfilega blóðtöku. „Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka fimm lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir,“ segja þau. Samkvæmt útreikningum höfunda á meðalblóðmagni blóðmera hér á landi má gera ráð fyrir um 24,5 lítrum. Ef tekið er dæmi um mjög þunga hryssu í góðu standi og með óvenjuhátt blóðhlutfall er blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. „Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru fimm lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta!“ segja höfundar. Þá sé samkvæmt reglum Matvælastofnunar heimilt að taka fimm lítra blóðs með einnar viku millibili allt að átta sinnum. „Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en áhugasömum er bent á ítarlega grein þeirra Barla Barandun og Ewald Isenbügel hér að ofan. Blóðmerahald Dýr Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þau Barla Barandun, dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum, og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel, stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF og prófessor emeritus við dýralæknadeild háskólans í Zürich, fara hörðum orðum um blóðmera hald á Íslandi í ítarlegu opnu bréfi sem birt var hér á Vísi. „Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segja þau. Þau segja mjög erfitt að áætla blóðmagn hrossa, til þess að meta hversu mikið blóð megi taka úr hryssu skaðlaust þurfi að taka tillit til fóður- og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Þá sé nauðsynlegt að nota hrossavigt við slíka áætlun ef fylgja á alþjóðlegum viðmiðum um hæfilega blóðtöku. „Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka fimm lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir,“ segja þau. Samkvæmt útreikningum höfunda á meðalblóðmagni blóðmera hér á landi má gera ráð fyrir um 24,5 lítrum. Ef tekið er dæmi um mjög þunga hryssu í góðu standi og með óvenjuhátt blóðhlutfall er blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. „Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru fimm lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta!“ segja höfundar. Þá sé samkvæmt reglum Matvælastofnunar heimilt að taka fimm lítra blóðs með einnar viku millibili allt að átta sinnum. „Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en áhugasömum er bent á ítarlega grein þeirra Barla Barandun og Ewald Isenbügel hér að ofan.
Blóðmerahald Dýr Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira