MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2022 14:00 Farið verður í miklar framkvæmdir hjá MS á Selfossi og MS á Akureyri á árinu og næstu árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári. Um 400 starfsmenn vinna hjá Mjólkursamsölunni en afkoma fyrirtækisins hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og á síðasta ári. Í ljósi góðrar fjárhagslegrar stöðu hefur verið ákveðið að fara í miklar framkvæmdir á starfsstöðvum fyrirtækisins á Akureyri og Selfossi. Pálmi Vilhjálmsson er forstjóri Mjólkursamsölunnar. „Við erum að fara að hefja framkvæmdir á nýbyggingum og endurnýjun búnaðar, sem hefur staðið til lengi. Á Selfossi er verið að ræða um að endurnýja duftker, sem er komið til ára sinna. Síðan á að byggja við fyrirtækið á Selfossi. Það á að byggja nýtt þjónusturými, sem er hugsað fyrir stoðbúnað, gufuframleiðslu, kælivélar og ýmislegt annað, vatnsbúskap fyrirtækisins. Þetta er stór og mikil vinnsla og það þarf að hafa þennan búnað öruggan og traustan, það er komin tími á þetta,“ segir Pálmi. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En hvað á að gera á Akureyri? „Við ætlum að stækka þar bæði vinnslu og geymslurými, við ætlum að byggja við húsnæðið þar. Það er áætlað að það verði tæpir fimm þúsund fermetrar. Á Selfossi erum við að tala um tæpa sjö þúsund fermetra. Þannig að allt í allt eru þetta rúmlega tólf þúsund fermetrar á báðum stöðum.“ Pálmi segir að framkvæmdirnar á Akureyri og á Selfossi munu kosta fyrirtækið fimm til sjö milljarða króna þegar allt er talið. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En nýliðið ár, 2021, er Pálmi sáttur við það hvernig það gekk hjá fyrirtækinu? „Mjög sáttur við það og stjórnendur og allir eru mjög sáttir við það, sem að þessu koma, líka í þessu erfiða ástandi, sem hefur verið. Við höfum sloppið blessunarlega vel og erum þar af leiðandi mjög sátt við niðurstöðuna,“segir Pálmi. Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS.MS Árborg Akureyri Landbúnaður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Um 400 starfsmenn vinna hjá Mjólkursamsölunni en afkoma fyrirtækisins hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og á síðasta ári. Í ljósi góðrar fjárhagslegrar stöðu hefur verið ákveðið að fara í miklar framkvæmdir á starfsstöðvum fyrirtækisins á Akureyri og Selfossi. Pálmi Vilhjálmsson er forstjóri Mjólkursamsölunnar. „Við erum að fara að hefja framkvæmdir á nýbyggingum og endurnýjun búnaðar, sem hefur staðið til lengi. Á Selfossi er verið að ræða um að endurnýja duftker, sem er komið til ára sinna. Síðan á að byggja við fyrirtækið á Selfossi. Það á að byggja nýtt þjónusturými, sem er hugsað fyrir stoðbúnað, gufuframleiðslu, kælivélar og ýmislegt annað, vatnsbúskap fyrirtækisins. Þetta er stór og mikil vinnsla og það þarf að hafa þennan búnað öruggan og traustan, það er komin tími á þetta,“ segir Pálmi. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En hvað á að gera á Akureyri? „Við ætlum að stækka þar bæði vinnslu og geymslurými, við ætlum að byggja við húsnæðið þar. Það er áætlað að það verði tæpir fimm þúsund fermetrar. Á Selfossi erum við að tala um tæpa sjö þúsund fermetra. Þannig að allt í allt eru þetta rúmlega tólf þúsund fermetrar á báðum stöðum.“ Pálmi segir að framkvæmdirnar á Akureyri og á Selfossi munu kosta fyrirtækið fimm til sjö milljarða króna þegar allt er talið. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En nýliðið ár, 2021, er Pálmi sáttur við það hvernig það gekk hjá fyrirtækinu? „Mjög sáttur við það og stjórnendur og allir eru mjög sáttir við það, sem að þessu koma, líka í þessu erfiða ástandi, sem hefur verið. Við höfum sloppið blessunarlega vel og erum þar af leiðandi mjög sátt við niðurstöðuna,“segir Pálmi. Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS.MS
Árborg Akureyri Landbúnaður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira