Handbolti

Lærisveinar Alfreðs unnu gegn Sviss

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska handboltalandsliðinu eru að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir Evrópumótið.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska handboltalandsliðinu eru að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir Evrópumótið. Sascha Klahn/picture alliance via Getty Images

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta unnu fjögurra marka sigur er liðið mætti Sviss í dag. Lokatölur urðu 30-26, en leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir EM sem hefst í næstu viku.

Þjóðverjar leiddu með einu marki í hálfleik, 15-14, og juku svo forskot sitt í þeim síðari og kláruðu að lokum fjögurra marka sigur.

Markahæstir í þýska liðinu voru þeir Sebastian Heym­ann, Marcel Schiller, Lukas Mertens, Christoph Steinert og Timo Kast­en­ing með þrjú mörk hver.

Alfreð mætir með sína stráka til leiks aftur á sunnudaginn þar sem þýska liðið leikur gegn því franska í lokaleik liðanna áður en Evrópumótið hefst. Þýskaland mætir Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik riðlakeppninnar á föstudaginn eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×