Handbolti

Ómar Ingi markahæstur á seinasta ári | Bjarki skorar flest að meðaltali

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon hefur verið duglegur í markaskorun síðan hann gekk til liðs við Magdeburg.
Ómar Ingi Magnússon hefur verið duglegur í markaskorun síðan hann gekk til liðs við Magdeburg. Uwe Anspach/Getty

Ómar Ingi Magnússon, leikamður Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, var markahæsti leikmaður Evrópu á seinasta ári. Þá var Bjarki Már Elísson sá leikmaður á listanum sem skoraði flest mörk að meðaltali í leik.

Það var handboltatölfræðisíðan Datahandball sem tók tölfræðina saman, en Ómar Ingi skoraði 434 mörk á seinasta ári. Næstur á listanum er leikmaður þýska liðsins Flensburg, Hampus Wanne, með 425 mörk og í þriðja sæti er Mathias Gidsel, leikmaður GOG í Danmörku, með 418 mörk.

Þá er annar Íslendingur á listanum, en Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo í Þýskalandi, situr í fimmta sæti með 409 mörk. Þó skal það tekið fram að Bjarki er sá leikmaður sem skorar flest mörk að meðaltali í leik, eða sjö talsins, á meðan Ómar skorar að meðaltali sex.

Ómar og Bjarki eru þarna í góðum félagsskap en nokkur stór nöfn eru á listanum. Ber þar hæst að nefna danska landsliðsmanninn Mikkel Hansen, Svíann Nicklas Ekberg og Frakkann Dika Mem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×