Íslenskir blóðmerabændur taki margfalt magn miðað við alþjóðlega staðla Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2022 15:36 Skjáskot úr þýsku myndbandi sem segja má að varpað hafi ljósi á blóðmerarhald fyrir hinum almenna Íslendingi. TSB TIERSCHUTZBUND ZURICH Tveir svissneskir dýralæknar og áhugafólk um íslenska hestinn segja magn blóðs sem tekið er af fylfullum merum vikulega hér á landi við blóðmerabúskap vera rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka á eins til tveggja mánaða fresti. Þau Barla Barandun, dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum, og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel, stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF og prófessor emeritus við dýralæknadeild háskólans í Zürich, fara hörðum orðum um blóðmera hald á Íslandi í ítarlegu opnu bréfi sem birt var hér á Vísi. „Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segja þau. Þau segja mjög erfitt að áætla blóðmagn hrossa, til þess að meta hversu mikið blóð megi taka úr hryssu skaðlaust þurfi að taka tillit til fóður- og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Þá sé nauðsynlegt að nota hrossavigt við slíka áætlun ef fylgja á alþjóðlegum viðmiðum um hæfilega blóðtöku. „Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka fimm lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir,“ segja þau. Samkvæmt útreikningum höfunda á meðalblóðmagni blóðmera hér á landi má gera ráð fyrir um 24,5 lítrum. Ef tekið er dæmi um mjög þunga hryssu í góðu standi og með óvenjuhátt blóðhlutfall er blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. „Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru fimm lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta!“ segja höfundar. Þá sé samkvæmt reglum Matvælastofnunar heimilt að taka fimm lítra blóðs með einnar viku millibili allt að átta sinnum. „Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en áhugasömum er bent á ítarlega grein þeirra Barla Barandun og Ewald Isenbügel hér að ofan. Blóðmerahald Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þau Barla Barandun, dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum, og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel, stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF og prófessor emeritus við dýralæknadeild háskólans í Zürich, fara hörðum orðum um blóðmera hald á Íslandi í ítarlegu opnu bréfi sem birt var hér á Vísi. „Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segja þau. Þau segja mjög erfitt að áætla blóðmagn hrossa, til þess að meta hversu mikið blóð megi taka úr hryssu skaðlaust þurfi að taka tillit til fóður- og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Þá sé nauðsynlegt að nota hrossavigt við slíka áætlun ef fylgja á alþjóðlegum viðmiðum um hæfilega blóðtöku. „Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka fimm lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir,“ segja þau. Samkvæmt útreikningum höfunda á meðalblóðmagni blóðmera hér á landi má gera ráð fyrir um 24,5 lítrum. Ef tekið er dæmi um mjög þunga hryssu í góðu standi og með óvenjuhátt blóðhlutfall er blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. „Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru fimm lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta!“ segja höfundar. Þá sé samkvæmt reglum Matvælastofnunar heimilt að taka fimm lítra blóðs með einnar viku millibili allt að átta sinnum. „Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en áhugasömum er bent á ítarlega grein þeirra Barla Barandun og Ewald Isenbügel hér að ofan.
Blóðmerahald Dýr Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira