MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2022 14:00 Farið verður í miklar framkvæmdir hjá MS á Selfossi og MS á Akureyri á árinu og næstu árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári. Um 400 starfsmenn vinna hjá Mjólkursamsölunni en afkoma fyrirtækisins hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og á síðasta ári. Í ljósi góðrar fjárhagslegrar stöðu hefur verið ákveðið að fara í miklar framkvæmdir á starfsstöðvum fyrirtækisins á Akureyri og Selfossi. Pálmi Vilhjálmsson er forstjóri Mjólkursamsölunnar. „Við erum að fara að hefja framkvæmdir á nýbyggingum og endurnýjun búnaðar, sem hefur staðið til lengi. Á Selfossi er verið að ræða um að endurnýja duftker, sem er komið til ára sinna. Síðan á að byggja við fyrirtækið á Selfossi. Það á að byggja nýtt þjónusturými, sem er hugsað fyrir stoðbúnað, gufuframleiðslu, kælivélar og ýmislegt annað, vatnsbúskap fyrirtækisins. Þetta er stór og mikil vinnsla og það þarf að hafa þennan búnað öruggan og traustan, það er komin tími á þetta,“ segir Pálmi. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En hvað á að gera á Akureyri? „Við ætlum að stækka þar bæði vinnslu og geymslurými, við ætlum að byggja við húsnæðið þar. Það er áætlað að það verði tæpir fimm þúsund fermetrar. Á Selfossi erum við að tala um tæpa sjö þúsund fermetra. Þannig að allt í allt eru þetta rúmlega tólf þúsund fermetrar á báðum stöðum.“ Pálmi segir að framkvæmdirnar á Akureyri og á Selfossi munu kosta fyrirtækið fimm til sjö milljarða króna þegar allt er talið. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En nýliðið ár, 2021, er Pálmi sáttur við það hvernig það gekk hjá fyrirtækinu? „Mjög sáttur við það og stjórnendur og allir eru mjög sáttir við það, sem að þessu koma, líka í þessu erfiða ástandi, sem hefur verið. Við höfum sloppið blessunarlega vel og erum þar af leiðandi mjög sátt við niðurstöðuna,“segir Pálmi. Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS.MS Árborg Akureyri Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Um 400 starfsmenn vinna hjá Mjólkursamsölunni en afkoma fyrirtækisins hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og á síðasta ári. Í ljósi góðrar fjárhagslegrar stöðu hefur verið ákveðið að fara í miklar framkvæmdir á starfsstöðvum fyrirtækisins á Akureyri og Selfossi. Pálmi Vilhjálmsson er forstjóri Mjólkursamsölunnar. „Við erum að fara að hefja framkvæmdir á nýbyggingum og endurnýjun búnaðar, sem hefur staðið til lengi. Á Selfossi er verið að ræða um að endurnýja duftker, sem er komið til ára sinna. Síðan á að byggja við fyrirtækið á Selfossi. Það á að byggja nýtt þjónusturými, sem er hugsað fyrir stoðbúnað, gufuframleiðslu, kælivélar og ýmislegt annað, vatnsbúskap fyrirtækisins. Þetta er stór og mikil vinnsla og það þarf að hafa þennan búnað öruggan og traustan, það er komin tími á þetta,“ segir Pálmi. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En hvað á að gera á Akureyri? „Við ætlum að stækka þar bæði vinnslu og geymslurými, við ætlum að byggja við húsnæðið þar. Það er áætlað að það verði tæpir fimm þúsund fermetrar. Á Selfossi erum við að tala um tæpa sjö þúsund fermetra. Þannig að allt í allt eru þetta rúmlega tólf þúsund fermetrar á báðum stöðum.“ Pálmi segir að framkvæmdirnar á Akureyri og á Selfossi munu kosta fyrirtækið fimm til sjö milljarða króna þegar allt er talið. Mynd og texti úr Mjólkurpóstinum, nýjasta fréttabréfi MS.MS En nýliðið ár, 2021, er Pálmi sáttur við það hvernig það gekk hjá fyrirtækinu? „Mjög sáttur við það og stjórnendur og allir eru mjög sáttir við það, sem að þessu koma, líka í þessu erfiða ástandi, sem hefur verið. Við höfum sloppið blessunarlega vel og erum þar af leiðandi mjög sátt við niðurstöðuna,“segir Pálmi. Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri MS.MS
Árborg Akureyri Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira